Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 7
myndast hafa vegna liðinna viðskipta eða atburða.
Fjárhæð eignanna ræðst þannig af þeim framtíðartekj-
um sem þær geta skapað.
Af þessari skilgreiningu má ljóst vera að virðing all-
margra eigna byggist á því að þær fái tíma til að skapa
þær framtíðartekjur sem þeim var ætlað. Sé rekstrar-
forsendan ekki til staðar má ljóst vera að verðmat þess-
ara sömu eigna riðlast. Þá þarf að grípa til þess ráðs að
koma eignunum í verð með öðrum hætti en upphaflega
var ráð fyrir gert t.d. með því að selja þær öðrum aðil-
um. Þetta hefur í för með sér kostnað við að selja eign-
ina, e.t.v. flytja hana til kaupanda, auk þess sem ýmis
tilkostnaður svo sem uppsetningarkostnaður fæst aldrei
endurgreiddur í söluverði. Ef um er að ræða sérhæfðar
eignir er reynslan yfirleitt sú, að afföllin aukast með
sérhæfingunni.
Það sem sagt var hér á undan miðast við skipulega upp-
lausn þ.e. að rekstrareiningin ráði hraða sölunnar.
Missi rekstrareiningin hins vegar stjórn á stöðu mála
verða afleiðingarnar mun alvarlegri. Þvinguð upplausn
á eignum leiðir nær undantekningalaust til þess að eign-
ír seljast undir raun- eða markaðsvirði. Aðrar afleiðing-
ar sem má nefna er að skuldbindingar eru ekki greiddar
á gjalddaga, sem hefur í för með sér kostnað umfram
það sem vænta mátti, birgjar taka að loka á reiknings-
viðskipti, erfiðara verður að afla rekstrarvara og hrá-
efna sem aftur leiðir til rekstrarörðugleika og loks
stöðvunar. Fastur kostnaður heldur hins vegar áfram
að falla til og rekstrareiningin kemst í þrot.
ÁHRIF ÞESS Á ÁRSREIKNING EF REKSTR-
ARFORSENDAN ER EKKI FYRIR HENDI.
Athyglisvert er að velta fyrir sér mismuninum á efna-
hagsreikningi sem gerður er samkvæmt almennum
reikningsskilavenjum þegar rekstrarforsendan er fyrir
hendi og sama efnahagsreikningi þegar forsendur
áframhaldandi rekstrar eru ekki lengur til staðar. Ég
hygg að eftirfarandi dæmi skýri hvar og hvers vegna
mismunur getur átt sér stað, en augljóslega eru engar
forsendur til alhæfingar á grundvelli þess.
EFNAHAGSREIKNINGUR X H/F 31. desember 1987
E I G N I R :
MEÐ REKSTRAR- ÁN REKSTRAR-
FORSENDU FORSENDU SKÝR.
VELTUFJÁRMUNIR:
Handbært fé .............. Kr. 50 50
Skammtímakröfur — 1.300 1.050 1)
Birgðir - 4.000 3.300 2)
Kr. 5.350 4.400
FASTAFJÁRMUNIR:
Skuldabréf Kr. 2.000 1.700 3)
Varanlegir rekstrarfjármunir - 9.750 7.000 4)
Stofnkostnaður - 1.500 0 5)
Kr. 13.250 8.700
EIGNIR ALLS Kr. 18.600 13.100
7