Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Qupperneq 19

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Qupperneq 19
Tilgangur endurskoðunar Meðal notenda ársreikninga var spurt um tilgang endurskoðunar. Niðurstöður úr svör- um forráðamanna hlutafélaga eru þær að aðeins tæplega helmingur þeirra skilur nokk- uð vel hvað felst í hugtakinu góð endur- skoðunarvenja. Ef litið er á endurskoðuð félög eingöngu skánar hlutfallið aðeins þ.e.a.s. fer í 56%. Þrátt fyrir þessi 56% virðast 60% forráðamanna endurskoðaðra hlutafélaga álíta að löggiltir endurskoðendur geti gefið óháð álit, þó þeir starfi hjá viðkomandi hlutafélagi. Þetta er eitt dæmi um þann misskilning sem ríkir á markaðnum um starfssvið löggiltra endurskoðenda. Það kemur á óvart hve lítill munur er á milli forráðamanna óendurskoðaðra og endur- skoðaðra félaga, hvað varðar skilning á tilgangi endurskoðunar. Hlutfallið er nokkuð skárra meðal forráðá- manna lánastofnana þar sem flestir þeirra gera sér nokkuð góða grein fyrir tilgangi endurskoðunar. Hjá skattstjórum er hlut- fallið svipað og hjá forráðamönnum hluta- félaga. Aðaltilgangur með endurskoðun frá sjón- arhóli margra notenda ársreikninga virðist vera fullvissa um að bókhald sé til staðar og afstemmt. Þá vaknar sú spurning hvort sú vinna löggiltra endurskoðenda, sem felst í óendurskoðuðum reikningsskilum gæti ekki, í mörgum tilfellum, komið í stað endur- skoðaðra reikningsskila. Löggiltir endurskoðendur telja skv. niður- stöðum könnunarinnar að það felist alltaf einhver endurskoðunarvinna í óendurskoð- uðum reikningsskilum. Þessi vinna er einkum fólgin í afstemmingum og staðfestingu á eigna- og skuldaliðum. Út frá niðurstöðum um hvað felist í góðri endurskoðunarvenju má því álykta sem svo að sú vinna sem felst í óendurskoðuðum reikningsskilurri geti í mörgum tilfellum komið í stað formlegrar endurskoðunar, eins og hún er skilgreind í 1. grein laga um löggilta endurskoðendur. Viðhorf til stéttarinnar Reynt var í könnuninni að draga fram hvort gerður sé, annars vegar greinarmunur á vinnu löggiltra endurskoðenda og annarra og hins vegar greinarmunur innbyrðis milli löggiltra endurskoðenda. Niðurstaðan var sú varðandi fyrra atriðið að töluvert virðist um að notendur ársreikn- inga geri ekki greinarmun á löggiltum endur- skoðendum og kosnum endurskoðendum sem ekki eru löggiltir, þrátt fyrir þær ströngu námskröfur sem gerðar eru til löggiltra endurskoðenda. Það kom í ljós varðandi seinna atriðið að löggiltir endurskoðendur telja sig í verra áliti hjá notendum ársreikninga, heldur en for- ráðamenn hlutafélaga og lánastofnana telja þá í. Hins vegar telja löggiltir endurskoðendur sig í betra áliti hjá notendum, en skattstjórar telja þá í. Aðeins 14,3% skattstjóra telja að öll endurskoðendastéttin sé í góðu áliti hjá notendum. Niðurstöður úr spurningu til skattstjóra benda til þess að munur sé á vinnugæðum, eftir því hvaða löggiltur endurskoðandi á í hlut, þar sem 4 af 7 skattstjórum sem tóku þátt í könnuninni telja að starfsmenn skatt- stofu meðhöndli skattframtöl á mismunandi hátt, eftir því hvaða endurskoðandi hefur samið framtalið. Þetta virðist eiga sér stað, þrátt fyrir að ekki séu gefin út um það fyrirmæli. En hvers vegna er þessu þannig varið? Af hverju eru til „svartir listar“ á skattstofum og í hagdeildum banka? Við greinarhöfundar viljum varpa þessum spurningum fram til alvarlegrar umræðu innan félagsins. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að gæði vinnu löggiltra endurskoðenda séu svipuð og að ekki skipti máli hvaða endurskoðanda er leitað til. Það er því siæmt þegar rtotendúr ársreikn- inga hafa ástæðu til að ætla að munur sé á gæðum vinnu löggiltra endurskoðenda, eftir því hvaða endurskoðandi á hlut að máli. 17 i

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.