Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 22
hjartastopp verður út frá öndunarstoppi, svo sem hjá börnum, vegna drukknunar, astma og eftir vissar lyfjaeitranir. Hlutfallið milli hjartahnoðs og blásturs er nú 30 á móti 2. Ýta skal kröftuglega (4-5 cm) niður á miðjan brjóstkassa um 100 sinnum á mínútu. Mikil áhersla er lögð á að draga ekki að hefja endurlífgun né að truflanir eða stopp verði á hjartahnoði. Mikilvægt er að skipta um þann sem hnoðar á tveggja mínútna fresti. Sé sjúklingur liggjandi í rúmi þarf að koma bretti undir hann sem fyrst. Langvinnt hjartahnoð er líkamlega erfitt. Ef hægt er að útvega lágan pall til að standa á gerir það hjartahnoð mun auðveldara. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigðis- starfsfólk, hvort heldur sem er innan eða utan sjúkrahúss, hnoðar ekki nógu vel. Oft er hnoðið ekki nægilega fast og of oft er hnoðið ekki nógu samfellt. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að hjartahnoði er ekki beitt í allt að 48% af tímanum sem einstaklingur er í hjartastoppi og þess vegna er lögð mikil áhersla á samfellu í hnoðinu í nýju leiðbeiningunum. Þegar veitt er öndunaraðstoð skal opna öndunarveginn eins og fyrr hefur verið lýst og taka utan um nasirnar á þeim meðvitundarlausa með þeirri hendi sem er á enninu. Svo skal blása í eina sekúndu inn lofti og sjá brjóstkassann lyftast. Mælt er með að nota öndunarmaska (pocket mask). Varast skal að blása of miklu lofti ofan í sjúklinginn. Það getur reynst skaðlegt þar sem við of mikinn blástur hækkar þrýstingur inni í brjóstholinu of mikið þannig að blóðflæði til hjartans skerðist og útflæði þess einnig. Dregur það úr lífslíkum þeirra sem eru í hjartastoppi. 3. Hjartarafstuö Þrátt fyrir að mikil áhersla só lögð á hjartahnoð er það hjartarafstuðið sem skiptir mestu máli í endurlífgun. Mikilvægt er að hefja strax grunnendurlífgun með hjartahnoði og blástursmeðferð þegar að meðvitundarleysi og öndunarstopp er staðfest en ekki byrjað á því að blása tvisvar eins og áður var. Mikilvægara er að viðhalda blóðflæði en að koma súrefni í blóðið enda hafa rannsóknir sýnt að á fyrstu mínútunum eftir hjartstopp er súrefnisinnihald blóðsins enn þá mikið. Undantekning frá þessari reglu er ef Tafla 1 Orsakir sem hægt er að meðhöndla Tamponade Hyperkalemia/hypokalemia Toxins - Tablets Hypoxia Tension pneumothorax Hypothermia Thrombosis (cardiac/pulmonary Hypovolemia Mynd 2. Sleglatif Mynd 3. Púlslaus sleglahraðtakur 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.