Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 8
GOTT STARFSUMHVERF! Fyrirmyndarvinnustaðir = góð hjúkrun < Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræöingur á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga árið 2007 Flátíðardagskrá var haldin í tilefni af alþjóða- degi hjúkrunarfræðinga mánudaginn 7. maí á Grand hóteli. /\ð þessu sinni beindu alþjóðasamtökin sjónum að vinnustöðum og mikilvægi góðs starfsumhverfis. Þróun heilbrigðisþjónustu í vestrænum ríkjum kallar stöðugt á nýja þekkingu, þjálfun og skilvirk vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna. íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Tímaskortur og aðstöðuieysi draga úr gæðum þeirrar þjónustu sem þekking og faglegar kröfur heilbrigðisstarfsmanna bjóða upp á. Fljúkrunarfræðingar hafa áhyggjur af gæðum þjónustu og öryggi sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að gott starfsumhverfi heilbrigðisstofnana hefur jákvæð áhrif á gæði þeirrar þjóhustu sem veitt er. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er víða ófullnægjandi og kalla alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN eftir umbótum á því. Örugg hágæðaheilbrigðisþjónusta er háð færni heilbrigðisstarfsmanna og starfsumhverfi sem styður við frammi- stöðu starfsmannsins. Skortur á aðföngum; fjármagni og mannafla, innan heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt til hnign- unar á starfsumhverfi hennar. Þetta hefur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Verr gengur að ráða starfsfólk og halda því í starfi, frammistaða og framleiðni stofnana er minni og það getur að lokum haft áhrif á afdrif þeirra sem nýta sér þjónustuna. Koma verður á góðu starfsumhverfi innan heilbrigðiskerfisins ef ná á innlendum og alþjóðlegum markmiðum um heilsu og heil- brigði. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga munu á komandi árum halda áfram baráttu sinni fyrir bættu starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga í heiminum og hafa af þeim sökum stofnað alþjóðlega miðstöð fyrir mannafla í hjúkrun (International centre for human resources in nursing). Markmið samtakanna er að stuðla að gæðum innan heilbrigðisþjónustunnar með því að hvetja til uppbyggingar á góðu starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Heimasíða sam- takanna er www.icn.ch. Alheimssamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, gefa árlega út lesefni í tilefni dagsins og er það að finna á heimasíðunni hjukrun.is. Dagskráin hófst með erindi Lovísu Baldursdóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítala- háskólasjúkrahúsi. Þá flutti Þorbjörg Sóley Ingadóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala- háskólasjúkrahúsi athyglisvert erindi um tækni og umhyggju sem sagt er frá nánar hér í blaðinu. Þórður Helgason, verkfræðingur á Landspítala- háskóla- sjúkrahúsi sagði frá öryggi og rekstri lækningatækja en þar kom fram að flest atvik stafa af þekkingarleysi þeirra sem eru að nota tækin og skorti á eðlilegu viðhaldi. Þá sögðu þær Kristrún Þórkelsdóttir, gæðastjóri á Landspítala-háskólasjúkra- húsi, og Vigdís Hallgrímsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga frá tækjadögum á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði LSH og birtist grein um það efni einnig í þessu tölublaði. Drengjakór Hailgrímskirkju söng fyrir gesti að dagskrá lokinni. 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.