Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Síða 20
Erla Svanhvít Guðjónsdóttir, Helga Pálmadóttir, Sigrún G, Pétursdóttir erlasvanhvit@hotmail.eonn HJARTASTOPP HVAÐ ÞÁ? Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun Þú ert hjúkrunarfræðingur með þriggja ára starfsreynslu og hefur unnið á almennri skurðdeild í tvö ár. Ýmislegt hefur komið upp á á þessum tíma en þó hefur aldrei neinn farið í hjartastopp á þinni vakt. Þú veist að það getur komið að því og veltir fyrir þér hvort þú hafir næga þekkingu í endurlífgun. Hafa viðbrögð við hjartastoppi verið æfð á þinni deild? Hefur þú fengið fræðslu um nýjustu leiðbeiningarnar í endurlífgun? Ert þú sem hjúkrunarfræðingur örugg/ur þegar svona stendur á? Svarið við síðustu spurningunni er yfirleitt nei. Hjúkrunarfræðingum finnst þeir oft og tíðum ekki hafa nægilega þekkingu í endurlífgun og myndu gjarnan vilja fá meiri fræðslu og æfingu í þessum mikilvæga málaflokki þar sem mannslífin eru að veði. Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í árslok 2005 kynnti Evrópska endur- lífgunarráðið (European Resuscitation Council, ERC) nýjar, alþjóðlegar leiðbeiningar í endurlífgun. Þær miða fyrst og fremst að því að einfalda endurlífgunarferlið og gera það mark- vissara svo að markmiðið í þróun endurlífgunar á næstu árum náist, en það er að fækka dauðsföllum og þæta líðan og aðstæður þeirra sem lifað hafa af hjartastopp. Nauðsynlegt er að allir heilbrigðisstarfsmenn þekki það nýjasta í endurlífgun, noti sömu vinnuferla og kunni að nota þá. Hér verða nýju leiðbeiningarnar kynntar fyrir hjúkrunarfræðingum. Samkvæmt íslenskri samantekt Hjalta Más Björnssonar o.fl. var á árunum 1999- 2002 reynt að endurlífga utan sjúkrahúss 232 einstaklinga sem höfðu farið í hjartastopp vegna hjartasjúkdóma. Af þessum einstaklingum komust 96 (41%) lifandi inn á legudeild og útskrifuðust 44 (19%), þar af 34 með óskerta vitræna getu. Talið er að skyndihjálp (þ.e. hnoð og blástur) nærstaddra tvö- eða þrefaldi Erla Svanhvít Guömundsdóttir lauk B.So gráðu frá hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands 2003. Starfar sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild LSH. Helga Pálmadóttir lauk B.So gráðu frá hjúkrunarfræðídeild Háskóla Islands 2003. Starfar sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild LSH. Sigrún G. Pétursdóttir lauk B.So gráðu frá hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri 2002. Starfar sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild LSH. 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.