Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 42
Tafla 1. Þættir sem tengjast þörfum og ánægju foreldra Þáttur Heimild Tengsl Kyn foreldra Fisher, 1994. Mæður töldu þarfir tengdar veika barninu og upplýsingum marktækt mikilvægari en feður. Guðrún Kristjánsdóttir o.fl., 2005. Mæður töldu heildarmikilvægi þarfa sinna marktækt meira en feður. Kirschbaum, 1990, Marktæk fylgni var milli vægis þarfa og kyns foreldra. Kristjánsdóttir, 1995. Mæður töldu 15 af 43 fullyrðingum um þarfir sínar marktækt mikilvægari en feður. Lawoko og Soares, 2004. Mæður voru marktækt síður ánægðar með viðhorf starfsfólk en feður. Alvarleiki veikinda barns/Heilsufar barns Bragadóttir, 1999. Neikvæð fylgni mældist milli alvarleika veikinda barns og þess að hve miklu leyti foreldrum fannst þörfinni fyrir að taka þátt í líkamlegri umönnun barns vera fullnægt. Helga Bragadóttir o.fl., 2006. Jákvæð tengsl milli alvarleika veikinda barns að mati foreldra og heildarmikilvægis þarfa þeirra. Wanzer o.fl., 2004. Foreldrar barna við betri heilsu voru ánægðari með samskipti lækna og hjúkrunarfræðinga en foreldrar veikari barna. Ygge og Arnetz, 2001. Foreldrar barna við betri heilsu sögðu heilbrigðisstarfsfólk nota meira sjúklingsmiðuð samskipti en foreldrar veikari barna. Foreldrar, sem sögðu börn sín alls ekki veik, voru ánægðastir foreldra með upplýsingar um sjúkdóminn, en foreldrar sem svöruðu með „veit ekki“ (og tóku þar með ekki afstöðu) voru síst ánægðir. Aldur foreldra Bragadóttir, 1997, 1999. Eldri foreldrar töldu þörfina fyrir að treysta læknum betur fullnægt en yngri foreldrar. Fisher, 1994. Foreldrar 15-30 ára töldu mikilvægi ákveðinna upplýsinga maira en eldrí foreldrar. Lawoko og Soares, 2004. Ánægja foreldra með þjónustu hafði jákvæða fylgni við aldur foreldra. Menntun foreldra Bragadóttir, 1999. Neikvæð fylgni mældist milli þess hvernig foreldrum fannst ákveðnum upplýsingaþörfum, þörfum tengdum umhverfi og mannauði á sjúkrahúsinu og þörfum tengdum stuðningi og leiðsögn fullnægt. Guðrún Kristjánsdóttir o.fl., 2005. Helga Bragadóttir o.fl., 2006. Foreldrar með háskólapróf álitu heildarmikilvægi þarfa sinna minna en aðrir foreldrar. Upplýsingagjöf Homer o.fl., 1999. Vandamál við upplýsingagjöf til foreldra hafði sterka fylgni við mat foreldra á gæðum þjónustunnar. Magaret o.fi., 2002. Jákvæð fylgni reyndist milli ánægju foreldra og nægilegra upplýsinga sem foreldrar fengu. Patrick o.fl., 2003. Neikvæð fylgni reyndist milli heildaránægju foreldra og upplýsinga til foreldra. Samskipti Magaret o.fl., 2002. Jákvæð fylgni var milli ánægju foreldra og gæða samskipta læknis og foreldra. Maisels og Kring, 2005. Marktækur munur reyndist á ánægju foreldra með þjónustu á sjúkrahúsi milli hópa foreldra, sem fengu daglega heimsókn starfsmanns sem ræddi stuttlega við foreldra, og samanburðarhóps sem fékk engar slíkar heimsóknir. Tilraunahópurinn reyndist marktækt ánægðari. Wanzer o.fl., 2004. Reynsla foreldra af sjúklingsmiðuðum samskiptum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna hafði jákvæða fylgni við ánægju foreldra með samskipti við þessa heilbrigðisstarfsmenn. Reynsla foreldra af sjúklingsmiðuðum samskiptum hafði jákvæða fylgni við ánægju þeirra með hjúkrun og lækningar. Sálfélagsleg/Félagsleg virkni foreldra. Aasland o.fl., 1998. Ánægja foreldra barna með gigtarsjúkdóma var jákvætt tengd sálfélagslegri virkni þeirra. Lawoko og Soares, 2004. Félagsleg virkni foreldra hafði jákvæð tengsl við ánægju þeirra með læknisþjónustu, viðhorf starfsfólks og heildaránægju með þjónustu sjúkrahússins. Legulengd Bragadóttir, 1999. Jákvæð tengsl voru milli lengdar legu og þess að hve miklu leyti þörfinni fyrir upplýsingar um batahorfur barnsins og þörf foreldris fyrir þátttöku í ákvörðun um meðferð barns var fullnægt. Kristjánsdóttir, 1986. Jákvæð tengsl voru milli lengdar legu og þess hvernig foreldrar töldu að ákveðnum upplýsingaþörfum og þörfum tengdum umhverfi og mannauði væri fullnægt. Deild Helga Bragadóttir o.fl., 2006. Þegar bornar voru saman þrjár legudeildir barna, þ.e. lyfjadeild, skurðdeild og ungbarnadeild, og ein dagdeild reyndist þörfum foreldra á dagdeild marktækt betur fullnægt en foreldrum á lyfjadeild. 40 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.