Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 51
Porbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc.,aðjúnkt við HA og klínískur sérfræðingur í hjúkrun sjúklingar með verki á FSA, thorbj@unak.is TENGSL LANGVINNRA VERKJA OG AÐLÖGUNAR Könnun meðal einstaklinga sem bíða eftir endurhæfingu vegna langvinnra verkja Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar var aö skoða: 1) tengsl á milli mismunandi viðbragða við langvinnum verkjum og aðlögunar að verkjunum; 2) hvort tengsl væru á milli styrks verkja og aðlögunar; 3) viðbragða við verkjunum og tilfinninga fyrir að hafa stjórn á þeim. Notað var þverskurðarsnið og gögnum safnað með spurningalistum sem þátttakendum voru sendir í pósti. Aðlögun var metin með því að nota Short form-20 spurningalistann (SF-20) sem mælir mat sjúklinga á eigin heilsu, og líkamlega og sálfélagslega heilsu. Viðbrögð við verkjum voru skoðuð með því að nota Pain Coping Strategies Questionnaire (CSQ). Þátttakendur voru einstaklingar á biðlista eftir endurhæfingu vegna langvarandi verkja (N = 72). Svör bárust frá 45 einstaklingum (62,5%). Endurtúlkun sársaukatilfinningar (reinterpreting pain sensation) og hörmungahyggja (catastrophizing) voru þau viðbrögð sem sýndu sterkust tengsl á milli aðlögunarþátta. Marktæk tengsl voru milli styrks verkja að jafnaði og líkamlegrar heilsu (r=-0,387; ps0,05); mats á almennri heilsu (r=-0,444; ps0,01) og hversu mikla stjórn þátttakendur töldu sig hafa á verkjunum (r=-0,304; ps0,05). Niðurstöður benda til að það séu einkum tvenns konar viðbrögð við langvinnum verkjum sem hafi sterkust tengsl við aðlögun að þeim. Styrkur verkja hefur að jafnaði tölfræðilega marktæk tengsl við það hversu mikla stjórn einstaklingar telja sig hafa á verkjunum og hversu mikið þeir telja sig geta dregið úr þeim. Ekki er þó um að ræða tölfræðilega marktæk tengsl milli styrks verkja og viðbragða við verkjum. Lykilorð: Langvarandi verkir, viðbrögð við verkjum, styrkur verkja, hegðun verkja, aðlögun. Inngangur Verkir, sem staðið hafa lengur en 3-6 mánuði, eru skilgreindir sem langvinnir verkir. Þeir eru almennt viðurkenndir sem eitt af útbreiddustu og erfiðustu heilbrigðisvandamálum á Vesturlöndum nútímans. Langvinnir verkir valda miklum sálrænum og líkamlegum þjáningum og kosta bæði einstaklinga og samfélag mikla fjármuni á hverju ári (Smith o.fl., 1999; Thomsen o.fl., 2002; Turk, 2002). Rannsókn Smith o.fl. (1999) sýndi að 10-15% einstaklinga leita einhvern tíma til heilbrigðiskerfisins vegna verkja en ætla má að mun fleiri læri að lifa með verkjunum eða þjáist án þess að leita sér hjálpar. ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir P. Tímarit hjúkrunarfræðinga (2007). 83(3) 49-55 CONNECTION BETWEEN CHRONIC PAIN AND ADJUSTMENT. The aim of this study was to investigate the relationship between 1) coping strategies and adjustment to chronic pain; 2) pain intensity and adjustment; 3) coping strategies and perceived control over pain. A cross-sectional research design was employed and data was collected by a postal questionnaire. Adjustment was assessed by using the Short form-20 health survey (SF-20), measuring perceived general health, and physical and psychosocial health. Coping was assessed with the Pain Coping Stategies Questionnaire (CSQ). Eligable participants were all those who were on a waiting list (N = 72) to be admitted to a rehabiiitation centre. Fourty five valid responses were returned (62.5%). Reinterpreting pain sensation and catastrophizing were the two coping strategies showing the strongest relationship with adjustment factors. Statistically significant relationship was identified between pain intensity and physical health (r=-0.387; ps0.05); perceived general health (r=-0.444; ps0.01) and perceived control over pain (r=-0.304; ps0.05). These results indicate two coping strategies having strongest relation with adjustment factors. Intensity of pain tested statistically significantly related to perceived control over pain and adjustment factors, even though pain intensity is not statistically significantly related to coping strategies. Key words: Chronic pain, pain coping strategies, pain intensity, patterns of pain, adjustment. Correspondance: Þorbjörg Jónsdóttir, torbj@unak.is Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.