Stjórnmálatímarit - 01.01.1884, Síða 26
26.
Jón Ólafsson:
haför, þá er auðsætt, að fyrir fræði-kreddulega pappírs-
gagns-menn, sem hanga í bókstafnum, en hugsa ekki um
andann, liggr mjög nærriað segja: hver þau lög, er ríkis-
þiug og konungr hafa gefið í sameiningu, þeim hafa
ríkisþing og konungr vald og rétt til að breyta eftir vild,
þá er þeim þóknast; ið sama löggjafarvald, sem getr
gelið lög, hver helzt sem þau eru, getr og breytt þeim
eða numið þau úr gildi að vild sinni. — þ>að stoðar ekki,
eftir þessari kenningu, þó að einliverjum sé gefinn sérstakr
réttr með slíkum lögum, sem hann yrði skertr við breyt-
ing þeirra eða afnám, úr því að honum er ekki trygðr
þessi réttr í lögunum, hvorki um tiltekinn tíma né um
aldr og æfl; því að í þessu, að lionum er á engan hátt
trygðr réttrinn, liggr það, að hann hafi eklci neinn rétt
sem sjálfstæðr samningsbær málsaðili, heldr sé hann veittr
af frjálsum vilja og fullvelíli, þ. e. af náð.
Eftir þessu ætti ríkisdagr Dana og konungr í samein-
ingu að geta breytt stöðu-lögunum eða numið þau úr gildi
með öllu, live nær og á hvern liátt, sem þeim þóknast,
án þess að Islendinga samþykki þurfi til, eða þeir hafi
nokkurn rétt til að segja annað þar um en: «Konungr og
ríkisdagr gáfu! konungr og ríkisdagr tóku! konungs og
ríkisdagsins nöfn sé vegsömuð!»
Og þessi er kenning sú, sem flutt er við háskólann
í Danmörku um landsréttindi vor.
A hve völtum fótum landsréttindi vor standi eftir
þessu, má öllum augljóst vera.
önnur (2.) gr. stöðulaganna hljóðar svo: «Á meðan
að Island ekki liefir fulltrúa á ríkisþiuginu, tekr það
engan þátt í löggjöfinni um in almennu málefni ríkisins;