Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 12
TÆKNI OG UMHYGGJA Þorbjörg Sóley Ingadóttir flutti erindið „Tækni og umhyggja" á hátíðardagskrá sem haldin var á Grand hóteli þann 7. maí í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí. Erindið er birt með leyfi höfundar. Þetta málefni, tækni og umhyggja, hefur verið mér mjög hugleikið og var það hluti af rannsóknarvinnu minni til meistaraprófs í hjúkrunarfræði árið 2004. Rannsóknin fjallaði um reynslu sjúklinga og fjölskyldna af því að vera háð tæknilegri meðferð til að halda lífi og heilsu og hvernig þau upplifðu beitingu tækninnar af hendi fagfólks. ©Þórdís Ágústsdóttir Þetta verkefni vann ég með Helgu Jónsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild. Að ígrunda það hvernig og hvort notkun og beiting tækni í heilbrigðiskerfinu hafi áhrif á hvernig við hjúkrum er afar gagnlegt. Mikilvægt er að missa ekki sjónar af því hversu umhyggjusöm nærvera er mikilvæg í tæknivæddu umhverfi og er sennilega það dýrmætasta sem við búum yfir í hjúkrun. í þessari umfjöllun beini ég sjónum mínum aðallega að þeim sem hafa lungnatengd vandamál þar sem það var mitt rannsóknarsvið. Ég ætla ekki að ræða niðurstöður í neinum smáatriðum heldur að hugleiða málefnið og Ijá skjól- stæðingum okkar rödd með því að færa í letur nokkrar af þeirra reynslusögum sem tengjast tækni og umhyggju. Hérna áður fyrr - eða það er nú ekki lengra síðan en á fyrri hluta síðustu aldar - voru veikindi litin öðrum augum en í dag, þ.e.a.s. áður en tækniframfarir urðu á sviði rannsókna, greiningar og með- ferðar sjúkdóma. Fólk veiktist og örlög ein réðu úrslitum. Núna er öldin önnur og við höfum til staðar alla hugsanlega möguleika og ef ekki hér á landi þá er leitað eftir því besta annars staðar. Við höfum í dag mjög tæknivætt umhverfi þar sem tækin krefjast mikillar athygli til að tryggja öryggi sjúklinganna. Eins og við vitum öll er þetta mikil breyting á tiltölu- lega stuttum tíma - nýr tækjabúnaður og möguleikar til lækninga streyma mjög hratt og þarf starfsfólk stöðugt að læra á ný og flókin tæki. Það hefur verið lögð rík áhersla á það í rannsóknum á síðustu áratugum að umgengni við tækni í heilbrigðiskerfinu sé vandasamt og krefjandi viðfangsefni í okkar starfi. Og brýnt er að halda slík- 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.