Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Síða 41
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Hugtakið sjúklingaánægja eða ánægja sjúklínga hefur verið notað í auknum mæli undanfarna áratugi í heilbrígðiskerfinu og heílbrigðisvísindum. Þar sem um huglægt og flókið fyrirbæri er að ræða, reynist erfitt að skilgreina sjúklingaánægju til hlítar og hlutgera hana til mælingar (Biering o.fl., 2006; Thomas og Bond, 1996; Young Mahon, 1996). Engu að síður er talið óhjákvæmilegt að meta ánægju sjúklinga þegar leitast er við að veita gæðaþjónustu (Donabedian, 1982). í þessari rannsókn er ánægja með þjónustu skilgreind sem reynsla þess sem þjónust- unnar nýtur á því hvort væntingar hans eru uppfylltar (Palmer o.fl., 1991). Gengið er út frá því að þarfir, sem eru mikilvægar foreldrum sem eiga barn á sjúkrahúsi, endurspegli væntíngar foreldranna til þjónustunnar. Þarfir foreldra Gerðar hafa verið ýtarlegar rannsóknir á þörfum foreldra sem eiga börn á sjúkrahúsum, ekki síst hér á íslandi (Bragadóttir, 1997, 1999; Guðrún Kristjándóttir o.fl., 2005; Helga Bragadóttir o.fl., 2006; Herdís Gunnarsdóttir, 2001; Kristjánsdóttir, 1986, 1991, 1995). Benda þessar rannsóknir til þess að foreldrar hafi ákveðnar mikilvægar þarfir í tengslum við sjúkrahúsvist barna þeirra. Úr niðurstöðum íslenskra og erlendra rannsókna hafa grunnþarfir for- eldra barna á sjúkrahúsum verið greindar. Þær lúta að: 1) upplýsing- um, 2) að vera hjá barninu og annast það, 3) að vera treyst, 4) að treysta heilbrigðisstarfsfólki, 5) stuðningi, 6) umhverfi og mannauði, 7) fjárhagsaðstoð, 8) öðrum í fjölskyldunni, 9) voninni, 10) þroska og menntun barnsins og 11) samhæfingu í heilbrigðisþjónustunni (Guðrún Kristjánsdóttir og Helga Bragadóttir, 2001). Fyrri rannsóknir á því hvernig þörfum foreldra barna á sjúkra- húsum á íslandi er fullnægt benda til þess að almennt sé þörfum flestra foreldra fullnægt að miklu leyti en ekki öllu. íslensku rannsóknirnar eru gerðar á tæplega 20 ára tímabili við mismunandi aðstæður og má greina breytingar í þá átt að fleiri þörfum sé sinnt á seinni árum (Bragadóttir, 1997, 1999; Helga Bragadóttir o.fl., 2006; Kristjánsdóttír, 1986). I nýjustu rannsókninni, sem gerð var á þörfum foreldra á barnadeildum Barnaspítala Hringsins, voru greindar ákveðnar þarfir sem foreldrar töldu mikilvægar en var ekki fullnægt að sama skapi. Þessar þarfir lúta að því að: 1) skipulegir fundir séu haldnír með foreldum þar sem foreldrar geta deilt reynslu sinni, 2) starfsfólk hvetji foreldra til að spyrja og leita svara við spurningum sínum, 3) foreldrar geti hitt aðra foreldra með svipaða reynslu, 4) fá skriflegar upplýsingar um barnið sem foreldrið getur skoðað síðar, 5) fá tækifæri til að ræða einslega við hjúkrunarfræðing eða lækni, 6) fá upplýsingar um þekktar heilbrigðisframtíðar horfur barnsins, 7) hjúkrunarfræðingur, t.d. á heílsugæslustöð, fylgi barninu eftir útskrift, 8) fá hjálp til að skilja eigin þarfir, 9) geta borðað með barninu, 10) sérstök hreinlætisaðstaða sé fyrir foreldra á deildinni, 11) vita að barninu sé tryggð kennsla og þroskaverkefni við hæfi, 12) samfella sé í hjúkrun barnsins og 13) einn ákveðinn hjúkrunarfræðingur samhæfi þjónustu og upplýsingar til foreldra (Helga Bragadóttir