Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 6
til verulegra lægra mats á hlutabréfunum en ella. -
Aukið mikilvægi hlutabréfaviðskipta hérlendis á undan-
förnum árum hefur skapað aukna þörf fyrir sérhæfða
þjónustu á sviði verðmats hlutabréfa.
II. HELSTU AÐFERÐIR VIÐ VERÐMAT
Á HLUTABRÉFUM.
Nokkrar aðferðir eru færar við að meta líklegt mark-
aðsverðmæti hlutabréfa í lokuðu fyrirtæki. I grófum
dráttum má skipta þessum aðferðum í þrennt, þ.e.:
1. Aðferðir, þar sem gengið er út frá verðmæti eigna
fyrirtækisins
2. Aðferðir, þar sem gengið er út frá árlegum hagnaði
fyrirtækisins
3. Aðferðir, þar sem gengið er út frá núvirðingu á út-
greiddum arði fyrirtækisins í framtíðinni.
í fjórða lagi má síðan nefna samanburð við svipuð
eða sambærileg fyrirtæki, sem skráð eru á hlutabréfa-
markaði.
1. Aðferöir, sem miðast við verömat á eignum fyrirtæk-
isins.
Á fullkomnum markaði ætti verðmæti hlutabréfa fyrir-
tækis ekki að geta orðið minna en markaðsverðmæti
eigna fyrirtækisins að frádregnum skuldum. Þegar lík-
legt verðmæti hlutabréfa er metið er því gagnlegt að
byrja á því að kanna efnahagsreikning fyrirtækisins, og
er þá sjónum helst beint að eigin fé þess. Eignavirðisað-
ferðir henta vel sem viðmiðun hjá fyrirtækjum, sem
hafa stóran efnahagsreikning og nota mikið af fastafjár-
munum við starfsemi sína, svo framarlega sem virkur
endursölumarkaður er með viðkomandi eignir. Dæmi
um fyrirtæki, sem falla undir þessa skilgreiningu eru
t.a.m. Eimskip og Flugleiðir, þar sem virkur endursölu-
markaður er með stærstu eignir félaganna og endur-
söluverð þeirra þekkt. Þessar aðferðir henta hins vegar
síður í þeim tilvikum að verið sé að meta hlutabréf í
sérhæfðum fyrirtækjum, þar sem eignirnar eru að miklu
leyti bundnar í sérhæfðum eignum, sem þröngur mark-
aður er fyrir. Þannig höfðu eldisker og kvíar laxeldis-
fyrirtækja hátt markaðsverðmæti hérlendis fyrir nokkr-
um árum, en í dag er markaður fyrir þennan búnað
hruninn. Sömuleiðis henta þessar aðferðir síður við mat
á hlutabréfum þjónustufyrirtækja, sem nota litla fasta-
fjármuni við starfsemi sína, s.s. ferðaskrifstofur og
auglýsingastofur. í slíkum tilvikum felst verðmæti fyrir-
tækisins oft fremur í óáþreifanlegum eignum á borð við
þekkingu starfsmanna og viðskiptasambönd fyrirtækisins.
a) Miðað við bókfœrt virði.
Bókfært verðmæti eigin fjár er oft notað til viðmiðunar
þegar viðskipti eiga sér stað með hlutabréf fyrirtækis-
ins. Þessi tala óleiðrétt segir í sjálfu sér ekki mjög mik-
ið, en er gagnleg viðmiðun við endanlegt söluverð, þ.e.
hvort hlutabréf eru seld undir eða yfir bókfærðu verði.
b) Miðað við leiðréttan efnahagsreikning.
Bókfært verð eigna fyrirtækisins getur verið allt annað
en markaðsverð. Til að fá raunhæfa mynd af verðmæti
hlutabréfa með þessari aðferð er nauðsynlegt að endur-
meta alla þætti efnahagsreikningsins. Helstu leiðrétt-
ingarnar eru oftast eignamegin, þar sem markaðsverð
eignanna kann að vera hærra eða lægra en bókfært verð
þeirra. Eignirnar eru þá metnar á markaðsverði miðað
við frjálsa sölu og áframhaldandi starfsemi fyrirtækis-
ins. Þá þarf einnig að taka tillit til hugsanlegra skatt-
skuldbindinga fyrirtækisins. Eigið fé, leiðrétt með þess-
um hætti, ætti að gefa góða vísbendingu um líklegt lág-
marksverð hlutabréfa á almennum markaði, en aðrir
þættir geta síðan haft áhrif á matið til hækkunar eða
lækkunar. Nokkurra þeirra þátta verður getið í kafla III
hér á eftir.
c) Markaðsverð hlutabréfa samanborið við bókfœrt eig-
ið fé.
Þegar búið er að leggja mat á líklegt markaðsverð
hlutabréfanna er gagnlegt að bera það saman við bók-
fært eigið fé fyrirtækisins. Hlutfallið þarna á milli, Q-
hlutfallið, er gagnlegur mælikvarði, sem hægt er að
bera saman við Q-hlutföll sambærilegra fyrirtækja, sem
skráð eru á hlutabréfamarkaði. Eðlilegt er að fyrirtæki,
sem eru svipuð hvað varðar starfsemi og arðsemi, seljist
á svipuðu verði. Áhætta og arðsemi fyrirtækjanna kem-
ur einnig inn í myndina. Þannig ættu hlutabréf í áhættu-
samari fyrirtækjum að öðru jöfnu að seljast á lægra
verði en hlutabréf í fyrirtækjum, sem búa við stöðugan
rekstur, og hlutabréf arðsamari fyrirtækja á hærra verði
en hlutabréf fyrirtækja með minni arðsemi.
2. Aðferðir, sem miðast við hagnað fyrirtækisins.
Aðferðir við hlutabréfamat, sem miðast við hagnað fyr-
irtækisins eru mikið notaðar. Ástæða þessa er sú að
hagnaður fyrirtækisins er sá hluti af tekjum þess, sem
kemur í hlut eigenda hlutabréfanna, eftir að starfsmenn
þess og lánadrottnar hafa fengið umsamdar greiðslur.
Hagnaður fyrirtækisins nýtist eigendum hlutabréfanna
ýmist sem útgreiddur arður eða sem hagnaður, sem
haldið er eftir í fyrirtækinu. Gallinn við að verðmeta
hlutabréf miðað við hagnað fyrirtækis er hins vegar sá,
að fyrirtæki geta notað mismunandi uppgjörsaðferðir,
sem sýna mismunandi hagnað, sem gerir samanburð
erfiðari en ella. Sérstaklega á þetta við ef samanburður
er gerður milli fyrirtækja í mismunandi atvinnugreinum
eða milli landa.
a) V/H hlutfallið.
V/H hlutfallið er sú kennitala, sem mest er notuð, þeg-
ar verðmæti hlutabréfa er fundið út frá hagnaði fyrir-
tækis. Verðmæti hlutabréfanna er þá fundið út sem
ákveðið margfeldi af hagnaði fyrirtækisins. Aðferðin er
einföld í framkvæmd, þar sem V/H hlutfallið er þekkt
fyrir öll skráð fyrirtæki, og því auðvelt að finna V/H
6