Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Síða 7

Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Síða 7
Um fsl. umboðsm. í Höfn. 7. að stjórnin ekki kynni að íinna sig ‘krenkta’; enn ekkert af pví tagi er tilgangr pessarra atliugasemda. Um útnefningu slíks umboðsmanns ættu engin vand- ræði að purfa að verða. J>að virðist eðlilegast, að alpingi með landshöfðingja, eða án hans, ef hann pyrði ekki að ‘vera með’, útnefndi liann, og sendi umboðsnefnd (Depu- tation) til ráðgjafa, til að korna sér saman við hann um málið. Með pví móti væri líldegt, ef lag og lempni væri 1 tafli, að auðsæju landsnauðsynjar-máli mætti ráðatilæski- legra lykta. Gæti nef'nd pings eklci kornið pví framm, pá er auðsætt, hvar ábyrgðin lægi. Menn kunna að segja, að petta sé til pess að eins, að festa Island enn fastara við Danmörku með einni taug- inni enn. Eg er, ef til vill, nokkuð einmana með tilliti til peirrar skoðunar; eg sé íslandi enga hættu búna af nánu sambandi við Danmörku, svo lengi sem borgaralegt og pólitiskt jafnrétti íslendinga við Dani er verndað; og til pess ætti pessi ráðstöfun eflaust að geta stutt. Enda ætti pingi að vera innan handar að skifta um umboðs- mann, hvenær sem liann brygðist pví í rekstri erinda sinna. Islandi liggr á slíkum manni í Höfn til xnargs fleira, enn flutnings stjórnarmála. í Höfn eru íslendingar nú, svo hundruðum skiftir. peir eru par eftirlitslausir, at- hvarfslausir í öllum efnum, andlegum sem líkamlegum, erlendir meðal erlendra, og verða að spila á eigin spýtur eins og peir geta bezt, 1 hvaða vanda sem peir kunna að rekast. |>etta er óheyrilegt og má ekki ganga pannig lengr. Ekkert land í heimi fer pannig með eigin lands- menn. I pessu efni ætti umboðsmaðr að geta orðið landi sínu til hins mesta parfa, eins og í mýmörgum öðrum uppákomandi nauðsynjamálum, er eigi koma bein- línis til kasta stjórnarinnar.

x

Stjórnmálatímarit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjórnmálatímarit
https://timarit.is/publication/1254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.