Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 44
Þráinn Freyr Vigfússon, fyrrverandi yfirmatreiðslu-maður í Bláa lóninu og Kola-
brautinni, hélt nýlega til Marokkó
og Máritaníu í norðvesturhluta
Afríku með það að markmiði að
kynnast matar- og vínmenningu
landanna. Upphaflega var ferðinni
bara heitið til Marokkó en betri
ferðahelmingur hans, Katrín Sif
Einarsdóttir, vildi einnig heim-
sækja nágrannalandið Máritaníu.
„Katrín Sif ferðast mikið og hefur
það markmið að heimsækja 200
lönd fyrir þrítugt. Það er reyndar
álitamál hversu mörg lönd eru
til, það fer allt eftir því hvernig
er talið. Hún hafði a.m.k. ekki
komið til Máritaníu þannig að við
ákváðum að nýta ferðina og skella
okkur til höfuðborgar landsins,
Nouakchott.“
Þráinn segir matargerð þess-
ara tveggja landa einkennast af
kryddum og góðum brauðum.
„Kryddin tala alveg fyrir sig og skila
sér í mjög bragðgóðum mat. Mat-
reiðslan á þessu svæði er mjög holl
og heimamenn nota lítið af smjöri
og rjóma en þeim mun meira af
ólívuolíu, grænmeti og jógúrt.“
Ferðin hófst í Marrakesh í Mar-
okkó þau sem þau upplifðu frá-
bæra stemningu á útimörkuðum
borgarinnar. Næsti viðkomustaður
var Nouakchott í Máritaníu sem
Þráni fannst mjög spennandi upp-
lifun. „Við stoppuðum stutt þar en
náðum að kynnast fiskmarkað-
inum, höfninni og ströndinni þar
sem fiskibátar lágu eins langt og
augað eygði og heimamenn stund-
uðu mjög frumstæðar aðferðir við
veiðar.“
Kefta stóð upp úr
Næst var flogið til Casablanca í
Marokkó en þaðan héldu þau til
borganna og bæjanna Meknes, Fez,
Rabat og Meknes. „Það var mjög
gaman að skoða sveitir og minni
bæi og kynnast t.d. tagine, kefta,
beghrir og mörgu fleiru á leiðinni.
Ég smakkaði t.d. ótrúlega góðan
kefta-rétt í Maknes og man enn
bragðið og hvað lambahakkið var
vel kryddað og hæfilega fitumikið.
Kefta samanstendur yfirleitt af
hökkuðu kjöti, kryddi og lauk og
er algengur réttur víða um heim,
t.d. á þessum slóðum.“
Í það heila var Marokkó mikil
matarupplifun og var mjög
gaman að ferðast um sveitir og
borgir landsins til að kynnast
matarhefðum landsmanna.
Máritanía var einnig mjög spenn-
andi land að sækja heim með
flottum mat en um leið mjög
lokað land og því erfitt kynnast
hefðum með sama hætti og í
Marokkó.“
Næst á dagskrá hjá Þráni Frey
er að opna veitingastaðinn Sumac
Grill + Drinks á Laugavegi 28
síðar í þessum mánuði. „Vonandi
opnum við á afmælisdaginn minn,
24. maí en sjáum til hvort það
tekst. Þar er ég akkúrat að fá inn-
blástur frá Marokkó og Líbanon.
Allt kryddið verður þar, geðveiku
grilluðu flatbrauðin, hummusinn
og margt fleira sem gerir þessa
matreiðslu spennandi og heilsu-
samlega. Svo ætlum við að hafa á
boðstólum vín og kokteila með
kryddi frá þessum löndum.“
Star Wars ævin-
týragarðurinn í
Flórída verður
glæsilegur og
afar spennandi.
Ég smakkaði t.d.
ótrúlega góðan
kefta-rétt í Maknes og
man enn bragðið og hvað
lambahakkið var vel
kryddað og
hæfilega
fitumikið.
