Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 27
Samfara því að geðrofslyf og þunglyndislyf komu til sögunnar á sjötta áratugnum var mögulegt að meðhöndla einkenni alvarlegra geðsjúkdóma utan stofnana. aðra meðferðaraðila og þeir látnir vita um gang mála. Oftar en ekki hittir hann meðferðaraðila (t.d. lækni eða annað fagfólk) ásamt starfsmanni teymisins til að samhæfa þjónustuna. Afar misjafnt er hvað þjónustan varir lengi en einn þáttur í því er að það getur tekið langan tíma að mynda traust á milli starfsmanns og skjólstæðings. Annar þáttur er að sumir skjólstæðinganna þurfa langtímastuðning þó svo að margir nái auknu öryggi og sjálfstæði til að geta séð um sig sjálfir. Einn þáttur í þjónustuferlinu er að vinna með fjölskyldunni, er það gert í fullu samráði við skjólstæðinginn og oft er um að ræða að mynda stuðningshóp honum til hjálpar. Mörgum aðstandendum finnst að þeir hafi lítið um gang mála að segja og fái litlar upplýsingar. Því er mikilvægt að skoða mál skjólstæðingsins í samhengi við það umhverfi sem hann býr í og þann stuðningshóp sem er til staðar. Samhliða þessu er nauðsynlegt að hafa það í huga að skjólstæðingurinn hafi eitthvað um það að segja hvernig þjónustan er framkvæmd, hverjir veita hana og hverja hann vill sjá sem stuðningsaðila. Meginmarkmið með þjónustu geðteymisins er: 1. Að tryggja samfellu í meðferð einstaklinga með geðröskun 18 ára og eldri. 2. Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklinga, sem stríða við geðröskun, og fjölskyldna þeirra. 3. Að reyna að koma í veg fyrir endur- innlagnir á sjúkrahús og tryggja samfellu í meðferð. 4. Að styrkja aðlögunarhæfni einstaklinga eftir útskrift af sjúkrahúsum. 5. Að hvetja einstaklinga með geðröskun til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar. Þjónustuþættir: 1. Stuðningur og eftirfylgni vegna sjúk- dóms eða útskriftar af geðdeild. 2. Hvatning og stuðningur til að auka félagslega virkni og tenging við félagsleg úrræði. 3. Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf. 4. Lyfjagjafir og eftirlit með lyfjatöku. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.