Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Qupperneq 30

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Qupperneq 30
Frá fastanefndum FLE ur að ganga frá frambærilegri fundargerð. Næsti fundur verður haldinn í Stokkhólmi að ári. Hér hefur verið stiklað á stóru í störfum Endurskoð- unarnefndar FLE á starfsárinu 1987 - 1988. Nánari grein fyrir undirbúningi og framgangi mála er gerð í skýrslu nefnarinnar til aðalfundar 1988. Norræna endurskoðunarnefndin: í þessum pistli stendur til að skýra lítillega frá fundi Norrænu endurskoðunarnefndarinnar, sem fram fór í Reykjavík dagana 13. og 14. júní í sumar. Nefndin er samansett af endurskoðunarnefndum félaga endur- skoðenda á Norðurlöndum. Hún heldur jafnan einn fund á ári. Árið 1987 var fundað í Kaupmannahöfn og lögðu íslensku fulltrúarnir þá til að ísland yrði næst í röðinni, sem og varð. Dagskrá fundanna verður þannig til að með góðum fyr- irvara er lýst eftir því við félögin hvað þau vilji leggja fram til umræðu, og að því loknu er efnislisti sendur öllum þátttakendum. Sem að líkum lætur kalla menn gjarnan eftir umræðu um málefni sem eru ofarlega á baugi í hverju landi fyrir sig. Fundurinn í Reykjavík var engin undantekning frá öðr- um. Fram komu fjórtán mismunandi efnisatriði til um- ræðu. Verður hér á eftir stiklað á stóru um efnið. Danir kynntu drög að leiðbeinandi reglum um ráðgjöf endurskoðenda og um endurskoðun í fyrirtækjum með tölvuunnið bókhald. Þeir hafa eins og aðrir notað þenn- an vettvang til að kynna hugmyndir sínar og að fá fram viðbrögð annarra. Nokkuð fjörugar umræður urðu um ráðgjöfina og sýndist sitt hverjum. Töldu sumir að það gæti skaðað óhæði endurskoðenda að hætta sér um of inn á þessar brautir, og einnig varð mönnum tíðrætt um að hugsanlega gætu endurskoðendur skapað sér bóta- ábyrgð með þessu. íslendingar lögðu til umræðu um endurskoðun á lífeyr- isskuldbindingum. Fundargestir þekkja sömu vandamál og við, m.a. varðandi mat á fjárhæð slíkra skuldbind- inga. Svo virðist sem framsetning þessa sé laus í reipum hjá grönnum okkar, ekki síður en hér. Reynt er að fá fyrirtæki til að færa slíkar skuldbindingar upp, en jafn- framt eru flestir á því að útreikningur tryggingafræð- inga sé svo flókinn að hvorki endurskoðendur né fyrir- tækin sjálf geti myndað sér rökstudda skoðun á honum. Svíarnir höfðu meðal annars áhuga á umræðu um end- urskoðun tölvukerfa, endurskoðun á stofnunum, „re- presentation letters" og einnig uppbyggingu endurskoð- unarstaðla og samhengi þeirra. Staðlasetning svía er orðin það víðtæk að nú beinist áhugi þeirra að því hvað kunni að falla utan þeirra og hvort hægt sé að setja þá upp í eitthvert heildstætt skipulag. Finnarnir voru nokkuð uppteknir af atriðum sem snerta endurskoðun með þarfir verðbréfamarkaða í huga. Má þar nefna breytingu á félagsformi og skýrslu endur- skoðanda um eignir og skuldir félags í því samhengi, t.d. þegar til stendur að “go public“. Einnig var rætt um framsetingu lána sem breytanleg eru í hlutafé. Norðmenn kynntu drög að staðli um atburði eftir lok reikningsárs og fylgdu þessu efni góðar umræður. Al- menn var sú skoðun að endurskoðendur vanræktu um of að kanna hvaða breytingar hefðu orðið á rekstrar- umhverfi fyrirtækja fram að lokum endurskoðunar. Önnur efni frá norðmönnum voru grundvallarreglur um mat á gæðum reikningshaldsgagna, og viðskipti ut- an efnahags, svo sem kaupleiga, „swaps" o.þ.h. Enn- fremur stóðu þeir að umræðu um væntanlegar breyting- ar á lögum um löggilta endurskoðendur í Noregi. Hér hefur verið lauslega tæpt á helstu umræðuefnum fundarins. Eins og sjá má voru þau margvísleg og var tíminn vel nýttur. Af léttari viðfangsefnum skal nefnt að farið var með er- lendu gestina í dæmigerða sunnudagsferð á Þingvöll og að Gullfossi og Geysi. Að kvöldi fyrri fundardagsins snæddi hópurinn kvöldverð í boði heimamanna. 30

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.