Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Qupperneq 39
Á sjúkrahúsum á landinu öllu vantar í 14,1 % stöðu- gilda hjúkrunarfræðinga. Á þeim sjúkrahúsum sem svör- uðu könnuninni vantar í 185,5 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga, en í 220,8 stöðugildi á öllum sjúkrahúsum á landinu séu niðurstöður yfirfærðar á þau. Stöðuheimildir hjúkrunarfræðinga á þeim sjúkrahúsum sem svöruðu könnuninni eru 1320 talsins. 73% þeirra eru á Ríkisspítölum og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (551 stöðugildi á RSP og 408,3 stöðugildi á SHR). Skortur á hjúkrunarfræð- ingum vegur því þyngst á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, en 1. janúar 1998 vantaði í 59 stöðugildi á Ríkisspítölum (10,8% skortur) og 75 stöðugildi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (18,4% skortur). í svörum RSP kom fram að á geðdeildum sjúkrahússins vantar í 41 % stöðuheimilda hjúkrunarfræðinga. Á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vantar hjúkrunar- fræðinga í 48 stöðugildi á þeim sjúkrahúsum sem svöruðu eða 14,9% stöðuheimilda. Ef niðurstöður eru yfirfærðar á öll landsbyggðarsjúkrahús samsvarar skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa þar sem samsvarar 56 stöðugildum. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga - Samanburður á könnunum 1992 og 1998 Til að skoða breytingu á fjölda stöðugilda hjúkrunar- fræðinga undanfarin ár var gerður paraður samanburður á stofnunum sem skiluðu inn svörum í báðum könnunum. Niðurstaðan leiðir í Ijós 10% aukningu á stöðugildum milli þessara ára. Er þá ekki tekið tillit til fjölgunar stöðugilda vegna nýrra heilbrigðisstofnana. í könnun HFÍ og Fhh 1992 kemur fram að á þeim 47 heilsugæslustöðvum sem svöruðu könnuninni voru stöðu- gildi hjúkrunarfræðinga alls 161,7. í könnun Félags ísl- enskra hjúkrunarfræðinga 1998 eru stöðugildi hjúkrunar- fræðinga alls 218,25 á þeim 45 heilsugæslustöðvum sem svör bárust frá. Þegar gerður er samanburður á Ijölda stöðugilda þeirra stofnana sem skiluðu í báðum könnunum (1992 og 1998) kemur í Ijós að um 9% aukningu á stöðu- gildum á þessu 6 ára tímabili. Stöður hjúkrunarfræðinga vegna nýrra heilsugæslustöðva eru ekki í þessum tölum. Á öldrunarstofnunum er fjölgun á stöðugildum um 13,2% milli þessara ára. Þá er ekki tekið tillit til fjölgunar öldrunarstofnana á tímabilinu. Á sjúkrahúsum er fjölgun á stöðugildum 9,9%. Á Ríkis- spítölum voru reiknuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á árinu 1992 484,35 talsins, en stöðuheimildir eru 551 talsins 1. janúar 1998; fjölgunin nemur 66,7 stöðugildum eða 13,8%. Á Borgarspítalanum og Landakoti voru stöðugildi hjúkr- unarfræðinga samanlagt 372,7 á árinu 1992, en stöðugildi hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1998 eru 408,33 og hefur fjölgað um 35,6 stöðugildi eða 9,6%. Samantekt Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er viðvarandi og þrátt fyrir að 80-100 nýir hjúkrunarfræðingar bætist á hverju ári í hóp starfandi hjúkrunarfræðinga virðist ástandið lítið skána. Á árinu 1984 var skorturinn 14,3%. Átta árum síðar, á árinu 1992 hafði skorturinn aukist í 18%, en skv. niðurstöðum þessarar könnunar, sem hér er kynnt, vantar í 14,08 % heimilaðra/áætlaðra stöðugilda hjúkrunarfræð- inga á heilbrigðisstofnunum á íslandi, eða um 286,8 stöðugiidí. Til að manna þessar stöður þarf hins vegar fleiri hjúkrunarfræðinga en þessari tölu nemur, þar sem um 34% hjúkrunarfræðinga vinna fulla vinnu. Samanburður á fjölda stöðuheimilda hjúkrunarfræðinga á stofnunum sem svöruðu í báðum könnunum félagsins 1992 og 1998 leiðir í Ijós nokkra fjölgun á stöðugildum hjúkrunarfræðinga eða um 10%. Þá er ekki tekið tillit til fjölgunar stöðugilda vegna nýrra heilbrigðisstofnana s.s. öldrunarstofnana og heilsugæslustöðva á tímabilinu. Hér er ekki gerð tilraun til að skýra ástæður hjúkrunar- fræðingaeklu; það verður verkefni sérstakrar nefndar á vegum félagsins og fagdeildar hjúkrunarforsjóra sjúkra- húsa innan félagsins á næstu mánuðum. Þó verður ekki hjá því komist að benda á nokkra þætti sem margir þurfa nánari skoðunar við: • Vegna m.a. breyttra áherslna og krafna um heilbrigðis- þjónustu, fjölgunar skjólstæðinga heilbrigðisþjónust- unnar, aukinnar þekkingar og tækniþróunar sem felur í sér aukna sérhæfingu í meðferð sjúkra og styttri legu- tíma sjúklinga er stöðugt aukin þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga til starfa innan heilbrigðisþjónustunnar. • Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er viðvarandi ástand. Skorturinn hefur verið á bilinu 14-18% síðastliðin 15 ár. Margt bendir til þess að vandinn sé vanmetinn og raun- veruleg þörf sé meiri þegar tekið er mið af hjúkrunarþörf. • Vegna aukinnar sérhæfingar í starfsemi heilbrigðisstofn- ana hefur stöðugildum hjúkrunarfræðinga fjölgað. Þá kalla nýjar heilbrigðisstofnanir á fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Nýliðun á hjúkrunarfræðingum hefur rétt nægt til að mæta þessari fjölgun. • [ menntastofnunum hjúkrunarfræðinga eru fjöldatak- markanir og þær hafa ekki náð að anna eftirspurn eftir nýliðun í stéttinni. • Á bilinu 20-30 hjúkrunarfræðingar hafa farið á eftirlaun á ári hverju undanfarin ár. Á síðasta ári fóru þó um 70 hjúkrunarfræðingar á eftirlaun og má rekja þann fjölda til breytinga á lífeyrismálum sem þá tóku gildi. Vegna aldurssamsetningar stéttarinnar fara fleiri hjúkrunar- ' fræðingar á lífeyri árlega í framtíðinni, en hingað til. • Tæplega 70% hjúkrunarfræðinga vinna ekki fulla vinnu. ( könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsgeirans sem gerð var á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og annarra stéttarfélaga árið 1996, kom fram að heildarvinnutími hjúkrunarfræðinga er að meðaltali 34 stundir á viku, sem samsvarar 85% vinnu- hlutfalli. frh. á næstu síðu 175 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.