Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 40
Helga Bragadóttir, PhD, hjúkrunarfræðingur, MSN, lektor hjúkrunarfræðideild, Háskóla íslands, þróunarráðgjafi Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, BS, deildarstjóri, vökudeild, Barnaspítala Hringsins Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Herdis Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MS, deildarstjóri, barnaskurðdeild, Barnaspítala Hringsins Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Auður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BS, deildarstjóri, dag- og göngudeild, Barnaspítala Hringsins Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Anna Ólafía Sígurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, MS, klínískur lektor, sviðsstjóri, Barnaspítala-Hringsins Landspítala-háskólasjúkrahúsi,. ÁNÆGJA FORELDRA MEÐ ÞJÓNUSTU Á BARNADEILDUM BARNASPÍTALA HRINGSINS Útdráttur Rannsókn var gerð á ánægju foreldra með þjónustu á barnadeil- dum Barnaspítala Hringsins. Þátttakendur, 422 foreldrar, áttu börn á fjórum legudeildum og einni dagdeild barna. Meirihlutinn voru mæður, giftar eða f sambúð, með menntun umfram grunnskólapróf. Notaður var skriflegur spurningalisti, spurninga- listi um ánægju barnafjölskyldna (SÁB). SÁB er fimmgildur Likert-kvarði með 35 jákvæðum staðhæfingum um þjónustu og aðbúnað, hjúkrunarfræðingana, læknana og leikmeðferðar- aðilana, auk þess sem foreldrum er boðið að bæta við athuga- semdum í eigin orðum. Foreldrar fylltu spurningalistann út við útskrift barns. Flestir foreldrarnir voru ánægðir með flest atriðin sem spurt var um. Atriði, sem nokkur hópur foreldra var ekki fylli- lega ánægður með, lutu að húsgögnum, samstarfi starfsfólks, samráði starfsfólks við foreldra, upplýsingagjöf til foreldra og þekkingu lækna á sjúkrasögu barns. Niðurstöður benda til þess að bæta megi góða þjónustu barnadeilda. Tillögur þar að lútandi eru settar fram. Lykilorð: Ánægja sjúklinga, foreldrar, þarfir, sjúkrahús, barna- hjúkrun. Inngangur Bæði austan hafs og vestan er ánægja sjúklinga talinn mikil- vægur mælikvarði á gæði heilbrigðisþjónustu og hefur í auknum mæli verið notuð til að meta gæði þjónustunnar og við umbóta- starf á sjúkrahúsum. Meiri líkur eru taldar á meðferðarheldni hjá ánægðum sjúklingum og talið að þeir eigi auðveldara með að ráða við streitu og vanlíðan sem fylgir sjúkrahúsvist. Því er mikil- vægt að huga að þessum þætti þjónustunnar. Á íslandi er ánægja sjúklinga einnig talinn mikilvægur mælikvarði á gæði heilbrigðisþjónustunnar. Þetta er staðfest í Gæðaáætlun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þar sem sett er fram markmið um að „a.m.k. 90% sjúklinga séu ánægðir með þá heilbrigðisþjónustu sem þeir fá“ (Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, 1999, bls. 9). Heilbrigðisstofnunum er gert að setja fram árangursmælikvarða til að meta ánægju sjúklinga reglulega. Þegar börn eiga í hlut er litið svo á að ánægja foreldra jafngildi ánægju sjúklinga. í rannsókninni, sem gerð er grein fyrir hér, er litið á foreldra barna á sjúkrahúsum sem skjólstæðinga sjúkra- hússins engu síður en veika barnið. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ánægju foreldra með þjónustu á barnadeildum á íslandi. ENGLISH SUMMARY Bragadóttir H, Sigurðardóttir R, Gunnarsdóttir H, Ragnarsdóttir R, Sigurðardóttir AÓ Tímarit hjúkrunarfræðinga (2007). 83(3) 38-48 PARENTAL SATISFACTION WITH THE SERVICES IN PEDIATRIC UNITS AT THE CHILDREN’S HOSPITAL Study Results A study was conducted on parental satisfaction with services in pediatric units. Þarticipants, 422 parents, had children in four inpatient and one outpatient pediatric unit. The majority were mothers, married or cohabiting, with post-compulsory education. The Pediatric Family Satisfaction Questionnaire (PFSQ) was used. The PFSQ is a five-point Likert-type paper-and-pencil questionnaire with 35 positive statements on hospital service and accommodation, the nurses, the doctors, and the child life therapists, as well as offering parents to add their comments in own words. Parents filled out the questionnaire at the child’s discharge. The majority of parents’ were satisfied with most of the items asked about in the statements. A number of parents were not fully satisfied with items regarding furnishing, teamwork of staff, collaboration of staff with parents, information provision to parents, and the doctors familiarity with the child’s medical history. Study results indicate that good services in the pediatric units can be improved. Suggestions thereon are proposed. Key words: Patient satisfaction, parents, needs, hospital, pediatric nursing. Correspondance: Helga Bragadóttir, helgabra@hi.is Bakgrunnur Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggist á hugmynd Donabedian (1980, 1982, 1988) um gæðaþjónustu heilbrigðisstofnana, kenningu Price (1993) um gæðahjúkrun og fyrri rannsóknum á þörfum og ánægju foreldra barna á sjúkrahúsum (Guðrún Kristjánsdóttir o.fl., 2005; Guðrún Kristjánsdóttir og Helga Bragadóttir, 2001; Helga Bragadóttir o.fl., 2006; Shields o.fl., 2003, 2004). Grunnþarfir foreldra barna á sjúkrahúsum voru lagðar til grundvallar vali á mælitæki spurn- ingalista og þannig leitast við að meta þá þætti sem eru foreldr- um mikilvægir í þjónustunni (Bragadóttir og Reed, 2002). 38 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.