Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL STARFSUMHVERFI HJÚKRUNARFRÆÐINGA Elsa B. Friðfinnsdóttir Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn hátíðlegur í ár undir yfirskriftinni Gott starfsumhverfi: Fyrirmyndar vinnu- staðir = góð hjúkrun (Positive practice environment: Quality workplace = quality patient care). Þessu jákvæða viðhorfi er sérstaklega beint til stjórnenda og þeirra sem völdin hafa sem hvati til að við- komandi leggi sérstaka áherslu á starfs- umhverfi hjúkrunarfræðinga, nú á tímum alþjóðlegrar manneklu í hjúkrun. í þeim gögnum, sem Alþjóðasamtök hjúkrunar- fræðinga (ICN) sendu til hjúkrunarfélaga um allan heim í tilefni dagsins, er bent á ýmsa þætti sem stjórnendur ættu að hafa í huga varðandi starfsumhverfi og áhrif þess á starfsánægju hjúkrunarfræðinga og ekki síður á gæði hjúkrunarþjónustunnar. í gögnunum er einnig bent á ýmis vandamál sem þjóðir heims glíma við og lúta að heilbrigðisþjónustunni og mönnun hennar. Um allan heim er aukin eftirspurn eftir heil- brigðisþjónustu þó mikill munur sé á eðli þeirrar eftirspurnar, þ.e. frá hátækniþjón- ustu á Vesturlöndum til grunnþjónustu í þróunarríkjunum. Þó þarfirnar séu þannig ólíkar glíma allar þjóðir við það að fjármagn til þjónustunnar er takmarkað og ekki síður glíma þjóðir heims við manneklu, ekki hvað síst í hjúkrun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setti í fyrra þennan alþjóðlega skort á mannafla í heilbrigðisþjónustunni, þar með alvar- legan skort á hjúkrunarfræðingum, fram sem eitt meginverkefni stofnunarinnar. Þessi skortur kemur í veg fyrir að þau markmið náist sem sett hafa verið varð- andi heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Auk þess kemur hann í veg fyrir að þörfum fyrir heilbrigðisþjónustu sé full- nægt, ekki hvað síst í þróunarríkjunum, þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki fer hratt vaxandi. Hjúkrunarfræðingar þar sækja í betra starfsumhverfi og betri laun á Vesturlöndum en Bandaríkin og Bretland hafa t.d. verið stórtæk í innflutningi á hjúkrunarfræðingum. Árið 2000 fóru um 500 hjúkrunarfræðingar frá Ghana í leit að betra starfsumhverfi og betur launuðum störfum, en það sama ár útskrifuðust einungis um 250 hjúkrunarfræðingar þar í landi. Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til þess að þjóðir heims virði mann- aflaþörf þróunarríkjanna þegar kemur að aðgerðum þeirra til að bæta úr vandanum heima fyrir. Þó ástæður skorts á hjúkrunarfræð- ingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki séu margar og flóknar bendir þó margt til þess að starfsumhverfið sé einn lykilþátt- anna. Á sama tíma og gerð er krafa um hágæðahjúkrunarþjónustu er hjúkrunar- fræðingum ætlað að vinna í umhverfi mikils vinnuálags, ófullnægjandi aðstoðar, mis- góðrar stjórnunar, árekstra við aðra starfs- hópa og svona mættí áfram telja. í gögn- unum frá ICN er m.a. vitnað til rannsókna sem sýna að þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í Bretlandi sækir ekki um hjúkrunarleyfi og er skýringin á því talin neikvæð reynsla af starfsumhverfinu í klínísku námi þeirra. Önnur rannsókn, gerð í Bretlandi, Skotlandi, Þýskalandi, Kanada og Bandaríkjunum, sýndi að 22% hjúkrunarfræðinga ætluðu að hætta að starfa við hjúkrun innan árs. Sterk tengsl voru á milli streitu í starfi, starfsánægju, hollustu og áætlana hjúkrunarfræðinganna að hætta að starfa við hjúkrun. Jákvætt og gott starfsumhverfi dregur úr starfsmannaveltu og það bætir aftur starfs- andann, eykur samfellu í meðferð og leiðir til betrí árangurs meðferðar. Að skapa gott starfsumhverfi hlýtur að vera samstarfs- verkefni stjórnenda heilbrigðisstofnana og einstakra starfseininga, félagsins, stjórn- valda og ekki síst hjúkrunarfræðinga sjálfra. Fjöldi rannsókna, innlendra og erlendra, hefur leitt í ijós að deildarstjórar gegna stóru hlutverkí í starfsánægju hjúkrunar- fræðinga. Þeir eru í lykilstöðu við að tryggja að þær kröfur, sem gerðar eru til hvers hjúkrunarfræðings, séu í samræmi við þekkingu og færni hans, að hjúkrunar- fræðingum finnist þeir hafi áhrif á störf sín, og að þeim finnist störf sín metin að verð- leikum. Hið síðasttalda er auðvitað einnig viðfangsefni kjarafélags hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda og endurspeglast f kjara- samningum á hverjum tíma. Félagið þarf einnig að vera málsvari hjúkrunarfræðinga gagnvart stjórnvöldum og almenningi. Hjúkrunarfræðingar geta stuðlað að góðu starfsumhverfi m.a. með góðum sam- skiptum við samstarfsfólk, með viðhaldi menntunar sinnar, með því að sína faginu og öðrum hjúkrunarfræðingum virðingu og með því að styðja samstarfsmenn í verk- efnum þeirra. Enginn einn aðili er ábyrgur fyrir því að skapa hjúkrunarfræðingum gott starfs- umhverfi og stuðla þannig að því að vinnustaðurinn verði til fyrirmyndar og að þar sé veitt gæðahjúkrun. Eins og með flest sem til framfara horfir er samvinna margra best. Með samvinnu og sam- stöðu næst mesti árangurinn. Ég vil að lokum þakka hjúkrunarfræð- ingum það traust sem þeir sýna mér með því að fela mér áfram formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fram undan eru stór verkefni sem ég heiti að leggja mig fram um að leysa eins vel og mér er unnt. Ég vonast jafnframt til að eiga gott samstarf við hjúkrunarfræðinga hér eftir sem hingað til. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.