Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Page 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Page 31
Frá fastanefndum FLE Menntunarnefnd FLE Sumarráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda var haldin 1-3 júlí 1988. Menntunarnefnd félagsins var falið að velja efni og skipuleggja ráðstefnuna. Fljótlega eftir að nefndin tók til starfa að undirbún- ingi ráðstefnunnar kom fram hugmynd að efni því er síðan var tekið fyrir. „Fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum og rekstrarlegum vanda“. Eftirtaldir voru fengnir til fyrirlestrarhalds: Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, fjallaði um rekstrarforsendur. - Nokkrar hugleiðingar um „Going Concern". Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, en hann talaði um valkosti fyrirtækja í rekstrarvanda og orsakir rekstr- arvanda fyrirtækja hér á landi. Markús Sigurbjömsson, prófessor, fjallaði um laga- reglur um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjald- þrot. Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, tók fyrir þjónustu endurskoðenda við fyrirtæki í rekstrar- vanda og stöðu endurskoðenda og ábyrgð við þessar aðstæður. Að loknum fyrirlestrum var ráðstefnugestum skipt í hópa og tekið fyrir raunhæft dæmi um fyrirtæki í rekstr- ar- og greiðsluerfiðleikum. Menntunarnefnd lagði fram raunhæft verkefni fyrir hópana. Hóparnir unnu síðan úr verkefnum og skiluðu frá sér sameiginlegum drögum að áliti um áritun endurskoðenda á reikningsskil fyrir- tækja sem þannig er ástatt fyrir. Menntunarnefnd félagsins hafði þegar við undirbún- ing á ráðstefnu þessari haft í huga að gefa þetta áhuga- verða efni út að ráðstefnu lokinni þar sem heildarefni ráðstefnunnar, fyrirlestrar, verkefni og niðurstaða hópa um áritun væri samantekið í einu hefti. Að ósk ritnefndar félagsins var ákveðið að birta ráð- stefnuefnið í tímariti FLE og munu þrír fyrirlestrar birt- ast í þessu tölublaði. Menntunarnefnd vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í ráðstefnunni, fyrirlesurum, hópstjórum og ráðstefnugestum fyrir þeirra þátt í velheppnaðri ráð- stefnu. 31

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.