Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL HÁTÆKNI OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA „Við þurfum að nota tæknina til að auka gæði hjúkrunar" sagði Kirsten Stallknecht, fyrrum forseti Alþjóðasamtaka hjúkrunar- fræðinga, ICN, í viðtali við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga sem birtist í 4. tbl. 1999. Viðtalið var tekið í tilefni þess að 21. öldin var að ganga í garð og umræðuefnið hjúkrun á nýrri öld. Kirsten sagði mjög mikilvægt að tæknin stjórni ekki ferðinni varð- andi hjúkrunina og aldrei mætti gleyma því að þó sjúklingur virðist meðvitundarlaus þá er samt hægt að hafa samband við hann með því að koma við hann og annast hann vel, enda snertingin mikil- vægasta skynjunin undir þeim kringumstæðum. Framfarir eru gjarnan tengdar tækni og töluverð umræða hefur að undanförnu farið fram um hátæknisjúkrahús. Menn þurfa að kunna að nota tæknina til að gera góða þjónustu enn betri eins og Kirsten S. bendir á og ef menn nota tæki sem þeir kunna lítið eða ekki á nýtist tæknin ekki sem skyldi. í grein Vigdísar Hallgrímsdóttur um öryggi sjúklinga í tæknivæddri heilbrigðisþjónustu í þessu tölublaði kemur fram að rannsóknir á sjúkrahúsum í Evrópu hafa sýnt að tíundí hver sjúklingur sem leggst inn á sjúkrahús verður fyrir mistökum eða atviki eins og það er nefnt innan heilbrigðisþjónustunnar sem hefði mátt koma í veg fyrir og má rekja hluta þeirra til tækjanotkunar. Þegar heilbrigðisþjónusta er borin saman við flugþjónustu kemur í Ijós að líkurnar á því að sjúklingur deyi af völdum atviks eru 1 á móti 200 innan heilbrigðisþjónustunnar en 1 á móti 2.000.000 af völdum svonefnds flugatviks í flugþjónustunni eins og fram kom m.a. á málþingi um öryggi sjúklinga sem haldið var á vegum landlæknisembættisins á Nordica hótelinu í febrúar sl. Vigdís segir frá tækjadögum sem haldnir voru 29. og 30. mars í kjölfar komu breska landlæknisins Sir Liam Donaldson hingað til lands, en hann hefur helgað líf sitt því að bæta öryggi sjúklinga víða um heim. Tækjadagar voru vel sóttir, tæplega helmingur starfsmanna svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs tóku þátt og starfsfólk óskaði eftir að þeir yrðu árviss viðburður. í lok greinarinnar er varpað fram þeirri Valgerður Katrín Jónsdóttir spurningu hvort ástæða sé til að gefa úr „ökuskýrteini" þar sem starfsmenn hafa skjalfest hvaða tæki þeir hafa fengið þjálfun f að nota. Einföld aðgerð sem þessi gæti hugsanlega dregið úr fjölmörgum atvikum og aukið gæði þjónustunnar til muna. Tilbúin fyrir l.júní? Prófaðu Nicorette Innsogslyf með munnstykki Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fyfgja leiðbeiningum I fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir þvl hve mikið er reykt. hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Þvl ber að kynna sér upplýsingar um notkun I fylgiseðli. I fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun. varúðarreglur, mikitvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en fyfin eru notuð. hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar, Leitið til læknis eða lyfjafræðmgs ef þörf er á frekari upplýsjngum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótlni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins. nýlegt hjartaáfall. óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarieg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótfnlyf. Börn yngri en 15 ára. þungaðar konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótlnlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseöilinn vandlega áöur en byrjað er að nota lyfiö. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann slöar.Handhafi markaðsleyfis: McNeil Denmark ApS. Umboð á Islandi: Vistor hf, Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is Þín ákvörðun, þín leið, þitt Nicorette Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.