Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Qupperneq 48
Hvað hjúkrunarfræðingana varðar voru foreldrar síst sammála því að hjúkrunarfræðingarnir væru meðvitaðir um breytingar á meðferð bams og að hjúkrunarfræðingarnir héldu foreldrinu upplýstu. Foreldrar og sjúklingar almennt vænta mjög mikils af hjúkrunarfræðingum, og hafa rannsóknir bent til þess að þáttur hjúkrunar vegi þyngst f ánægju sjúklinga (Larrabee og Bolden, 2001; Marino og Marino, 2000; Young Mahon, 1996). Skortur á upplýsingagjöf er meðal þess sem foreldrar eru oftast óánægðir með (Ammentorp o.fl., 2005; Battrick og Glasper, 2004; Co o.fi., 2003; Haines og Childs, 2005; Homer o.fl., 1999; Schaffer o.fl., 2000). Þörfin fyrir upplýsingar, almennar og sértækar, er foreldrum afar mikilvæg. Lögum samkvæmt ber að upplýsa sjúklinga um ástand þeirra, meðferð og meðferðarmöguleika. Mikilvægt er að veita foreldrum almenn- ar staðlaðar upplýsingar og sértækar upplýsingar um barnið. Foreldrar barna á sjúkrahúsum eru undir miklu álagi og því tæpast hægt að gera ráð fyrir að þeir muni allt sem sagt er við þá. Einnig getur verið að upplýsingarnar séu þannig fram settar að foreldrar skilji þær ekki fyllilega. Það að veita foreldrum skriflegar upplýsingar, sem þeir geta skoðað síðar, um heilsu og ástand barns, á máli sem foreldrarnir skilja, er foreldrum mikilvægt og þarf að sinna betur (Bragadóttir, 1997, 1999; Guðrún Kristjánsdóttir o.fl., 2005; Helga Bragdóttir o.fl., 2006; Kristjánsdóttir, 1986). Hvað læknana varðar voru foreldrar síst sammála því að læknarnir þekktu sjúkrasögu barnsins. í spurningalistanum er ekki gerður greinarmunur á því hvort um aðstoðarlækna eða sérfræðilækna er að ræða. Athugasemdir foreldra bentu til þess að óánægja þeirra með þekkingu læknis á sjúkrasögu barnsins gæti átt við aðstoðarlækna og sérfræðilækna aðra en aðallækni barnsins, t.d. lækna sem eru tilkvaddir til ráðgjafar. í rannsókn á gjörgæsludeild barna í Bretlandi lýstu foreldrar óánægju sinni með ósamræmi í upplýsingum sem mismunandi sérfræðilæknar gáfu þeim (Haines og Childs, 2005). Samskipti og samfella í þjónustu er foreldrum afar mikilvæg. Foreldrum, sérstaklega foreldrum langveikra barna, er það mikilvægt að þekking þeirra og reynsla af veikindum barnsins sé virt af heil- brigðisstarfsfólki. Niðurstöður rannsóknar Balling og McCubbin (2001) á þörfum foreldra langveikra barna og mati starfsfólks á sérfræðiþekkingu foreldranna bentu til þess að foreldrum fannst hjúkrunarfræðingar og sérfræðilæknar meta þekkingu sína mest en aðstoðarlæknar og unglæknar síst. Foreldrar með alvarlega veik og langveik börn vilja þjónustu heilbrigðisstarfs- manna með reynslu og færni á sínu sviði (Balling og McCubbin, 2001; Haines og Childs, 2005). Nokkur hópur foreldra var ekki fyllilega sammála því að læknarnir væru tiltækir þegar á þyrfti að halda og að þeir hefðu samráð við foreldrana um ákvarðanir og skipulag meðferðar. í athugasemdum foreldranna komu fram kvartanir um bið eftir þjónustu og rannsóknum. Bið eftir þjónustu er foreldrum ekki að skapi og er eitt algengasta umkvörtunarefni þeirra (Ammentorp o.fl., 2005; Battrick og Glasper, 2004; Magaret o.fl., 2002). Benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að huga þurfi að skipulagi þjónustunnar, stytta biðtíma og gera þjónustuna markvissari. Samráð og samstarf fagfólks við foreldra er foreldrum mikilvægt og á það skortir gjarnan að þeirra mati (Homer o.fl., 1999). Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga ber að hafa samráð við sjúkling um meðferð hans (Lög um réttindi sjúklinga). Vel má vera að munur sé á mati foreldra og mati starfsfólks á því hversu vel þessum þætti er sinnt og því nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir, t.d. með því að spyrja foreldra beint. Foreldrar vilja deila ábyrgð með fagfólki og telja færni á því sviði eitt af einkennum þess að starfsfólk sé starfi sínu vaxið (Cescutti-Butler og Galvin, 2003). Hvað þjónustu leikmeðferðaraðilanna varðar var síst ánægja með að þeir greindu einstaklingsbundnar þarfir barnsins. Foreldrar vilja einstaklingsmiðaða þjónustu og að þarfir þeirra barns séu metnar og þeim sinnt. Niðurstöður þessar benda til að nokkur hópur foreldra hafi ekki talið að einstaklingsbundnar þarfir barns þeirra hafi verið metnar þegar leikmeðferð var skipulögð. Aldur foreldra og menntun, og aldur barna reyndist töl- fræðilega marktækt tengdur ánægju þeirra með þjónustu á barnadeildum. Sambærilegar niðurstöður eru þekktar úr fyrri rannsóknum á foreldrum barna á sjúkrahúsum (Bragadóttir, 1997, 1999; Fisher, 1995; Guðrún Kristjánsdóttir o.fl., 2005; Helga Bragadóttir o.fl., 2006; Lawoko og Soares, 2004; Ygge og Arnetz, 2001). Gera má ráð fyrir því að væntingar foreldra og þar með þarfir þeirra og ánægja breytist með aldri þeirra og barna þeirra, og með menntun foreldranna. Vert er að veita þessum þáttum athygli þannig að tekið sé tillit til einstaklings- bundinna þarfa foreldra þegar þjónusta á barnadeildum er skipulögð og veitt. Ályktanir Ánægja foreldra með þjónustu á barnadeildum er einn af mörgum mælikvörðum á gæði heilbrigðisþjónustunnar. Óhjákvæmilegt er að veita henni athygli þegar þjónusta á barnadeildum er metin. Þessari rannsókn var ætlað að svara spurningunni um það hversu ánægðir foreldrar eru með þjón- ustu barnadeilda á íslandi. Helsti styrkur rannsóknarinnar er góð þátttaka foreldra og áreiðanleiki spurningalistans. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar lúta að innra og ytra réttmæti rannsóknar og spurningalista. Leiða má líkur að því að innra réttmæti hans sé ógnað þar sem fram komu nokkuð mörg atriði í athugasemdum foreldra sem ekki er spurt um í spurningalistanum. Einnig er það ákveðinn veikleiki í spurninga- lista rannsóknarinnar að allar staðhæfingarnar, sem spurt er um, eru jákvæðar. Þrátt fyrir takmarkanirnar er rannsóknin talin hafa þjónað tilgangi sínum. Niðurstöður hennar benda til þess að þrátt fyrir að meginhluti foreldra á barnadeildum hafi verið ánægður með flesta þætti sem spurt var um, megi bæta þjónustuna. Enn er því marki ekki náð að a.m.k 90% sjúklinga eða foreldar sjúklinganna séu ánægðir með þjónust- una. Aðgerðir til úrbóta ættu að miða að því að: 1) bæta innra og ytra umhverfi sjúkrahússins og gera það aðgengilegra, 2) gera þjónustuna fjölskyldumiðaðri þar sem tekið er meira tillit til þarfa foreldra, 3) bæta teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks, 4) auka samráð og samvinnu við foreldra, 5) veita foreldrum meiri 46 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.