Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 28
5. Hvatning og stuðningur til að sinna persónulegum þáttum, s.s. hreinlæti, umhirðu nánasta umhverfis, hreyfingu, mataræði og heilsufarseftirliti með því að fara reglulega í eftirlit á heilsugæslu eða í viðtöl hjá meðferðaraðila. 6. Fræðsla og stuðningur við skjólstæðing og ættingja. Ráðleggingar hvar hægt er að fá frekari stuðning og fræðslu. 7. Samhæfing á þjónustu við þjónustu- þega, samskipti við hinar ýmsu stofnanir og þjónustuaðila sem sinna málefnum hans. 8. Stuðningurog ráðgjöf við þjónustuaðila (t.d. starfsfólk á vernduðum heimilum og aðra þjónustuaðila). Eftirfylgni Eitt aðalmarkmið meðferðar heima- geðhjúkrunar er að reyna að koma f veg fyrir endurteknar innlagnir einstaklinga með geðröskun á sjúkrahús með því að styðja sjúklinga í því að læra að lifa með sinn sjúkdóm og takast á við kröfur daglegs lífs. Til þess að sjúklingar með langvinn líkamleg og geðræn veikindi nái að haldast í jafnvægi er mikilvægt að þeir fái stöðugt eftirlit og meðferð. í því felst m.a. að fylgjast með að sjúklingarnir eigi lyf og taki þau inn. Þessi vinna er afar mikilvæg því ein af aðalástæðunum fyrir endurinnlögn er sú að skjólstæðingarnir hætta gjarnan að taka inn lyfin sín þegar þeir eru heima. Starfsmenn teymisins verða að vita hvað er að gerast í lífi sjúklinganna svo að þeir hafi tækifæri að grípa inn í og hjálpa. Það skiptir miklu máli að hjúkrunarfræðingur eða aðrir starfsmenn teymisins, sem þekkja sjúklingana, komi reglulega til þeirra. Það gerir meðal annars lyfjaeftirlit auðveldara. Einnig geta starfsmenn komið upplýsingum um ástand einstaklinganna fyrr á framfæri við geðlækni. Mikilvægt er að samskiptin séu þétt svo að hægt sé að sjá hvort sjúkdómurinn er að versna eða hvort hætta er á bakslagi. Þá er hægt að grípa inn í til að hindra að sjúkdómurinn þróist á alvarlegra stig með t.d. geðrofseinkennum eða sjálfsvígshættu. Geðsjúkdómasaga sjúklingsins er mjög hjálpleg til að átta sig á þeim einkennum sem geta verið vísbending um að bakslag sé í aðsigi. Endurhæfing er ferli sem gengur út á að hjálpa sjúklingum til að ná aftur sem mestri færni. Með endurhæfingu er reynt að hjálpa þeim að komast yfir hindranir með því að fylgja eftir meðferð sem er líkleg til að bæta sem best má aðstæður þeirra. Einstaklingar, sem eru alvarlega andlega veikir, eru líklegir að hafa bæði frumeinkenni og afleidd einkenni síns sjúkdóms. Frumeinkennin orsakast af sjúkdómnum, s.s. ranghugmyndir og ofskynjanir hjá fólki með geðklofa, eða þunglyndi og oflæti hjá einstaklingum með geðhvörf. Einkenni, sem koma í kjölfar geðsjúkdóms, eru iðulega óbein afleiðing sjúkdómsins, t.d. einmanaleiki og félagsleg einangrun. Einn liður endurhæfingar byggist á að rjúfa þá félagslegu einangrun sem andlega veikir einstaklingar búa við. Þeir búa oft einir og hafa lítið samneyti við aðra. Dagarnir eru innihaldslitlir og þeim finnst lífið tilgangslaust. Það er því stór þáttur í starfi geðteymisins að reyna að rjúfa þessa félagslegu einangrun og finna hvaða afþreying er í boði og hvað henti viðkomandi. Þeir einstaklingar, sem teymið sinnir, eru oft þeir sem verst eru