Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 30
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is LITIÐ UM ÖXL 100 ÁRA HJÚKRUNARKONA Ragnheiður Friðrika Svanlaugsdóttir átti 100 ára afmæli þann 15. maí sl. og var myndin hér fyrir neðan tekin við það tækifæri. Ragnheiður er hér með tveimur systrum sínum frá vinstri þeim Huldu og Helgu. Þær systur voru 10 talsins í 15 barna hópi og fóru fjórar þeirra í hjúkrun, auk þeirra þriggja sem eru á myndinni, Eva sem látin er fyrir nokkrum árum. 11 börn komust upp af þessum stóra barnahópi, 8 stúlkur og 3 drengir. Afkomendur þeirra systranna hafa margir fetað í fótspor mæðranna og lagt fyrir sig störf innan heilbrigðiskerfisins. Hulda á fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Af þremur dætrum eru tvær hjúkrunarfræðingar, Eva og Svanhildur Thorsteinsen og annar sona hennar er læknirinn Baldur P. Thorstensen. Helga á tvær dætur sem báðar eru hjúkrunarfræðingar, Aðalbjörg Finnbogadóttir og Svanlaug Finnbogadóttir. Ragnheiður á tvo syni en annar þeirra er læknirinn Þórarinn Sveinsson. Einn af bræðrum þeirra systra, Þorsteinn sem er látinn átti þrjár dætur, ein þeirra, Rósa er hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir og önnur, Hulda er sjúkraþjálfi. Systurnar Hulda, Helga og Ragnheiður Svanlaugsdætur Sitjandi frá vinstri Helga og Hulda og standandi Ragnheiður og Eva Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga heimsótti Ragnheiði í tilefni afmælisins. Hún er vel ern, segist hafa farið snemma að heiman eða upp úr fermingu, svo lá leiðin í lýðháskóla í Danmörku og þaðan í Hjúkrunarskóla íslands. Aðspurð hvort ekki hafi verið strangar reglur í skólanum segir hún svo hafa verið en þær hafi verið duglegar að fara í kringum þær, „því ef reglur eru of strangar reynir fólk að fara í kringum þær ef það er einhver dugur í því.” Að námi loknu fór hún í framhaldsnám í skurðstofu- og röntgenhjúkrun við General Hospital í Birmingham og var þar í hálft annað ár. Hún segist hafa kunnað mun betur við Dani en Breta, þeir séu ekki eins skemmtilegir, svona líkari okkur íslendingum. Eiginmaður Ragnheiðar var Sveinn Hallgrímsson, verkstjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur og hætti Ragnheiður að vinna eins og þá tíðkaðist þegar hún var að koma upp sonum sínurm tveimur, Þórarni og Svanlaugi. Hún vann svo á Landspítalanum og í heimahjúkrun, við Sólheimasjúkrahúsið, Hvítabandið og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hún segir hjúkrunarkonur hafa verið fáar og mikið álag á þeim. Hún hafi t.d. verið ein á næturvakt á einni deildinni á Landspítalanum og farið fótgangandi og með strætisvögnum í fjölmargar vitjanir þegar hún var í heimahjúkrun. 28 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.