Þráinn Freyr
Vigfússon
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Þessir nýju Disney-garðar verða opnaðir eftir tvö ár en þar getur fólk lifað sig
inn í kvikmyndaheim Star Wars.
Risahótelbygging verður reist í
garðinum í Orlando í Flórída. Fyrir-
mynd hótelsins verður Millennium
Falcon geimskipið. Gestir á hótel-
inu eiga að finna fyrir fígúrunum
úr myndunum allt í kringum sig. Þá
verða ýmsar leynilegar uppákomur
fyrir gesti á hótelinu og í garðinum.
Meðal annars eiga þeir sem dvelja
þarna í tvo daga von á ýmsum
spennandi og óvæntum atriðum.
Á veitingastað hótelsins fá gestir
mat og drykk með vélmennum. Frá
gluggum hótelsins verður hægt að
virða fyrir sér Star Wars heim. Það
verður sannkallað Star Wars þema
á þessu skemmtilega hóteli sem
ætti að gleðja alla aðdáendur, stóra
sem smáa.
Star Wars myndir hafa verið
teknar upp á átján spennandi
stöðum í heiminum, þar á meðal
á Íslandi, Írlandi og í Abu Dhabi.
Ekki er vafi á því að fjölgun ferða-
manna til Íslands er ekki síst að
þakka þeim kvikmyndum sem
teknar hafa verið hér á landi á
undanförnum árum.
Star Wars hótelið verður mikil
paradís. Glæsileg sundlaug í
garðinum, vatnagarður og líkams-
ræktarstöð. Hægt verður að hlýða á
lifandi tónlist daglega í garðinum.
Ekki er ólíklegt að sú tónlist tengist
bíómyndunum. Herbergin verða
skemmtilega útbúin í misjöfnum
stærðum með glæsilegu útsýni
yfir Star Wars garðinn. Það verður
ekkert sérstaklega ódýrt að búa í
þessari paradís. Talið er að tvær
nætur með öllu inniföldu kosti
um 95 þúsund krónur. Innifalinn
er aðgangur að Disney World í
Orlando.
Þangað til þessi paradís verður
að veruleika í Flórída geta aðdá-
endur átt þann kost að dvelja á
Sidi Driss hótelinu í Túnis sem
aðdáendur munu kannast við
sem æskuheimili Luke Skywalker,
Tattooine. Fullt af skemmtilegum
hlutum frá upptökum á mynd-
unum eru þar enn til staðar, jafnt
inni í hótelinu og fyrir utan það.
Þess má geta að í fyrradag, 4. maí,
var alþjóðlegur Star Wars dagur
sem margir fagna árlega. Fyrsta
Star Wars myndin var sýnd árið
1977. Aðalpersónur myndarinnar
Star Wars hótel rís í Flórída
Milljónir aðdáenda Star Wars myndanna um allan heim geta glaðst þar
sem nú stendur til að opna skemmtigarða og hótel tengd myndunum.
eru Luke Skywalker sem leikinn er
af Mark Hammill, Han Solo sem
leikinn er af Harrison Ford, Leia
prinsessa, leikin af Carrie Fisher
og Svarthöfði, leikinn af David
Prowse.
Besta kefta-rétt-
inn sem Þráinn
Freyr hefur
smakkað fékk
hann í Meknes.
Bakari í Volu-
bilis keyrir út
brauðin sín.
Mikil matarupplifun í Afríku
Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður hélt nýlega í ævintýraferð til Marokkó og Máritaníu í
norðvesturhluta Afríku. Markmið ferðarinnar var að kynnast matar- og vínmenningu landanna.
Bragðgóð krydd og góð brauð einkenna meðal annars matarmenningu beggja landa.
4 KYNNINGARBLAÐ 6 . M A Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-C
6
C
0
1
C
C
F
-C
5
8
4
1
C
C
F
-C
4
4
8
1
C
C
F
-C
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K