Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 47
Mynd 3 Menntun hjúkrunarfræðinga 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0% Hjúkrunarsk. BS-gráða frá Sérskipulagt Meistaragráða íslands HÍ eða HA nám í hjúkrun Aldursbreytan er fimmskipt: 1) 29 ára og yngri; 2) 30-39 ára; 3) 40-49 ára; 4) 50-59 ára; 5) sextug og eldri. Starfsaldursbreytan er fjórskipt: 1) 5 ár og skemur; 6-15 ár; 16-25 ár; 25 ár og lengur. Breytan starfsaldur á vinnustað er fjórskipt: 1) 3 ár eða skemur; 2) 3-5 ár; 3) 5- 10 ár; 4) 10 ár og lengur. Námi er skipt í þrjá flokka: 1) hefur lokið prófi frá Hjúkrunarskóla (slands; 2) hefur lokið B.S. gráðu í hjúkrun; 3) hefur lokið framhaldsmenntun í hjúkrun, Ijósmóðurnámi, meistaranámi eða doktorsnámi. Starfshlutfalli er skipt í 4 flokka: 1) fullt starf við hjúkrun, 2) 80-90% starf, 3) 60-75% starf og 4) 50% eða minna. Stofnanabreytunni er skipt í 4 flokka: 1) sjúkrahús; 2) heilsugæslustöð; 3) hjúkrunar- og dvalarheimili; 4) einka- fyrirtæki eða einkastofnun, félags- eða hagsmunasamtök og opinberar stofnanir sem ekki eru sjúkrastofnanir. Stöðubreytunni er skipt í 4 flokka: 1) almennir hjúkr- unarfræðingar; 2) aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar; 3) hjúkrunardeildarstjórar; 4) aðrir stjórnendur, en í þeim flokki eru hjúkrunarframkvæmdastjórar, hjúkrunarforstjórar, verkefnisstjórar og fræðslustjórar. í spurningalistanum var spurt um fjölmargar aðrar bakgrunnsbreytur en nefndar eru hér að ofan, s.s. hjúskaparstöðu, fjölda og aldur barna, hjúkrunarsvið, vaktavinnu og heilsuhegðun. Niður- stöður verða greindar eftir þessum bakgrunnsbreytum þegar búast má við að orsakasamhengi sé á milli þeirra og niðurstaðnanna. Þegar niðurstöður eru ekki reiknaðar sem meðaltöl eru þær birtar sem hlutfallstölur í töflum (tíðnitöflur) sem sýna hve mörg prósent í hverjum hópi bakgrunnsbreyta svöruðu á ákveðinn hátt. í tíðnitöflunum er notaður kí- kvaðratpróf (Chi-square) til að meta hvort munur milli bakgrunnsbreytuflokka var tölfræðilega marktækur. Þegar niðurstöður eru reiknaðar sem meðaltöl er stuðst við dreifi- greiningu (ANOVA) til að meta tölfræðilega marktækni. í þeim tilfellum, þegar tveir hópar eru bornir saman, eru notuð t-próf. Lýðfræði þátttakenda Eins og lýst er hér að framan endurspeglaði aldursdreifing þátttakenda á raunsannan hátt aldursdreifingu allra starfandi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tafla 1 sýnir ýmsar lýðfræðilegar breytur rannsóknarinnar. Þar kemur fram að flestir þátttakenda voru á aldrinum 40-49 ára (38,8%), stór meirihluti var giftur eða í sambúð (78,6%), rúmlega helmingur (59,4%) átti tvö eða þrjú börn (að meðaltali áttu þeir 2,17 (SD=1,25) börn) og álíka margir eru með B.S. próf í hjúkrun og með próf frá hjúkrunarskóla (42,5% á móti 46,1%). Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir væru eina fyrirvinna fjölskyldunnar og svöruðu 47 (21,5%) þeirra því játandi. Tafla 1. Lýðfræði þátttakenda Fjöldi Hlutfall (%) Aldur 29 ára og yngri 20 9,1 30-39 ára 59 26,9 40-49 ára 85 38,8 50-59 ára 42 19,2 sextug og eldri 11 5,0 Vantar svar 2 0,9 Kyn Kona 214 98,9 Karl 3 1,4 Vantar svar 2 0,9 Hjúskaparstaða Gift / kvæntur 137 62,6 Ógift / ókvæntur 20 9,1 Sambúð 35 16,0 Fráskilin/n 19 8,7 Ekkja /ekkill 5 2,3 Vantar svar 3 1,4 Fjöldi barna 20 ára og yngri Ekkert barn 25 11,4 1 barn yngra en 20 ára 50 22,8 2 börn yngri en 20 ára 70 33,2 3 börn yngri en 20 ára 22 10,0 4 börn yngri en 20 ára 7 3,2 Eingöngu uppkomin börn 38 17,6 Vantar svar 7 1,8 Síðasta prófgráða í hjúkrun Frá Hjúkrunarskóla eða Ljósmæðraskóla íslands 101 46,1 B. S. gráða í hjúkrun 93 42,5 Framhaldsnám á háskólastigi (meistaranám, doktorsnám, Ijósmóðurfræði) 9 4,1 Þrófgráða óþekkt 14 6,4 Vantar svar 2 0,9 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 287

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.