Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Page 17
Halla Grétarsdóttir kynnir tillögu stjórnar um aðild að BHM Jón Aðalbjörn Jónsson talar fyrir hönd stjórnar um skípun nefndar til að endurskoða lög félagsins og skipulag Hún vitnaði í orð Súsönnu Gordon blaða- konu sem hefur skrifað mikið um ímynd hjúkrunarfræðinga að almenningur treysti hjúkrunarfræðingum en viti ekki hvað þeir gera og spurði hvort stéttin hefði ekki staðið sig sem skyldi í að kynna mikilvægi starfa sinna. Hjúkrunarfræðingar bjarga mannslífum daglega og oft á dag en þær fyrirsagnir sjást sjaldan á forsíðum dag- blaðanna. Elsa sagðist varpa þessu fram til umhugsunar og brýningar því ætlunin væri að leggja drög að framtíð félagsins, gera það enn sterkara en það hefur verið, færa það til nútímastjórnsýsluhátta í því að styrkja ímynd hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar. Hún sagðist líta á þingið sem nýtt upphaf og sagði að stjórnin hefði þegar hrundið í framkvæmd ýmsum breytingum í starf- semi félagins þannig að það uppfylli skilyrði góðrar stjórnsýslu. Hún sagði ný lög um heilbrigðisþjónustu, sem taka gildi 1. september nk., geta markað nýtt upphaf og með þeim opnist löngu tímabær tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að taka að sér fulla ábyrgð á rekstri tiltekinna þjónustuþátta sem þeir þurfi að nýta sér stéttinni og skjólstæðingum til góða. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í Guðrún Guðnadóttir kjörinn heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Guðrún Guðnadóttir lauk námi við Hjúkrunarskóla íslands í mars 1957 og hefur því nýverið fagnað 50 ára útskriftarafmæli. Hún laukframhaldsnámi í geðhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árið 1983. Guðrún starfaði fyrstu ár sín sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofum og skurð- deildum bæði hér heima og í Danmörku. Starfsferill Guðrúnar hefur þó að mestu leyti verið bundinn við geðsviðið en Guðrún varð hjúkrunarframkvæmda- stjóri á Kleppspítala 1964. Guðrún lét af störfum árið 1998. Guðrún hefur gegnum tíðina verið virk í félagsstörfum fyrir hjúkrunar- fræðinga. Hún sat bæði í stjórn deildar geðhjúkrunarfræðinga og stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra í Hjúkrunarfélagi íslands. Hún var í áraraðir í ritnefnd tímaritsins og hefur nú setið í stjórn öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í 11 ár. Guðrún er af þeirri kynslóð sem þótti sjálfsagt að vinna ómæld sjálfboðaliðastörf fyrir sitt félag. All stór hópur hjúkrunarfræðinga hittist eitt kvöld í viku, mánuðum og misserum saman og unnu að undirbúningi og birtingu hjúkrunarkvenna- og hjúkrunarfræðingatals. Guðrún gaf þannig tíma sinn, þekkingu og elju í útgáfu allra þriggja útgáfanna þ.e. 1969, 1979 og 1992. Hjúkrunarfræðingar vilja þakka Guðrúnu framlag hennar til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga með því að veita henni þá virðingu að gera hana að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friöfinnsdóttir og Guðrún Guðnadóttir við athöfnina Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.