Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 13
Olga Hákonsen og Hanna Karen Kristjánsdóttir of lengi ftAwklá vandanum Reynsla sex hjúkrunarfræðinga af að ná bata eftir áfengis- og/eða vímuefnamisnotkun Könnuð var reynsla sex hjúkrunarfræðinga af að ná bata eftir áfengis-og/eða vímuefnamisnotkun. Tilgangurinn er að varpa ijósi á sameiginlega og sérstaka reynslu þeirra og auka þannig möguleika á markvissari forvörnum, íhlutun og meðferð. Valið var lýsandi rannsóknarsnið og reynslan könnuð á magn- og gæðabundinn hátt. Niðurstöður sýndu meðal annars að flestir þátttakendur höfðu notað fleira en eitt vímuefni og neytt efna í vinnu. Flestir þeirra töldu að hjúkrunarleyfi þeirra hefði verið í hættu á meðan á neyslu stóð. Að mati þátttakenda var orsök neyslunnar rakin til atburða í umhverfi þeirra, áfalla í bernsku eða veikinda og lyfjaneyslu. Fjórir þurftu að leita sér meðferðar við því oftar en einu sinni. Skilyrðum á vinnustað var almennt ekki beitt þegar hjúkrunarfræðingarnir sneru til vinnu að lokinni meðferð. Vankunnátta og skilningleysi var talið helsta orsök fordóma og fálmkenndra aðgerða af hendi vinnuveitenda þegar neyslan var opinberuð. Hér er áfengis- og/eða vímuefnamisnotkun (neysla lög- legra og ólöglegra efna sem breyta hugarástandi neytand- ans) skilgreind sem sjúkdómur sem einkennist af áráttu, stjórnleysi og áframhaldandi neyslu þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar (American Psyciatric Association,1994). Undanfarin ár hefur misnotkun á áfengi- og öðrum vímuefnum aukist á Vesturlöndum. ( Bandaríkjunum er talið að minnsta kosti 14 milljónir manna misnoti eða séu háðir áfengi- og/eða öðrum vímuefnum (Valliant og Hiller-Sturm- höfel, 1996; Maxmen og Ward, 1995). Tölur sýna að áður en sala bjórs var leyfð á íslandi árið 1988 drukku íslend- ingar minnst allra Evrópuþjóða miðað við sölutölur á áfengi (Tómas Helgason, 1988). Síðan 1988 hafa drykkjusiðir íslend- inga breyst þannig að heildarneysla áfengis hefur aukist um 6%. Neysla á léttum vínum og bjór hefur aukist á kostnað neyslu brenndra drykkja (Hildigunnur Ólafsdóttir, 1997). Hlutfall þeirra einstaklinga (karla og kvenna) sem drekka ótæpilega eða eru háðir áfengi er talið vera um 11% allra þjóðfélagsþegna (Tómas Helgason, 1988). í þessum tölum er eingöngu verið að mæla áfengisneyslu en ekki neyslu annarra vímuefna. Enn drekka konur minna en karlar, þó að neysla þeirra hafi aukist, sérlega í yngri aldursflokkum (Hildigunnur Ólafsdóttir, 1997). Misnotkun einstakra starfshópa innan þjóðfélagsins hefur lítið verið könnuð. Litlar upplýsingar um misnotkun áfengis- og annarra vímuefna starfsfólks í heilbrigðisstéttum er meðal annars talin vera ein ástæða fyrir því að faglegum úrræð- um er oft ekki beitt, þegar misnotkun uppgötvast hjá starfsmanni í heilbrigðisþjónustunni (Smith og Hughes, 1996). Afleiðingar þess hafa því oft verið alvarlegar bæði fyrir starfsmanninn og stofnunina. Hin síðari ár hafa viðhorf stjórnenda og yfirmanna til þessara mála verið að breytast. Aðgerðir beinast nú í ríkari mæli að því að koma í veg fyrir að neysla hefjist, og að tekist sé á við vandann snemma ef um misnotkun er að ræða. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tryggja öryggi sjúklingsins en ekki síður að aðstoða starfsmanninn við að endurheimta fyrri heilsu og starfs- getu. Hér á landi hafa ekki verið gerðar rannsóknir um hjúkr- unarfræðinga sem misnotað hafa áfengi- og eða önnur vímuefni, svo vitað sé. í Bandaríkjunum hafa fræðimenn hjúkrunar reynt að leita upplýsinga um þessi viðkvæmu mál. í þeim rannsóknum hefur komið fram að tíðni mis- notkunar á meðal hjúkrunarfræðinga er svipuð og hjá almenningi eða um 10-12% (Blazer og Mansfield, 1995; Trinkoff, Eaton og Antony, 1991: Valliant og Hiller- Sturmhöfel, 1996). Yfirleitt telja hjúkrunarfræðingarnir að upphaf neyslunnar megi rekja til atburða, (lífeðlis- og sál- félagslegra), og að neysla hefjist oft á unglingsárum og áður en hjúkrunarnámi lýkur (Bugle,1996; Sisley, 1995; Mynatt, 1996). Reyndar hafa viðamiklar faraldursfræðilegar rannsóknir sýnt að sterk fylgni er á milli erfða og þróunar vímuefnasjúkdóma (Sisney, 1995; Finnell, 1994; Valliant og Olga Hákonsen lauk prófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1970, B.Sc gráðu frá Háskóla íslands 1994 og M.Sc gráðu frá University of Maryland 1996. Olga hefur m.a. starfað á Vogi og Geðdeild Landspítalans. Hanna Karen Kristjánsdóttir lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Islands 1981 og B.Sc gráðu frá Háskóla íslands 1995. Hanna Karen starfar á Geðdeild Landspítalans. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.