Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Síða 38

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Síða 38
þeim tilvikum sem vörunotkun er hátt hlutfall af tekjum félags. Ég er þeirrar skoðunar, að hinir almennu fyrirvarar um verðmæti birgða, sem endur- skoðendur tíðka, séu í ósamræmi við þær framfarir sem hafa orðið að öðru leyti. Mat fastafjármuna og þar með eiginfjár virðist einnig oft vera óraunhæft. Væri stuðningur að því, að geta almennt séð í athugasemdum við ársreikning, tryggingar- verðmæti og fasteignamat viðkomandi eigna, og þyrfti þá að sundurgreina sérstaklega eignir og eignahluta. Ég vil ennfremur minna á það, að á síðustu árum hefur endurmat eigna verið nokkru lægra en endurmat skulda, þar sem verð- stuðull til endurmats eigna samkvæmt skatta- lögunum hefur verið lægri en endurmat skulda í formi verðbóta eða gengistaps. Endurmat eigna innan fyrsta árs hefur vant- að. Þetta hefur áhrif í þá átt, að eigið fé sýnist minna en það er í raun og getur hér munað miklu á tímum örra verðlagsbreytinga, eins og hér hafa orðið. Nokkuð vantar á að nægilegar upplýsingar séu almennt gefnar um langtímaskuldir fyrir- tækjanna. í skýringum við reikninginn þarf að að koma fram eftirlifandi lánstími, vaxtakjör, verðtrygging eða gengistrygging, afborganir næsta árs og áfallnir vextir og kostnaður ef einhver er. Það hefur vakið furðu okkar, að í reikningsskilum sem löggiltir endurskoð- endur hafa samið, hefur það komið fyrir að samviskusamlega séu tilgreindar þær afborg- anir sem gjaldfalla á næsta ári, en engin grein gerð fyrir því, að verulegur hluti höfuðstóls sama láns, hefur þá þegar verið í vanskilum. Nákvæmar upplýsingar um greiðsluferil lang- vinns lánsfjár veita mikilvægar upplýsingar um dvalartíma fjármagnsins í félaginu og segir það bankanum oft mikilvæga sögu um það sem framundan er. Ennfremur vantar nokkuð á, að almennt komi fram upplýsingar um veð í fasteignum félagsins, aðrar veðsetningar, víxilábyrgðir og aðrar ábyrgðir eða tryggingaskuldbind- ingar. Þessar upplýsingar geta skipt máli við mat á fjárhagsstöðu félagsins. Þá vil ég minnast á ársskýrsluna, sem nýju hlutafélagalögin gera ráð fyrir að sé hluti ársreiknings. Er mér óhætt að segja, að lánastofnanir líti nokkrum vonaraugum til löggiltra endurskoðenda um að þeir þrói þessa ársskýrslu í þá átt, að hún gefi sem gleggsta mynd af rekstri félagsins og fjár- hagsstöðu, ekki einungis í fortíðinni, heldur einnig til mats á rekstrargrundvelli næstu framtíðar. Ég vil t.d. nefna, að mikill fengur væri að því, að þar kæmu fram tölur um raungildi, t.d. framleiðsluverðmætis fyrirtæk- isins eða veltu sl. 5 ár og t.d. kaupmáttar eigin fjár fyrirtækisins á sama tíma. Samanburður á hlutföllum og kennitölum milli ára og milli fyrirtækja er ekki nóg, og er ég viss um að bæði stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna kynnu einnig að meta upplýsingar af þessu tagi. Áritun og ábyrgð Ljóst er, að löggiltur endurskoðandi er ekki einráður um reikningsskil félags. Hann er til starfsins ráðinn af stjórnendum félagsins, oft í þeim aðaltilgangi að fullnægja framtals- skyldu til skatts. Honum er sjaldnar ætlað að verja til þess fé og fyrirhöfn að draga fram raunverulega fjárhagsstöðu félagsins, þó svo ætti vitaskuld að vera. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd, að auðvitað er samkeppni milli löggiltra endurskoðenda um viðskipti, eins og í öllum öðrum greinum. Má þess stundum sjá nokkur merki, að þeir gangi of langt til móts við óskir umbjóðenda sinna. Um leið og ég rifja upp þá almennu athugasemd, sem ég viðhafði hér í byrjun, að ástandið í þessum efnum væri gott og batnandi, vil ég þó nefna dæmi um hið gagnstæða. Það sýnir að full ástæða er fyrir notendur reikningsskila að vera vel á verði. Eitt sinn fékk Iðnaðarbankinn til athug- unar reikningsskil fyrir viðskiptamann sem 36

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.