Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 11
FRÆÐSLUGREIN Kristrún Þórkelsdóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir þjálfun heilbrigðisstarfsmanna fer fram á þennan hátt. Ýmislegt bendir til að heppilegt sé að skapa aðstæður þar sem heilbrigðisstarfsfólk tekst á við vandamál í umhverfi þar sem líkt er eftir raunverulegum aðstæðum (McFadden, Towell og Stock, 2004). Hermar (e. simulators) hafa verið notaðir við þjálfun í ýmis störf, s.s. í hernaði, í iðnaði, í flugi og við stjórnendaþjálfun. Scerbo, Bliss, Schmidt og Thompson (2006) sýndu með rannsókn sinni fram á að hægt er að bæta öryggi sjúklinga með því að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að nota herma við þjálfun. Þannig getur heilbrigðisstarfsmaður lært af mistökum sínum án þess að sjúklingnum standi ógn af og starfsmaðurinn getur þjálfað ákveðna færni án þess að ófyrirséðir atburðir (breytingar á ástandi sjúklings) hafi áhrif þar á. Ýmsar leiðir eru færar til þess að þjálfa og viðhalda þekkingu starfsfólks á tæki. Fræðsla um tækið og virkni þess er nauðsynleg en þegar ekki er unnið með tæki á hverjum degi er hætt við að þekking og færni starfsmannsins tapist niður. Tækjaþjálfun getur stuðlað að því að viðhalda þekkingu og færni starfsmanna. Tækjadagar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala-háskólasjúkrahúss Á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofu- sviði Landspítala-háskólasjúkrahúss voru nýverið haldnir tækjadagar. Á sviðinu eru atvik tengd tækjum önnur algengasta tegundskráðraatvika. Meðtækjadeginum var stuðlað að þjálfun starfsmanna á tæki án þess að sjúklingur væri tengdur við þau og öryggi sjúklinga og starfsmanna þannig eflt. Tækjadagarnir voru frumgerð (e. pilot study) að því hvernig standa megi að kennslu og þjálfun starfsfólks á tæki. Stjórnendur og starfsfólk sviðsins leggja áherslu á að unnið sé með bestu fáanlegu tæki og að þjálfun á þau sé fullnægjandi. Öllum hjúkrunarfræðingum, læknum og sjúkraliðum, alls 291 starsmanni, var boðið að taka þátt á tækjadögunum. Boðið var upp á þjálfun á tæplega 30 af um 140 tækjum sviðsins. Hér á eftir fer lýsing á því hvernig sú tækjaþjálfun, sem fram fór á tækjadögunum, var sett upp. Niðurstöður tækjadaga Tæplega helmingur starfsmanna sviðsins tók þátt í tækjadögunum. Það kom skýrt fram í athugasemdum starfsmanna að þeir voru ánægðir með undirbúning og framkvæmd tækjadaganna og starfsfólk vill að þeir verði árviss viðburður. Þátttakendur í verkefnishóp voru sammála um að það form, sem sett var upp við tækjaþjálfunina, hentaði öllum faghópum og forminu ætti ekki að þurfa að breyta til þess að ná til fleiri starfsmanna. Þessa gerð af tækjaþjálfun mætti hæglega yfirfæra á aðra gerð af starfsemi þar sem tæki verða sífellt algengari hluti af starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Framkvæmd tækjadaga 1. Settur var saman verkefnahópur með fulltrúum frá deildum sviðsins auk heilbrigðistæknideildar. 2. Hópurinn valdi tæki í samstarfi við starfsfólk. Lögð var áhersla á að velja tæki sem starfsfólk vinnur ekki með á hverjum degi. 3. Útbúnir voru gátlistar sem innihéldu helstu þætti sem starfsmaður þarf að þekkja til þess að vinna með viðkomandi tæki. 4. Leiðbeinendur voru fengnir til að leiðbeina á hvert tæki fyrir sig. Þeir komu úr röðum starfsfólks deildanna, frá heilbrigðistæknideild og frá fyrirtækjum sem flytja inn þau tæki sem boðið var upp á þjálfun á. 5. Tækjum var komið fyrir á einingum sviðsins. 6. Á tækjadögunum kom starfsmaður að tæki og fór í gegnum gátlistann með leiðbeinanda. Leiðbeinandinn staðfesti þátttöku starfsmannsins. 7. Stjórnandi hverrar einingar fékk skjal með lista yfir þá starfsmenn sem tóku þátt í deginum. Tækjadagarnir fóru fram eftir hádegi fimmtudaginn 29. mars og föstudaginn 30. mars. Dregið var úr starfsemi á skurðstofugangi á föstudeginum vegna skurð- og svæfingalæknaþings. Dagurinn var því nýttur til tækjaþjálfunar fyrir þá starfsmenn sem ekki sóttu þingið. Til stóð að halda starfsemi í lágmarki á fimmtudeginum líka og stuðla þannig að þátttöku lækna á deginum, en það gekk ekki. Lokaorð Þjálfun á tæki þarf ekki öll að fara fram á dögum sem þessum. Hún þarf að fléttast inn í starfsemi deildanna, bæði fyrir nýráðið starfsfólk og fyrir aðra starfsmenn. Yfirlit yfir þátttöku starfsmanna á dögunum gefur stjórnendum tækifæri til að fylgjast með þjálfun starfsmanna á tæki sviðsins og hver veit nema í framtíðinni verði gefin út „ökuskírteini" þar sem starfsmaðurinn hefur skjalfest á hvaða tæki hann hefur hlotið þjálfun. Heimildaskrá Baumann, A. (2007). Positive Practiœ Environments: Quaiity Workplaces = Quality Patient Care. Genf: Intemational Council of Nurses. European Commission (2007). Recommendation on Patient Safety. Brussel: High Level Group on Health Servioe and Medical Care - Patient Safety Working Group. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið (2007). Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og Landlæknisembættið. Lovísa Baldursdóttir (2003). Mistök í heilbrigðis- þjónustu. Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga, 79(1), 40. LSH (2007). Deild gæðamála og innri endurskoðu- nar (2007). Skilgreining LSH á atviki. Sótt 26. apríl 2007 á: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri. nsf/htmlpages/index.html. McFadden, K.L., Towell, E.R., og Stock, G.N. (2004). Critical success factors for controlling and managing hospital errors. The Quality Management Journal, 7 7(1), 61. Rechel, B., Dubois, C.A., og McKee, M. (2006). The Health Care Workforce in Europe. Learning from Experience. Towbridge: The Crownwell Press. Scerbo, M.W., Bliss, J.P., Schmidt, E.A., og Thompson, S.N. (2006). The efficacy of a medical virtual reality simulator for training phlebotomy. Human Factors, 48(1), 72. World Health Orgnaisation (2006). World Alliance for Patient Safety. Forward Programme 2006- 2007. París: WHO. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.