Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 23
ÞAÐ ER ENGIN HEILSA ÁN GEÐHEILSU Vinir Zippý til íslands Stýrihópur um verkefnið hér á landí var settur á stofn í byrjun árs 2005 og gengið hefur verið frá samningi við „Partnership for Children" til tveggja ára. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um frekari framlengingu samningsins. Greinar- höfundur, sem hefur umsjón með verk- efninu, sótti námskeið í höfuðstöðvum „Partnership for Children" í London þar sem kennt var að nota námsefnið. Auk verkefnisstjóra sóttu námskeiðið kennari, leikskólakennari og skólahjúkrunarfræð- ingur sem einnig er menntaður kennari. Námsefnið hefur verið þýtt á íslensku og er þýðingin forprófuð skólaárið 2005-2006 í leikskólanum Maríuborg, Ingunnarskóla og nýja grunnskólanum í Norðlingaholti. Það eru kennararnir, sem sóttu námskeiðið í London, sem kenna námsefnið. Eftir að þýðingin hefur verið forprófuð, og vankantar sniðnir af, er stefnt að því að taka námsefnið upp í grunnskólum víða um land haustið 2006, að undangengnu námskeiði fyrir kennara sem Lýðheilsustöð mun standa fyrir. Þá er einnig stefnt að því að meta gagnsemi námsefnisins með sömu aðferðum og áður hafa verið notaðar þannig að um alþjóðlegan samanburð geti orðið að ræða. Þegar námsefnið er tekið upp er mikilvægt að allir fagaðilar, sem vinna með börnum í skólum, verði þátttakendur. Þannig fæst heildræn nálgun, sem leiðir til góðs árangurs. Þróun og endurskoöun á námsefninu Vinir Zippý hefur frá upphafi veriö styrkt með framlögum frá GlaxoSmithKline. (http://www. partnershipforchildren.org.uk/fundraising/ fundraising. 2.html), Erum við góð fyrirmynd barnanna okkar? Eins og fram hefur komið er góð geðheilsa og líðan sú undirstaða sem gerir fólk fært um að finna tilgang með lífinu og vera virkir og skapandi þjóðfélagsþegnar (WHO, 2005a). Almenn geðrækt, og lífsstíll sem stuðlar að góðri geðheilsu, er því forsenda þess að þessu markmiði verði náð og þar koma geðorðin 10 og geðræktarkassinn að góðum notum fyrir alla aldurshópa. Sem foreldrar látum við okkur miklu skipta hvernig líkamlegri heilsu barna okkar er háttað. Við sjáum þeim fyrir hollu fæði, verjum þau fyrir kulda og vosbúð og hvetjum þau til að hreyfa sig. En hugum við nægilega vel að andlegu og tilfinningalegu heilbrigði þeirra? Veitum við því næga athygli hvernig þeim líður bæði innra með sér og í samskiptum við aðra - og með hvaða hætti þau takast á við erfiðleika og vonbrigði? Erum við góð fyrirmynd barna okkar í þessum efnum? Allir - börn jafnt sem fullorðnir takast á við vandamál og erfiðleika. Við sem fullorðin erum lendum í deilum og ósamkomulagi, finnum fyrir öryggisleysi og leiða í starfi, náin tengsl geta endað með vinslitum og við syrgjum nákomna vini og ættingja sem falla frá. Við getum ekki alltaf talað um það hvernig okkur líður. Börn lenda í alls konar erfiðleikum, t.a.m. hversdaglegum atburðum eins og rifrildi á skólalóðinni, afbrýðisemi í garð yngri systur eða bróður. Einnig alvarlegri vandamálum sem geta t.d. tengst dauða nákomins ættingja, því að byrja í nýjum skóla eða verða fyrir einelti. Ef okkur tekst að finna áhrifaríkar leiðir til að takast á við erfiðleika og vonbrigði verður vanlfðanin minni. Fyrir börn jafnt sem fullorðna er lykillinn að góðum árangri sá sami. Því fleiri leíðir sem hægt er að nota til að leysa vandamál, því meiri líkur eru á farsælli lausn. Námsefnið Vinir Zippý hefur verið samið sérstaklega með þetta í huga. Það hjálpar börnum að öðlast færni sem getur nýst þeim í glímunni við margvísleg vandamál sem upp kunna að koma og gerir þeim kleift að njóta lífsins betur - jafnt sem börn og síðar meir sem fullorðið fólk. Heimildaskrá Beaglehole, R., Bonita, R., Horton, R., Adams, O., og McKee, M. (2004). The Lancet, 363, 2084- 2086. Breslow, L. (1999). From Disease Prevention to Health promotion. Journal of the American Medical Assosiation, 281, 1030-1033. Bale, C. (2003). Early start to suicide prevention: Children's Programms shows promising results. Suicidologi, 8(2), 16-18. Elín Ebba Ásmundsdóttir (2005). Sagan um geðræktarkasann. http://www.lydheilsustod. is/fraedsla/fraedsluefni/gedraekt/nr/1457. Jané-Llopis, E., og Anderson, P. (2005). Mental Health Promotion and Mental Disorder Prevention. A policy for Europe. Nijmegen: Radboud University, Nijmegen. Lazarus, R.S., og Folkman, S. (1984). Stress, Appraisal and Coping. New York: Springer Publishing Company. Mishara, B.L., og Ystgaard, M. (í prentun). Effectiveness of a Mental Health Promotion Program to improve Coping Skills in Young Children Zippy's Friends. Early Childhood Research Quarterly. Saxena, S., og Garrison, P.J. (ritstj.) (2004). Mental Health Promotion. Case Studies from Countries. A Joint Publication of the World Federation for Mental Health and the World Health Organization. World Health Organization (WHO) (2005a). Mental health: facing the challenges, building solutions. Report from the WHO European Ministerial Conference. Kaupmannahöfn: Höfundur. World Health Organization (WHO) (2005b). Child and Adolescent Mental Health Policies and Plans. Mental Health Policy and Service Guidance Package. Genf: Höfundur. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.