Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Side 18
heilbrigðisþjónustunni.Skorturáhjúkrunar- fræðingum væri aiþjóðiegt vandamál og fjölga þyrfti hjúkrunarfræðingum og meta umönnunarstörf til hærri launa. Hún vitnaði í heilbrigðisáætlun til 2010 og sagði að sóknarfæri þar fyrir sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Hvað varðar aðild að BHM var á þinginu lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á aðild FÍH að BHM. í þingskjali númer 14.2, sem finna má á heimasíðunni hjukrun.is, er rakinn rökstuðningur fyrirtillögunni. Þar segir m.a. að stjórn FÍH hafi um nokkurra ára skeið haft efasemdir um ávinning af aðild að BHM og forsendur, sem voru fyrir því að sameinuð félög hjúkrunar- fræðinga yrðu aðilar að bandalaginu árið 1994, séu breyttar í dag. Tillagan felur í sér að stjórn er falið að beita sér fyrir boðun aukaaðalfundar BHM í september þar sem teknar verði til umræðu tillögur um breytingu á eðli og starfsemi BHM. Stjórn FÍH er jafnframt faiið að boða til aukaaðalfundar í síðustu viku septembermánaðar þar sem í Ijósi niðurstaðna á aukaaðalfundi BHM verði tekin afstaða til áframhaldandi aðildar FÍH að BHM. Miklar umræður fóru fram um málið og var lögð fram breytingartillaga við tillögu stjórnar sem felur í sér úrsögn úr BHM frá næstu áramótum en hún náði ekki fram að ganga. Fyrri dag þingsins talaði Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari félagsins, fyrir tillögu stjórnar um að skipa nefnd um endurskoðun laga og skipulag félagsins. í henni var lagt til að fulltrúaþing feli komandi stjórn að skipa nefnd er fari yfir öll lög og skipulag félagsins og leggi tillögur um breytingar fyrir stjórn fyrir febrúar 2008. Jafnframt feli þingið stjórn að vinna í framhaldinu endanlegar tiilögur um breytingar á lögum félagsins og leggi þær fyrir aðalfund þess í maí 2008. Þá var lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á 12. grein laga ásamt afleiddum greinum og var tillagan samþykkt. Þá lagði Christer Magnusson formaður ritnefndar fram tillögu um lagabreytingu hvað varðar ritnefnd og rit- stjórn ritrýndra greina. Lagt var til að ritstjórn ritrýndra greina yrði nefnd fræðiritnefnd eins og hún hét í upphafi og starfaði í umboði ritnefndar en ekki til hliðar við hana. Tillögunni var vísað frá. Lögð varfram skýrsla stjórnar, samþykktir reikningar og Eygló Ingadóttir talaði fyrir breytingum á félagsgjöldum. Fundarstjórar voru Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Gyða Baldursdóttir. 6 z'msm ^SSSt < Vilt þú taka þátt í breytingum á FÍH? Á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 7. og 8. maí sl. var samþykkt að skipa nefnd til að fara yfir lög og allt skipulag félagsins. Nefndinni er ætlað að leggja tillögur til breytinga fyrir stjórn FÍH í febrúar 2008. Hjúkrunarfræðingum gefst kostur á þátttöku í nefndarstarfinu og vill stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja sem flesta til að taka þátt og hafa þannig áhrif á máiefni félagsins til framtíðar. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst þess efnis á hjukrun@hjukrun.is fyrir 10. júlí 2007. 16 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.