staddir og eru með alvarlega langvinna geðsjúkdóma. Það eru ýmsir innri þættir sem þarf að virkja hjá geðsjúklingi til að endurhæfing hans verði sem árangursríkust. Má þar nefna eflingu vonar sem er ein grunnforsenda þess að hann eigi þess kost að endurheimta tilgang með lífinu. Til þess að öðlast von þurfa einstaklingar að sjá og viðurkenna vandamálið. Þeir þurfa að hafa vilja til að breyta, horfa á getu fremur en veikleika, horfa fram á við í stað þess að festast í því liðna og fagna litlu skrefunum í átt að bata fremur en búast við að breytingar gerist á stuttum tíma. Þegar sjúklingurinn þarf að fara að standa á eigin fótum úti í samfélaginu þarf hann aðstoð. Við útskrift af sjúkrahúsi er hann kominn í stöðugt ástand og laus við alvarleg einkenni sjúkdómsins. Þrátt fyrir að það hafi verið varið miklum tíma í að kenna sjúklingum færni sem nauðsynleg er til að geta lifað í samfélaginu, þá nýtist það þeim oft ekki eftir útskrift. Þetta skýrist að hluta til af því að þeir eiga erfitt með að yfirfæra þekkinguna og samræma hana nýjum aðstæðum utan sjúkrahússins. Margir einstaklingar með geðröskun hafa einnig tilhneigingu til að finnast allt nýtt valda sér streitu. Þeir neyðast því oft til að forðast nýja reynslu og nýjar aðstæður. í mörgum tilfellum skortir þá færni til að sjá um sig sjálfir, eiga til dæmis erfitt með að kaupa inn, nýta sér almenningssamgöngur og gera áætlanir. Þeir eiga oft í erfiðleikum með að umgangast annað fólk og eru mikið háðir stofnunum, til dæmis sjúkrahúsinu. Þegar einstaklingur þiggur þjónustu frá geðteyminu er byrjað á því að starfsmaður teymisins og skjólstæðingurinn setjast niður og setja sér markmið með þjónustunni. Skjólstæðingurinn er þá í mörgum tilfellum nýútskrifaður af sjúkrahúsi. Mörgum getur reynst þrautin þyngri að fóta sig aftur úti í samfélaginu eftir alvarleg veikindi. Sjúklingum finnst þeir vera hjálparlausir og háðir öðrum, hafi lítið val eða stjórn á eigin lífi. Mikilvægt er að styrkja einstaklinginn og gera hann virkan og ábyrgan f eigin bataferli, hann finni að hann geti haft áhrif á líðan sína og þá þjónustu sem hann fær. Framtíðarsýn Þjónusta við einstaklinga, sem eiga við langvinnan geðsjúkdóm að stríða, er erfiður og viðkvæmur þjónustuflokkur, sérstaklega þar sem þessir sjúklingar þurfa frekar en aðrir á langtímastuðningi að halda. Þjónustuaðilinn þarf jafnframt að gera ráð fyrir að hafa tíma og svigrúm til að geta aukið við þjónustuna ef skjólstæðingurinn fer að veikjast aftur. í upphafi voru oft langir biðlistar sem tók geðteymið um eitt ár að vinna úr en nú orðið kemur sjaldan fyrir að það sé bið eftir þjónustunni. Þó má lítið út af bregða með þann mannafla sem teymið hefur til umráða. Þar sem starfsemi teymisins er mjög víðtæk og krefst töluverðrar sérþekkingar tekur það langan tíma að þjálfa nýja starfsmenn. Verkefni, sem munu kalla á aukna þjálfun og sérþekkingu í framtíðinni, eru meðal annars að geta sinnt öldruðum svo vel sé. í dag er töluvert leitað til teymisins vegna aldraðra einstaklinga með þunglyndi og gera má ráð fyrir því að sá málaflokkur verði stærri á Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.