Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 40

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 40
2.3. Það fer eftir ástæðum hverju sinni hversu mikla aðstoð endurskoðandi veitir viðskiptavini sín- um, en með sérþekkingu sinni á hann að tryggja að reikningshaldið fái þar meðferð, sem hæfir kunnáttumanni á þessu sviði. 3. Grundvallarreglur um gerð reikningsskila 3.1. Reikningsskil skulu gerð í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. 3.2. Reikningsskilin eru byggð á þeirri forsendu að félagið geti haldið áfram starfsemi nema annað sé sérstaklega tekið fram. 3.3. Gerð reikningsskila er byggð á sömu reiknings- skilaaðgerðum og á síðasta tímabili, nema ann- að sé sérstaklega tekið fram. 3.4. Eðlileg lotun skal viðhöfð við gerð reiknings- skila. Með lotun er átt við að gjöldum sé jafnað á móti tekjum og að rekstrar- og efnahagsliðir, sem tilheyra reikningstímabilinu, komi fram í reikningsskilunum. 3.5. Gert er ráð fyrir eðlilegri varkárni við gerð reikningsskila. í því felst að tekjur séu ekki færðar nema í samræmi við lög og góða reikn- ingsskilavenju, eignir séu ekki metnar til hærra verðs en áframhaldandi rekstur gefur tilefni til og allar skuldbindingar séu taldar með í reikn- ingsskilunum. 3.6. í reikningsskilum skal gera grein fyrir þeim að- ferðum, sem beitt er til að mæla áhrif verð- bólgu á afkomu og efnahag fyrirtækis. 4. Áritanir endurskoðenda á óendurskoðuð reikningsskil 4.1. Veiti endurskoðandi aðstoð við gerð óendur- skoðaðra reikningsskila, skal hann árita þau. Árita má á sjálf reikningsskilin eða viðfest blað með upplýsingum um nafn fyrirtækis, reikn- ingstímabil og hvað reikningsskilin hafa að geyma. 4.2. I áritun skal koma fram, að reikningsskilin séu óendurskoðuð. 4.3. Komist endurskoðandi að raun um, að reikn- ingsskilunum sé verulega ábótavant eða þau háð óvissu og ekki fæst úr því bætt, skal hann gera grein fyrir því í áritun. 4.4. Endurskoðandi getur í áritun sinni gert grein fyrir eðli og umfangi þeirra starfa, sem hann hefur innt af hendi við gerð reikningsskila. Janúar 1988. Dæmi um áritanir á óendurskoðuð reikningsskil Dæmi A Áritun Ársreikning þennan árið 19xx fyrir xxx höfum við gert eftir bókhaldi félagsins, en hann er á x blaðsíðum og hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagns- streymi og skýringar nr. 1 - x. Við höfum ekki endurskoðað reikninginn. Staður, dagsetning. Dæmi B Áritun Ársreikning þennan fyrir xxx höfum við gert eftir bókhaldi félagsins, en hann er á x blað- síðum og hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning fyrir árið 19xx og skýringar nr. 1 - x. Við gerð ársreikningsins höfum við komist að raun um, að frágangi bókhalds er verulega ábótavant. Ársreikningurinn getur því verið rangur í veigamikl um atriðum, þar sem hann byggir á óáreiðanlegum gögnum. Við höfum ekki endurskoðað ársreikninginn. Staður, dagsetning. Láttu allt eftir svíninu þínu og barninu þínu og vittu til. Pú munt sjá að þú átt úrvals svín en óþekkt barn. „Bill McKenna." Þú mundir líklega hafa engar áhyggjur af því hvað fólk heldur um þig ef þú áttar þig á hversu sjaldan það hugsar til þín. „Mrs. S. Lee.“ Ef engir speglar væru til væri ást við fyrstu sín mun sjaldgæfari. „George W. Linn. 40

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.