Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 31
Frá fastanefndum FLE
Menntunarnefnd FLE
Sumarráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda var
haldin 1-3 júlí 1988. Menntunarnefnd félagsins var falið
að velja efni og skipuleggja ráðstefnuna.
Fljótlega eftir að nefndin tók til starfa að undirbún-
ingi ráðstefnunnar kom fram hugmynd að efni því er
síðan var tekið fyrir. „Fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum
og rekstrarlegum vanda“. Eftirtaldir voru fengnir til
fyrirlestrarhalds:
Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, fjallaði
um rekstrarforsendur. - Nokkrar hugleiðingar um
„Going Concern".
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, en hann talaði um
valkosti fyrirtækja í rekstrarvanda og orsakir rekstr-
arvanda fyrirtækja hér á landi.
Markús Sigurbjömsson, prófessor, fjallaði um laga-
reglur um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjald-
þrot.
Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, tók fyrir
þjónustu endurskoðenda við fyrirtæki í rekstrar-
vanda og stöðu endurskoðenda og ábyrgð við þessar
aðstæður.
Að loknum fyrirlestrum var ráðstefnugestum skipt í
hópa og tekið fyrir raunhæft dæmi um fyrirtæki í rekstr-
ar- og greiðsluerfiðleikum. Menntunarnefnd lagði fram
raunhæft verkefni fyrir hópana. Hóparnir unnu síðan
úr verkefnum og skiluðu frá sér sameiginlegum drögum
að áliti um áritun endurskoðenda á reikningsskil fyrir-
tækja sem þannig er ástatt fyrir.
Menntunarnefnd félagsins hafði þegar við undirbún-
ing á ráðstefnu þessari haft í huga að gefa þetta áhuga-
verða efni út að ráðstefnu lokinni þar sem heildarefni
ráðstefnunnar, fyrirlestrar, verkefni og niðurstaða hópa
um áritun væri samantekið í einu hefti.
Að ósk ritnefndar félagsins var ákveðið að birta ráð-
stefnuefnið í tímariti FLE og munu þrír fyrirlestrar birt-
ast í þessu tölublaði.
Menntunarnefnd vill nota tækifærið og þakka öllum
sem tóku þátt í ráðstefnunni, fyrirlesurum, hópstjórum
og ráðstefnugestum fyrir þeirra þátt í velheppnaðri ráð-
stefnu.
31