o.fl., 2006). í rannsóknum á þörfum foreldra barna á sjúkrahúsum hér- lendis hafa foreldrar verið spurðir að því hvort þeir telji það í verkahríng sjúkrahússíns að hjálpa þeim að fullnægja þörfum sínum sem tengjast sjúkrahúsvist barnsins. í öllum tilvikum taldi meirihluti foreldranna það í verkahring sjúkrahússins að hjálpa þeím (Bragadóttir, 1997, 1999; Helga Bragdóttir o.fl., 2006; Herdís Gunnarsdóttir, 2001; Kristjánsdóttir, 1986). Ánægja foreldra Rannsóknir á ánægju foreldra með þjónustu á sjúkrahúsum benda til almennrar ánægju þeirra (Aasland o.fl., 1998; Battrick og Glasper, 2004; Co o.fl., 2003; Groven o.fl., 2006; Haines og Childs, 2005; Homer o.fl., 1999; Magaret o.fl., 2002; Miceli og Clark, 2004; Varni o.fl., 2000; Ygge og Arnetz, 2001). Hins vegar má greina þætti sem nokkur hópur foreldra er óánægður með og 10-50% foreldra kvarta yfir. Þessir þættir lúta að: 1) upplýsingagjöf til foreldra, 2) útskrift barna og flutningi á milli deilda, 3) biðtíma við innlögn og útskrift, 4) aðbúnaði og umhverfi á deild, 5) samhæfingu þjónustunnar, 6) samfellu í meðferð, 7) verkjameðferð barnsins og 8) samskiptum fagfólks við foreldra (Ammentorp o.fl., 2005; Battrick og Glasper, 2004; Co o.fl., 2003; Haines og Childs, 2005; Homer o.fl., 1999). Foreldrar telja hjúkrunarfræðinga og lækna þá heilbrigðis- starfsmenn sem líklegastir eru til að sinna þörfum þeírra og barna þeirra á sjúkrahúsum enda þeir heilbrigðisstarfsmenn sem mest sinna sjúklingum (Knafl o.fl., 1988; Starke og Moller, 2002; Terry, 1987). Því hafa mælingar á ánægju foreldra einkum beínst að þessum hópum heilbrigðisstarfsmanna og frammistöðu þeirra. Upplýsingagjöf til foreldra, samstarf og samskipti hjúkrunarfræðinga og lækna við foreldra vega þungt við mat foreldra á gæðum heilbrigðisþjónustunnar og þar með ánægju þeirra með hana (Ammentorp o.fl., 2005; Co o.fl., 2003; Magaret o.fl., 2002). Haines o.fl. (2005) leggja til aðgerðir til að auka ánægju foreldra með þjónustu á gjörgæsludeildum barna. Aðgerðirnar eru að auka og bæta upplýsingaflæði til foreldra, auka samskipta- hæfni starfsfólks, auka þátt reyndra hjúkrunarfræðinga í þjón- ustu við foreldra, bæta samfellu þjónustunnar og teymisvinnu. Foreldrar hafa einnig bent á mikilvægi þess að heilbrigðis- starfsfólk geri sé grein fyrir álaginu sem veikindi og sjúkrahús- vist barns veldur foreldrum, að sinna þurfi tilfinningalegum og andlegum þörfum foreldranna betur og að starfsfólk þurfi að bregðast betur við kvörtunum foreldra (Miceli og Clark, 2004). Það að veita foreldrum athygli og umhyggju með auknum og sjúklingsmiðaðri samskíptum getur aukið ánægju þeirra með þjónustuna (Cescutti-Butler og Galvin, 2003; Maisels og Kring, 2005; Wanzero.fi., 2004). Tengsl þarfa og ánægju foreldra við aðra þætti Niðurstöður rannsókna á þörfum og ánægju foreldra barna á sjúkrahúsum benda til þess að þarfir þeirra og ánægja teng- ist lýðfræðilegum breytum og ytri og innri þáttum sem vert er að veita athygli. Þættir, sem hafa tölfræðilega marktæk tengsl við þarfir eða ánægju foreldra, eru settir fram í töflu 1 (95% öryggismörk). Þættirnir eru settirfram eins og í þeim rannsókna- Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 39

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.