Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 34
fram hvernig vaktin þróast. Það er því mikilvægt að deildin hafi á að skipa faglega færu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við þennan breytileika og getur tekið á móti öllum sjúklingahópum. Gjörgæsludeildir LSH fá einnig til sín fjölbreyttan sjúklingahóp og veita hvor í sínu lagi sérhæfða meðferð. Á gjörgæslu- deildina í Fossvogi fara allir sjúklingar sem hafa orðið fyrir slysi og bruna. Á gjörgæsludeildinni við Hringbraut er veitt sérhæfð meðferð eftir hjartastopp og opnar hjartaaðgerðir. Sigríður B. Olgeirsdóttir, hjúkrunarfræð- ingurágjörgæsludeild LSH við Hringbraut, nefnir að hjúkrunarfræðingar, sem starfa á gjörgæsludeildum, axli alla jafnan mikla ábyrgð þegar þeir taka að sér hjúkrun mikið veikra sjúklinga. Þeir verða að vera með víðtæka þekkingu á lífeðlisfræði mannslíkamans, vinna vel undir miklu álagi og búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Hjúkrunarfræðingur á gjör- gæsludeild hefur sjálfstæða ábyrgð á klínískri hjúkrun. Hann kann skil á og notar flókinn tæknibúnað og notar sérþekkingu sína til að nauðsynleg læknisfræðileg gjörgæslumeðferð sé framkvæmd sam- kvæmt viðurkenndum aðferðum. Sigríður B. Stefánsdóttir og Gígja H. Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingar á gjör- gæsludeild LSH í Fossvogi, nefna að eftir- spurn eftir gjörgæsluplássum hefur aukist hin síðustu ár. Sjúklingarnir eru, að því er virðist, veikari og þurfa oft flókin inngrip þegar þeir leggjast á gjörgæslu. Sífellt bætast ný tæki eða tækni við. Þetta hefur bæði kosti og galla í för með sér. Hægt er að ganga lengra í meðferð hjá fólki sem á sér litla eða enga von. Það hvort alltaf er réttlætanlegt að beita tækninni vekur hins vegar upp margar siðferðilegar spurningar. Hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu tala oft um að þetta sé einn erfiðasti hluti gjörgæslu- hjúkrunar, það er að hjúkra og veita aðstandendum von gagnstætt þeirra eigin sannfæringu. Þó tæknin sé til staðar er ekki þar með sagt að það sé alltaf réttlætanlegt að beita henni og oft er erfitt að hætta meðferð sem þegar hefur verið hafin. Framtíð gjörgæsluhjúkrunar byggist í huga Sigríðar og Gígju á mannauðnum sem deildin býr yfir. Fullkomin tæki mega Fagdeild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Félagsmenn í Deild gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga voru 20 talsins árið 1982. Félagsmenn fagdeildarinnar eru í lok árs 2006 um 90 talsins. Aðalfundur fagdeildarinnar er haldinn ár hvert í apríl. Fréttabréf fagdeildarinnar heitir Árvekni. sín lítils ef ekki kemur til reynsla og kunn- átta fagfólks til að nota þau. Mannauðurinn er það sem mestu máli skiptir þó tækin gegni mikilvægu hlutverki. Mannauðurinn er svo aftur háður góðu starfsumhverfi þar sem stuðlað er að stöðugri endurmennt- un og framþróun. Sérstaða gjörgæslu- deildarinnar í Fossvoginum liggur ekki hvað síst í þessum mannauði og þeirri löngu starfsreynslu sem margir þar búa yfir. Nokkrir hjúkrunarfræðingar deildar- innar hafa 20-30 ára starfsreynslu en þeim fer því miður fækkandi. Sérnám í gjörgæsluhjúkrun Almennt tekur það hjúkrunarfræðinga um tvö ár að verða jafnvíga á alla þá sjúklinga- hópa sem leggjast inn á gjörgæsludeild- arnar ef þeir hafa ekki starfað áður við gjörgæsluhjúkrun og má segja að hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum séu með mikla og breiða þekkingu sem nýtist þeim ávallt, hvað sem þeir kjósa síðar að taka sér fyrir hendur. Tæknin og hin ýmsu tæki og tól er því ef til vill það sem helst aðskilur gjörgæsludeild frá almennri legudeild og eru framfarir og þróun þar örar. Ekki er krafist ákveðinnar sérfræði- menntunar á gjörgæsludeildum landsins en aðlögun með reyndum hjúkrunar- fræðingi er undanfari þess að hjúkrunar- fræðingur vinni sjálfstætt. í framtíðinni teljum við að skilyrði fyrir ráðningu á gjörgæslu verði sérfræðimenntun, svo sem diplóma í gjörgæsluhjúkrun eða að hjúkrunarfræðingur skuldbindi sig til að fara í þess konar nám. Síðustu fjögur ár hefur Háskóli íslands boðið upp á diplómanám í gjörgæsluhjúkrun. Alls hafa 17 hjúkrunarfræðingar útskrifast með diplóma í gjörgæsluhjúkrun sl. fimm ár. Ekki verður boðið upp á þetta nám næsta haust en fagdeildin hefur óskað eftir því við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands að diplómanám í gjörgæsluhjúkrun fari af stað haustið 2008. Námið er liður í því að styrkja gjörgæsluhjúkrun í landinu og ýta undir gagnreynda starfshætti sam- hliða því að auka sjálfstæði gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga. Stjórn Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga 2006-2007: Ásdís Guðmundsdóttir, formaður Hrönn Birgisdóttir, varaformaður Gígja H. Birgisdóttir, ritari Sigríður B. Stefánsdóttir, gjaldkeri Elísabet G. Þorkelsdóttir, meðstjórnandi. Heimildir Anna Stefánsdóttir (2006). Viðtal við Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra Landspítala- háskólasjúkrahúss, 10. ágúst 2006. Hjúkrunarfræðingatal (1992). III. bindi. Reykjavík: Hjúkrunarfélag íslands. Kristín Óladóttir (2007). Símaviðtal við Kristínu Óladóttur, fyrrverandi deildarstjóra gjörgæslu- deildar Borgarspítalans, 30. apríl 2007. Ragnheiður Kjærnested (2007). Samkvæmt tölvu- skeyti frá Ragnheiði Kjærnested, dagsettu 30. apríl 2007. Sigurlín M. Gunnarsdóttir (2000). Sjúkrahús verður til. Upphafog uppbygging hjúkrunarþjónustu Borgarspítalans í Reykjavík (bls. 167-169). Sjúkrahús Reykjavíkur. Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. B/194. 1982-1991. Sérgreinadeildir. Sólveig Jónsdóttir (2007). Símaviðtal við Sólveigu Jónsdóttur, fyrrverandi deildarstjóra gjörgæslu- deildar Landakotsspítala, 30. apn'l 2007. Þórarinn Ólafsson (1981). Svæfinga- og gjörgæs- ludeild.Landspítalinn 50 ára 1930-1980 (bls 179-182). Gunnar M. Magnússs tók saman. Reykjavík: Ríkisspítalar 1981. 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.