Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 47
Mynd 3 Menntun hjúkrunarfræðinga 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0% Hjúkrunarsk. BS-gráða frá Sérskipulagt Meistaragráða íslands HÍ eða HA nám í hjúkrun Aldursbreytan er fimmskipt: 1) 29 ára og yngri; 2) 30-39 ára; 3) 40-49 ára; 4) 50-59 ára; 5) sextug og eldri. Starfsaldursbreytan er fjórskipt: 1) 5 ár og skemur; 6-15 ár; 16-25 ár; 25 ár og lengur. Breytan starfsaldur á vinnustað er fjórskipt: 1) 3 ár eða skemur; 2) 3-5 ár; 3) 5- 10 ár; 4) 10 ár og lengur. Námi er skipt í þrjá flokka: 1) hefur lokið prófi frá Hjúkrunarskóla (slands; 2) hefur lokið B.S. gráðu í hjúkrun; 3) hefur lokið framhaldsmenntun í hjúkrun, Ijósmóðurnámi, meistaranámi eða doktorsnámi. Starfshlutfalli er skipt í 4 flokka: 1) fullt starf við hjúkrun, 2) 80-90% starf, 3) 60-75% starf og 4) 50% eða minna. Stofnanabreytunni er skipt í 4 flokka: 1) sjúkrahús; 2) heilsugæslustöð; 3) hjúkrunar- og dvalarheimili; 4) einka- fyrirtæki eða einkastofnun, félags- eða hagsmunasamtök og opinberar stofnanir sem ekki eru sjúkrastofnanir. Stöðubreytunni er skipt í 4 flokka: 1) almennir hjúkr- unarfræðingar; 2) aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar; 3) hjúkrunardeildarstjórar; 4) aðrir stjórnendur, en í þeim flokki eru hjúkrunarframkvæmdastjórar, hjúkrunarforstjórar, verkefnisstjórar og fræðslustjórar. í spurningalistanum var spurt um fjölmargar aðrar bakgrunnsbreytur en nefndar eru hér að ofan, s.s. hjúskaparstöðu, fjölda og aldur barna, hjúkrunarsvið, vaktavinnu og heilsuhegðun. Niður- stöður verða greindar eftir þessum bakgrunnsbreytum þegar búast má við að orsakasamhengi sé á milli þeirra og niðurstaðnanna. Þegar niðurstöður eru ekki reiknaðar sem meðaltöl eru þær birtar sem hlutfallstölur í töflum (tíðnitöflur) sem sýna hve mörg prósent í hverjum hópi bakgrunnsbreyta svöruðu á ákveðinn hátt. í tíðnitöflunum er notaður kí- kvaðratpróf (Chi-square) til að meta hvort munur milli bakgrunnsbreytuflokka var tölfræðilega marktækur. Þegar niðurstöður eru reiknaðar sem meðaltöl er stuðst við dreifi- greiningu (ANOVA) til að meta tölfræðilega marktækni. í þeim tilfellum, þegar tveir hópar eru bornir saman, eru notuð t-próf. Lýðfræði þátttakenda Eins og lýst er hér að framan endurspeglaði aldursdreifing þátttakenda á raunsannan hátt aldursdreifingu allra starfandi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tafla 1 sýnir ýmsar lýðfræðilegar breytur rannsóknarinnar. Þar kemur fram að flestir þátttakenda voru á aldrinum 40-49 ára (38,8%), stór meirihluti var giftur eða í sambúð (78,6%), rúmlega helmingur (59,4%) átti tvö eða þrjú börn (að meðaltali áttu þeir 2,17 (SD=1,25) börn) og álíka margir eru með B.S. próf í hjúkrun og með próf frá hjúkrunarskóla (42,5% á móti 46,1%). Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir væru eina fyrirvinna fjölskyldunnar og svöruðu 47 (21,5%) þeirra því játandi. Tafla 1. Lýðfræði þátttakenda Fjöldi Hlutfall (%) Aldur 29 ára og yngri 20 9,1 30-39 ára 59 26,9 40-49 ára 85 38,8 50-59 ára 42 19,2 sextug og eldri 11 5,0 Vantar svar 2 0,9 Kyn Kona 214 98,9 Karl 3 1,4 Vantar svar 2 0,9 Hjúskaparstaða Gift / kvæntur 137 62,6 Ógift / ókvæntur 20 9,1 Sambúð 35 16,0 Fráskilin/n 19 8,7 Ekkja /ekkill 5 2,3 Vantar svar 3 1,4 Fjöldi barna 20 ára og yngri Ekkert barn 25 11,4 1 barn yngra en 20 ára 50 22,8 2 börn yngri en 20 ára 70 33,2 3 börn yngri en 20 ára 22 10,0 4 börn yngri en 20 ára 7 3,2 Eingöngu uppkomin börn 38 17,6 Vantar svar 7 1,8 Síðasta prófgráða í hjúkrun Frá Hjúkrunarskóla eða Ljósmæðraskóla íslands 101 46,1 B. S. gráða í hjúkrun 93 42,5 Framhaldsnám á háskólastigi (meistaranám, doktorsnám, Ijósmóðurfræði) 9 4,1 Þrófgráða óþekkt 14 6,4 Vantar svar 2 0,9 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.