Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Qupperneq 21
Bandaríkjanna. 21.
festa laga-nýmæli, er bráð og knýjandi nauðsyn var á,
nemagildi peirra væri frestað par til hans sampykki feng-
ist; og pá er gildi peirra var pannig frestað, heíir hann
gjörsamlega vanrækt að sinna peim.
Hann hefir neitað að gefa önnur lög til hagsmuna stór-
um pjóðar-umdæmum, nema umdæmisbúar vildu afsala
sér réttinum til að hafa fulltrúa á löggjafarpinginu —
peim rétti, er peim er ómetanlegr og harðstjórum einum
parf geigr af að standa.
Hann lieiir stefnt saman löggjafarpinginu á öðrum
stöðum, eu vandi var til, peim stöðum er óhagkvæmir
vóru og fjarlægir skjalasöfnum pinganna, í peim tilgangi.
einum, að preyta pingin til að láta undan vilja hans.
Hann hefir aftr og aftr hleypt upp fulltrúa-pingum
fyrir pað, að pau með drengilegu preki hafa viðnám veitt
árásum lians á réttindi lýðsins.
Hann hefir um langa tíð eftir slik pingrof neitað að
stofna til nýrra kosninga, og við pað heíir löggjafarvaldið,.
sem eigi verðr að engu gjört, horfið aftr til framkvæmda
pjóðarinnar í heild sinni; en á meðan hefir ríkinu stofnað
verið í allan pann háska, er leitt getr af erlendum árás-
um eða innanlands-óeirðum.
Hann hefir reynt að hindra fólksfjölgun ríkja pessara;
í pví skyni hefir liann reynt að traðka lögunum um pegn-
réttar-veiting útlendinga, og synjað staðfestingar öðrum
lögum, er miðuðu til að hvetja menn til innflutnings
hingnð, og hefir liert skilyrðin fyrir nýju landnámi.
Hann hefir tálmað pví, að lögum yrði uppi haldið í
landi, með pví að neita að staðfesta lög um stofnun.
dómsvalda.
Hann hefir gjört dómara sér háða, með pví að láta
pá eiga pað undir sínum vilja eingöngu, hve lengi peir