Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 33
Forystukonur að stofnun Deildar gjör- gæsluhjúkrunarfræðinga innan HFÍ voru Anna Stefánsdóttir, þáverandi deildar- stjóri á gjörgæsludeild Landspítalans og núverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar/ hjúkrunarforstjóri Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, og Þóra Elín Guðjónsdóttir, þáverandi deildarstjóri á gjörgæslu- deild Borgarspítala. Nokkru áður en undirbúningsfundur að stofnun deildar- innar var haldinn höfðu Anna og Þóra Elín, sem báðar höfðu sérfræðimenntun í gjörgæsluhjúkrun, hist fyrir tilviljun á Skólavörðuholtinu í Reykjavík og tekið tal saman. Voru þær sammála um að efla þyrfti tengsl gjörgæsluhjúkrunarfræðinga hér á landi með stofnun sérstakrar deildar innan Hjúkrunarfélags íslands (Anna Stefánsdóttir, 2006). Varð það til þess að í ársbyrjun 1982 var hafist handa við að undirbúa stofnun Deildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Til dæmis var útbúið félagstal hjúkrunarfræðinga sem höfðu öðlast sérleyfi í gjörgæsluhjúkrun samkvæmt reglugerð frá árinu 1976 og reyndust þeir vera 20 talsins. Hinn 24. febrúar 1982 var haldinn undirbúnings- fundur fyrir stofnun deildarinnar og mættu 15 gjörgæsluhjúkrunarfræðingar. Á þeim fundi samþykktu gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingarnir einróma að stofna sérgreinar- deild fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðinga (Skjaiasafn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga). Þriðjudaginn 30. mars árið 1982, klukkan 17, var formlegur stofnfundur Deildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga innan HFÍ haldinn að viðstöddum þáverandi for- manni Hjúkrunarfélags fslands, Svanlaugu Öldu Árnadóttur. Hún færði hinni nýstofn- uðu deild fána Hjúkrunarfélags íslands, Hjúkrunarkvennatal og Hjúkrunar- fræðingatal að gjöf. Anna Stefánsdóttir var kosin formaður Deildar gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga, Þóra Elín Guðjónsdóttir ritari, Edda Árnadóttir gjaldkeri og Laufey Aðalsteinsdóttir meðstjórnandi (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Gjörgæsludeildir og fimm fyrstu íslensku gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingarnir Fyrir 25 árum, þegar Deild gjörgæsluhjúkr- unarfræðinga var stofnuð, voru starf- ræktar fjórar gjörgæsludeildir á íslandi. Afmælisráðstefna fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga verður haldin í Vistor, Hörg- ártúni, 28. - 29. september 2007. Fyrirlesarar í gjörgæsluhjúkrun frá Ástralíu og Hollandi Dagskrá, þema og yfirskrift ráðstefnunnar auglýst síðar. Fylgist með nánari upplýsingum og skráningu á síðu fagdeildar, www.hjukrun.tk, sem og síðu FÍH, www.hjukrun.is Tvær fyrstu hér á landi voru gjörgæslu- deild Landakotsspítala, sem opnuð var 20. október 1970, og gjörgæsludeild Borgarspítalans sem hóf starfsemi 25. október sama ár (Sólveig Jónsdóttir, 2007; Sigurlín M. Gunnarsdóttir, 2000). Gjörgæsludeild Landspítalanstóktil starfa 5. október árið 1974 og svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri rak lestina og var opnuð 27. nóvember árið 1982 (Þórarinn Ólafsson, 1981; Ragnheiður Kjærnested, 2007). Fyrstu fimm íslensku hjúkrunarfræðing- arnir, sem luku sérfræðinámi í gjör- gæsluhjúkrun, lærðu í útlöndum. Kristín Óladóttir hóf fyrst íslenskra hjúkrunar- fræðinga nám í gjörgæsluhjúkrun árið 1968 þegar hún tók námskeið í gjörgæslu- hjúkrun við Statens Institut för Högre Utbildning av Sjuksköterskor í Gautaborg (Hjúkrunarfræðingatal, 1992; Kristín Óladóttir, 2007). Laufey Aðalsteinsdóttir lauk gjörgæsluhjúkrunarnámi frá St. Thomas Hospital í Lundúnum árið 1974, Anna Stefánsdóttir frá Royal Infirmary sjúkrahúsinu í Edinborg í Skotlandi árið 1975, Margrét Gústafsdóttir frá The London Hospital í Englandi árið 1975 og Anna Sólveig Óskarsdóttir einnig frá The London Hospital árið 1976. Allir þessir gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hófu að starfa á gjörgæsludeildum hér á landi að námi loknu (Hjúkrunarfræðingatal, 1992). Gjörgæsluhjúkrun Gjörgæsluhjúkrun er sú grein hjúkrunar sem lýtur að hjúkrun alvarlega veikra einstaklinga sem þurfa meiriháttar sígát, þ.e. þurfa að vera tengdir hjartsláttar- sírita, þurfa oft sérhæfða öndunaraðstoð og aðstoð við að halda blóðrásarkerfinu gangandi. Þeir þurfa alla jafnan einn hjúkrunarfræðing með sér allan sólarhring- inn sem þarf að vera í stakk búinn til að fást við lífshættuleg vandamál sem upp kunna að koma. Oft þurfa þessir sjúkling- ar að vera tengdir öndunarvél og eru oft með ýmis lyf tengd við sig í æð meira og minna allan sólarhringinn. Á gjörgæsludeildunum er veitt einstakl- ingshæfð heildræn hjúkrun og er mikill metnaður lagður í að styðja sem best við þessa sjúklinga og að veita aðstandendum stuðning og umhyggju sem hluta af heild- rænni hjúkrun. Hjúkrunarfræðingurinn stendur vörð um persónu- og sjálfs- ákvörðunarrétt sjúklingsins og stuðlar að því að sjúklingurinn geti endurhæfst til verðugs lífs. Þar sem lífi verður ekki bjargað stuðlar hjúkrunarfræðingurinn að því að einstaklingurinn geti dáið með reisn. Stjórn Fagdeildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga fékk fjóra hjúkrunarfræðinga frá gjörgæsludeildunum þremur til að skrá hugleiðingar sínar um gjörgæsluhjúkrun, starfsemi gjörgæsludeildanna og fram- tíðarsýn gjörgæsluhjúkrunar: Brynja Dröfn Tryggvadóttir, hjúkrunar- fræðingur á gjörgæsludeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, segir að starf- semi deildarinnar einkennist af mikilli fjölbreytni og síbreytilegum sjúklingahópi. Gjörgæsludeildin er sú eina á landsbyggð- inni og hefur þau meginverkefni að sinna sjúklingum eftir stærri aðgerðir og alvar- lega bráðveikum sjúklingum. Stærstu sjúklingahóparnir eru sjúklingar sem leggjast inn eftir stærri aðgerðir, eins og gerviliðsaðgerðir og stórar kviðarhols- aðgerðir, en einnig er mikið um alvarlega bráðveika einstakiinga sem þurfa flókna meðferð og mjög tæknilega og krefjandi hjúkrun. Þetta eru til dæmis sjúklingar með lífshættulega sjúkdóma, svo sem hjartabilun, öndunarbilun, alvarlegar sýk- ingar eða eitranir, og einstaklingar sem lent hafa í alvarlegum slysum. Þessi hópur bráðveikra einstaklinga er mjög fjölbreyttur og tilfellin oft mjög ólík og á lítilli deild eins og á FSA er álagið því mjög misjafnt og engin leið að vita fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.