Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 41
Vigdís Jónsdóttir Kjaramál Staða samningamála á Rsp og SHR / nýju launakerfi er aðlögunarnefnd innan stofnunar falið það hlutverk að semja um röðun starfsmanna í launaflokka. Aðlögunarnefnd er skipuð 2-3 fulltrúum stéttarfélags og 2-3 fulltrúum stofnunar. Um 40 aðlögunarnefndir hafa verið starfandi á heilbrigðis- stofnunum um allt land við gerð vinnustaðasamninga á stofnunum fyrir hjúkrunarfræðinga. Hafa ríflega 100 hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þessu starfi. Eins og áður hefur komið fram í Tfmariti hjúkmnarfræð- inga hefur gengið mjög hægt að Ijúka samningum í nýju launakerfi. Það á jafnt við um hjúkrunarfræðinga og marga aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Máli félagsins og SHR og Rsp. vísað til úrskurðarnefndar Aðlögunarnefndir félagsins og Ríkisspítala (Rsp.) og Sjúkra- húss Reykjavíkur (SHR) vísuðu deilu sinni til úrskurðar- nefndar í byrjun apríl. í úrskurðarnefnd eiga sæti 2 fulltrúar félagsins, 1 fulltrúi stofnunar, 1 fulltrúi heilbrigðisráðuneytis- ins og oddamaður sem skipaður er af sáttasemjara. Til að ná úrskurði þurfa a.m.k. 3 af 5 nefndarmönnum að ná samstöðu um að skrifa undir. Þannig getur oddamaður reynt að ná samstöðu allra fulltrúa en ef það tekst ekki þá verður oddamaður að reyna að ná samstöðu annað hvort með fulltrúum stéttarfélagsins eða með fulltrúum ráðuneytis og stofnunar. Ef 3 af 5 nefndarmönnum skrifa undir úrskurðinn þá verður hann hluti af kjarasamningi félagsins. Félag íslenskra náttúrufræðinga vísar úrskurði til félagsdóms Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) vísaði sinni deilu við Rsp. til úrskurðarnefndar og úrskurður var kveðinn upp með undirritun oddamanns og fulltrúa heilbrigðisráðuneyt- is og stofnunar. FÍN skrifaði hins vegar ekki undir úrskurð- inn. FÍN hefur nú höfðað mál á hendur fjármálaráðherra fyrir félagsdómi og krafist þess að úrskurðurinn verði dæmdur ógildur. FíN heldur því fram að úrskurðurinn uppfylli ekki þær lágmarkskröfur sem gera verði til skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem ógerningur er fyrir nokkurn félagsmann FÍN sem starfar hjá Rsp. að átta sig á hvar hann raðast í launaflokk. Stefnan var lögð fram af hálfu FÍN þann 13. maí sl. og var það þingfest 25. maí sl. Óskað hefur verið eftir því að málið sæti flýtimeðferð og ætla má að það taki félagsdóm um 2- 6 vikur að komast að niðurstöðu. Starfi úrskurðarnefndar frestað Þann 25. maí tók oddamaður í úrskurðarnefnd Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Rsp. og SHR þá ákvörðun að fresta því að kveða upp úrskurð þar til félagsdómur hefur komist að niðurstöðu í máli FÍN gegn fjármálaráðherra. Þegar þetta er skrifað stendur málið því þannig að beðið er með að Ijúka störfum úrskurðarnefndar þar til niður- staða fæst í máli FÍN gegn fjármálaráðherra. Búist er við þeirri niðurstöðu í júní eða byrjun júlí. Tillögur fulltrúa SHR, Rsp. og heilbrigðis- ráðuneytisins í úrskurðarnefnd Fulltrúar SHR, Rsp. og heilbrigðisráðuneytisins lögðu fram tillögur sínar að úrskurði í úrskurðarnefnd. í þeim tillögum er m.a. kveðið á um að lágmarksröðun í hverjum ramma verði A1, B1 og C1 og mat á viðbótarmenntun verði mun lakara en það var í eldra launakerfi. Gert er ráð fyrir að heimilt sé að meta ýmsa þætti í starfinu til hækkunar s.s. hvort starfið krefjist faglegrar ábyrgðar umfram það sem almennt gerist eða hvort starfið feli í sér sérstaklega flókin eða vanda- söm/sérhæfð verkefni. Það er hins vegar algerlega á valdi stofnunarinnar að ákveða og meta hvort greiða eigi hjúkr- unarfræðingum eitthvað fyrir þessa þætti. Reynsla hjúkr- unarfræðinga sem starfa á þessum stofnunum er sú að þar hefur ekkert verið greitt umfram lágmarksákvæði kjara- samninga. Ef tillögur Rsp. og SHR yrðu að úrskurði þá þýðir það að kjarasamningur á þessum stofnunum myndi tryggja hjúkrunarfræðingum lakari lágmarkskjör en eldri kjarasamningur! Tillögur þessara stofnana eru sérstaklega athyglisverðar í Ijósi þess að stór hluti hjúkrunarfræðinga á þessum stofnunum hefur lýst því yfir að hann muni hætta störfum þar 1. júlí nk. vegna lélegra launakjara! Nafn höfundar vantaði Greinin „Um lágmarkshvíld og hámarksvinnutíma" sem birtist í siðasta tölublaði tímaritsins var eignuð Vigdísi Jónsdóttur einni. Hið rétta er að Birgir Björn Sigurjónsson var einnig höfundur greinarinnar. Er Birgir Björn hér með beðinn afsökunar á mis- tökunum. Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.