Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 39
Á sjúkrahúsum á landinu öllu vantar í 14,1 % stöðu- gilda hjúkrunarfræðinga. Á þeim sjúkrahúsum sem svör- uðu könnuninni vantar í 185,5 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga, en í 220,8 stöðugildi á öllum sjúkrahúsum á landinu séu niðurstöður yfirfærðar á þau. Stöðuheimildir hjúkrunarfræðinga á þeim sjúkrahúsum sem svöruðu könnuninni eru 1320 talsins. 73% þeirra eru á Ríkisspítölum og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (551 stöðugildi á RSP og 408,3 stöðugildi á SHR). Skortur á hjúkrunarfræð- ingum vegur því þyngst á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, en 1. janúar 1998 vantaði í 59 stöðugildi á Ríkisspítölum (10,8% skortur) og 75 stöðugildi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (18,4% skortur). í svörum RSP kom fram að á geðdeildum sjúkrahússins vantar í 41 % stöðuheimilda hjúkrunarfræðinga. Á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vantar hjúkrunar- fræðinga í 48 stöðugildi á þeim sjúkrahúsum sem svöruðu eða 14,9% stöðuheimilda. Ef niðurstöður eru yfirfærðar á öll landsbyggðarsjúkrahús samsvarar skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa þar sem samsvarar 56 stöðugildum. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga - Samanburður á könnunum 1992 og 1998 Til að skoða breytingu á fjölda stöðugilda hjúkrunar- fræðinga undanfarin ár var gerður paraður samanburður á stofnunum sem skiluðu inn svörum í báðum könnunum. Niðurstaðan leiðir í Ijós 10% aukningu á stöðugildum milli þessara ára. Er þá ekki tekið tillit til fjölgunar stöðugilda vegna nýrra heilbrigðisstofnana. í könnun HFÍ og Fhh 1992 kemur fram að á þeim 47 heilsugæslustöðvum sem svöruðu könnuninni voru stöðu- gildi hjúkrunarfræðinga alls 161,7. í könnun Félags ísl- enskra hjúkrunarfræðinga 1998 eru stöðugildi hjúkrunar- fræðinga alls 218,25 á þeim 45 heilsugæslustöðvum sem svör bárust frá. Þegar gerður er samanburður á Ijölda stöðugilda þeirra stofnana sem skiluðu í báðum könnunum (1992 og 1998) kemur í Ijós að um 9% aukningu á stöðu- gildum á þessu 6 ára tímabili. Stöður hjúkrunarfræðinga vegna nýrra heilsugæslustöðva eru ekki í þessum tölum. Á öldrunarstofnunum er fjölgun á stöðugildum um 13,2% milli þessara ára. Þá er ekki tekið tillit til fjölgunar öldrunarstofnana á tímabilinu. Á sjúkrahúsum er fjölgun á stöðugildum 9,9%. Á Ríkis- spítölum voru reiknuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á árinu 1992 484,35 talsins, en stöðuheimildir eru 551 talsins 1. janúar 1998; fjölgunin nemur 66,7 stöðugildum eða 13,8%. Á Borgarspítalanum og Landakoti voru stöðugildi hjúkr- unarfræðinga samanlagt 372,7 á árinu 1992, en stöðugildi hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1998 eru 408,33 og hefur fjölgað um 35,6 stöðugildi eða 9,6%. Samantekt Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er viðvarandi og þrátt fyrir að 80-100 nýir hjúkrunarfræðingar bætist á hverju ári í hóp starfandi hjúkrunarfræðinga virðist ástandið lítið skána. Á árinu 1984 var skorturinn 14,3%. Átta árum síðar, á árinu 1992 hafði skorturinn aukist í 18%, en skv. niðurstöðum þessarar könnunar, sem hér er kynnt, vantar í 14,08 % heimilaðra/áætlaðra stöðugilda hjúkrunarfræð- inga á heilbrigðisstofnunum á íslandi, eða um 286,8 stöðugiidí. Til að manna þessar stöður þarf hins vegar fleiri hjúkrunarfræðinga en þessari tölu nemur, þar sem um 34% hjúkrunarfræðinga vinna fulla vinnu. Samanburður á fjölda stöðuheimilda hjúkrunarfræðinga á stofnunum sem svöruðu í báðum könnunum félagsins 1992 og 1998 leiðir í Ijós nokkra fjölgun á stöðugildum hjúkrunarfræðinga eða um 10%. Þá er ekki tekið tillit til fjölgunar stöðugilda vegna nýrra heilbrigðisstofnana s.s. öldrunarstofnana og heilsugæslustöðva á tímabilinu. Hér er ekki gerð tilraun til að skýra ástæður hjúkrunar- fræðingaeklu; það verður verkefni sérstakrar nefndar á vegum félagsins og fagdeildar hjúkrunarforsjóra sjúkra- húsa innan félagsins á næstu mánuðum. Þó verður ekki hjá því komist að benda á nokkra þætti sem margir þurfa nánari skoðunar við: • Vegna m.a. breyttra áherslna og krafna um heilbrigðis- þjónustu, fjölgunar skjólstæðinga heilbrigðisþjónust- unnar, aukinnar þekkingar og tækniþróunar sem felur í sér aukna sérhæfingu í meðferð sjúkra og styttri legu- tíma sjúklinga er stöðugt aukin þörf fyrir hjúkrunar- fræðinga til starfa innan heilbrigðisþjónustunnar. • Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er viðvarandi ástand. Skorturinn hefur verið á bilinu 14-18% síðastliðin 15 ár. Margt bendir til þess að vandinn sé vanmetinn og raun- veruleg þörf sé meiri þegar tekið er mið af hjúkrunarþörf. • Vegna aukinnar sérhæfingar í starfsemi heilbrigðisstofn- ana hefur stöðugildum hjúkrunarfræðinga fjölgað. Þá kalla nýjar heilbrigðisstofnanir á fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Nýliðun á hjúkrunarfræðingum hefur rétt nægt til að mæta þessari fjölgun. • [ menntastofnunum hjúkrunarfræðinga eru fjöldatak- markanir og þær hafa ekki náð að anna eftirspurn eftir nýliðun í stéttinni. • Á bilinu 20-30 hjúkrunarfræðingar hafa farið á eftirlaun á ári hverju undanfarin ár. Á síðasta ári fóru þó um 70 hjúkrunarfræðingar á eftirlaun og má rekja þann fjölda til breytinga á lífeyrismálum sem þá tóku gildi. Vegna aldurssamsetningar stéttarinnar fara fleiri hjúkrunar- ' fræðingar á lífeyri árlega í framtíðinni, en hingað til. • Tæplega 70% hjúkrunarfræðinga vinna ekki fulla vinnu. ( könnun á ofbeldi gagnvart starfsfólki innan heilbrigðis- og félagsgeirans sem gerð var á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og annarra stéttarfélaga árið 1996, kom fram að heildarvinnutími hjúkrunarfræðinga er að meðaltali 34 stundir á viku, sem samsvarar 85% vinnu- hlutfalli. frh. á næstu síðu 175 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.