Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 45
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Tafla 2. Einkenni úrtaks Einkenni N=422* n % Kynferði Mæður 317 76,9 Feður 95 23,1 Fjöldi þátttakenda eftir deildum Vökudeild 64 16,3 Dagdeild 105 26,7 Barnadeild 123 31,3 Barnaskurðdeild, Hringbraut 76 19,3 Barnaskurðdeild, Fossvogi 25 6,4 Aldur 18-20 ára 3 0,7 21-30 ára 150 36,1 31-40 ára 182 43,9 Eldri en 40 ára 80 19,3 Fljúskaparstaða f hjónabandi/sambúð 358 86,3 Ekki í hjónabandi/sambúð 57 13,7 Menntun Grunnskólapróf 110 26,7 Fagnám 91 22,1 Stúdentspróf 81 19,7 Háskólapróf 130 31,6 Búseta Á höfuðborgarsvæðinu 260 62,7 Það nálægt höfuðborgarsvæðinu að geta ekið á milli daglega 78 18,8 Of langt frá höfuðborgarsvæðinu til að aka daglega á milli 77 18,6 Önnur börn foreldris Ekkert 98 23,7 Eitt 127 30,7 Tvö-þrjú 165 39,9 Fleiri en þrjú 24 5,8 Fyrri reynsla af að eiga barn á sjúkrahúsi Já 256 62,1 Nei 156 37,9 Innlögn Bráð 216 52,8 Með fyrirvara 193 47,2 Aldur barns 2 ára eða yngra 190 48,2 3-6 ára 96 24,4 7-11 ára 52 13,2 12-15 ára 40 10,2 16-18 ára 16 4,1 Barn með langvinnan sjúkdóm Já 101 25,0 Nei 303 75,0 Alvarleiki veikinda barns Ekki alvarleg 173 42,9 Alvarleg 174 43,2 Mjög alvarleg 56 13,9 Lengd sjúkrahúslegu Minna en 1 sólarhringur 129 31,5 1 sólarhringur 32 7,8 2-7 sólarhringar 154 37,6 8-14 sólarhringar 58 14,1 Meiri en 14 sólarhringar 37 9,0 * Þar sem samanlagður fjöldi þátttakenda nær ekkí heildarfjölda þátttakenda hefur spurningu verið sleppt. þjónustuna. Þó náðu fæst atriðin því að 90% þátttakenda væri sammála staðhæfingum þeirra. Hlutföll svara eru birt í töflu 3. Atriðið, sem flestir foreldrarnir voru sammála, var að læknarnir væru heiðarlegir og blátt áfram í samskiptum við foreldrana (sp. 25); þessu voru 96,5% sammála. Yfir 95% voru sammála því að barnadeildin og sjúkrastofa barnsins væru snyrtileg (sp. 2) og að læknarnir sýndu þekkingu og færni (sp. 22). Atriði, þar sem minna en 90% þátttakenda var sammála, finnast í öllum fjórum þáttunum. Atriðin, sem fæstir voru sam- mála og flestir ósammála eða að sumu leyti ósammála, eru: að innréttingar og húsgögn væru við hæfi (sp. 3), að læknarnir þekktu sjúkrasögu barnsins (sp. 21), að starfsfólk sjúkrahússins ynni sem hópur (teymi) (sp. 5), að læknarnir hefðu samráð við foreldra um ákvarðanir og skipulag meðferðar (sp. 30) og að hjúkrunarfræðingarnir héldu foreldrum upplýstum (sp. 15). Tengsl ánægju foreldra og bakgrunnsbreyta Tölfræðilega marktæk tengsl mældust milli meðalánægju og menntunar foreldra, aldurs foreldra og aldurs barna. Niðurstöður fylgniprófa eru sýndar f töflu 4. Meðalánægja foreldra mældist ekki tölfræðilega marktækt tengd öðrum bak- grunnsbreytum né var tölfræðilega marktækur munur á milli deilda hvað meðalánægju varðar. Tölfræðilega marktæk neikvæð tengsl mældust milli menntunar foreldra og heildarmeðalánægju, meðalánægju með þjónustu og aðbúnað á sjúkrahúsinu, meðalánægju með hjúkrunar- fræðingana og meðalánægju með læknana. Með aukinni menntun dvínaði ánægja foreldra. Tölfræðilega marktæk jákvæð tengsl mældust milli aldurs foreldra og heildarmeðalánægju, meðalánægju með þjónustu og aðbúnað á sjúkrahúsinu, meðalánægju með hjúkrunar- fræðingana og meðalánægju með læknana. Með hækkandi aldri foreldra jókst ánægja þeirra. Tölfræðilega marktæk jákvæð tengsl mældust milli aldurs barna og heildarmeðalánægju og meðalánægju allra undir- þáttanna. Með hækkandi aldri barna jókst ánægja foreldra. Athugasemdir foreldra Alls skrifuðu 177 foreldrar 296 athugasemdir með svörum sínum. Flestar athugasemdirnar voru gerðar til að ítreka ánægju eða óánægju með þætti sem spurt var um í spurn- ingalistanum. Algengast var að foreldrar gerðu athugasemdir varðandi húsgögn og aðbúnað sem þeim fannst ekki við hæfi. Einnig voru margar athugasemdir um samskipti milli starfs- fólks og milli starfsfólks og foreldra. Margir ftrekuðu ánægju sína með aðbúnaðinn og þjónustuna í athugasemdum sínum. Atriði, sem fram komu í athugasemdum foreldra og ekki var sérstaklega spurt um í SÁB spurningalistanum eru birt í töflu 5 Þau varða þætti eins og aðgengi, umhverfi, þjónustu, fæðið, samskipti, upplýsingar, nemendur og aðbúnað. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.