Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2007, Blaðsíða 19
Ályktanir fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 7. og 8. maí 2007 um hækkun launa hjúkrunarfræðinga Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) skorar á fjármálaráðherra að veita auknu fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að fullnýta ákvæði gildandi kjarasamninga og hækka laun hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorar þingið á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því í komandi kjarasamningum að laun hjúkrunar- fræðinga endurspegli þá staðreynd að bráðnauðsynlegt er að halda í vel menntaða og þjálfaða hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnun- um. Auk þess þurfa laun og starfsumhverfi stofnana að stuðla að eðlilegri nýliðun innan stéttarinnar. Greinargerð: í Ijósi þeirra upplýsinga sem koma fram í mannekluskýrslu FÍH 2007 verður að gera stórátak í að gera hjúkrunarstarfið enn eftir- sóknarverðara fyrir ungt fólk sem er að velja sér nám og starf til framtíðar. Vitað er að einn megin þátturinn sem ræður starfsvali eru þau laun sem almennt eru í boði að námi loknu. Hjúkrunarfræði er nú fjögurra ára háskólanám sem lýkur með 120 eininga BSc. prófi. Vegna mikillar sérhæfingar í heilbrigðisþjón- ustunni verður krafan um framhaldsnám sífellt meiri. Vaxandi fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur um og yfir sex ára nám að baki. Slíkt nám, og ábyrgð á lífi fólks sem hjúkrunarfræðingar bera, þarf að viður- kenna í launum. Það þarf að vera tryggt að laun hjúkrunarfræðinga séu að fullu sambærileg við laun annarra háskólastétta með sam- bærilegt nám að baki. Ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 7. og 8. maí 2007 um manneklu í hjúkrun Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir veruleg- um áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs skorts á hjúkrunarfræðingum. Þingið skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við þessum vanda með eflingu hjúkrunarnáms á íslandi. Auka þarf fjárveit- ingar til hjúkrunarfræðideilda HÍ og HA og sérstakt átak þarf að gera til að fjölga kennurum í hjúkrunarfræði. Greinargerð: Samkvæmt mannekluskýrslu FÍH sem út kom í marsmánuði 2007 vantar nú 582 hjúkrunarfræðinga til starfa á íslenskum stofnunum. Hjúkrunarforstjórar meta þörf fyrir árlega fjölgun stéttarinnar vera 2,2% 2007 Fulltrúaþing 7. - 8. maí 2007 Grand Hótel Reykjavík rw sA" f# J Fjölgun námsplássa í Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri í samtals 153 nægir ekki til að bæta núverandi skort og mæta þessum vexti. Að öliu óbreyttu mun árleg nýliðun í stéttinni einungis nema 40 stöðugildum að jafnaði. Áætluð árleg þörf fyrir vöxt stéttarinnar er hins vegar metin 47,6 stöðugildi. Fyrirsjáanlegt er að skortur á hjúkrunarfræðingum mun þess vegna aukast fram til ársins 2015 um 12,8 stöðugildi árlega. Bregðist stjórnvöld nú þegar við vandanum má koma í veg fyrir að alls muni vanta 749 hjúkrunarfræðinga til starfa árið 2015 Ályktun fulltrúaþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 7. og 8. maí 2007 um sjálfstæðan rekstur hjúkrunarfræðinga Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fagnar þeim möguleikum til sjálfstæðs rekstrar sem hjúkrunarfræðingar fá með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Greinargerð: í VII. kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, sem taka eiga gildi þann 1. september næstkomandi, er kveðið á um samninga sem stjórnvöld eða heilbrigðistofnanir geta gert við aðrar heil- brigðistofnanir eða heilbrigðisstarfsmenn um veitingu skilgreindrar heilbrigðisþjónustu. Með þessum ákvæðum er hjúkrunarfræðing- um gert mögulegt að reka einingar í heilbrigðisþjónustunni hvar samið yrði m.a. um magn og tegund þjónustu, hvar hún skuli veitt og af hverjum, eins og segir í 29. gr. laganna. Hjúkrunarfræðingar hafa lengi rætt kosti þess að reka eigin hjúkrunarstofur og að hafa skjólstæðinga í eigin samlagi. Einn liður í þeirri umræðu var málþing sem Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga stóð fyrir í apríl 2006 þar sem sjálfstæður stofurekstur hjúkrunarfræðinga í Bretlandi var m.a. kynntur. Ljóst má vera að stór hópur skjólstæðinga í heilbrigðiskerfinu gæti haft verulegan ávinning af því að geta fengið umtalsverðan hluta sinnar þjónustu á hjúkrunarstofum. Má þar t.d. nefna fólk með langvinna sjúk- dóma sem þarf reglubundið eftirlit. Samfélagslegur ávinningur getur auk þess orðið mikill með fjölbreytni í framboði þjónustu, og með því að þjónustan sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og af þeim faghópi sem besta þekkingu hefur á eðli þjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.