Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 13

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 13
70% j 60% - ■ 50% - • 40% - • 30% - • 20% - • 10% -• 0% -- 10% 26% Breytingar á lslenskum Verðbréfamarkaíi 1986 - 1990 9% 12% -f- -+- 8% 1986 □ 1990 15% 5% 70% 3% 3% Hlutabréf Verðbr.sjóðir Bankabréf Húsbréf I --------------H Ríkissk.bréf Annað hlutabréfa og erlendra verðbréfa, og nokkurra annarra flokka sem minna kveður að. Peirri hugmynd er nú varpað fram hér að íslenskur fjármálamarkaður, þ.e. innlán banka og sparisjóða, markaðsverðbréf og erlent fé í landinu, muni tvöfaldast að stærð að raunvirði á næstu 10 árum frá því sem nú er. A verðlagi í ársbyrjun 1991 gætu fjármunir á þessum markaði árið 2000 numið um 800-900 mrð.kr. eða ná- lægt tvöfaldri landsframleiðslu á þeim tíma en hún gæti orðið um 430 til 450 mrð.kr. ef miðað er við 2,5-3% ár- legan hagvöxt að jafnaði öll árin. Hlutdeild erlends fjár, sem var 66% í þessum markaði árið 1984, mun sam- kvæmt þessari hugmynd lækka úr 42% árið 1990 í um 30% árið 2000 en nema þó um 63% af landsfram- leiðslu. Hlutdeild banka og sparisjóða mun haldast svipuð og hún er nú eða um 30%. En innlán verða þá orðin meiri en útlán og hluti þeirra verður ávaxtaður í markaðsverðbréfum, einkum í ríkisskuldabréfum. Hlutdeild verðbréfamarkaðs í innlendum fjármála- markaði gæti orðið um 45% árið 2000 en verðmæti markaðsverðbréfa yrði þá um 405 mrð.kr. á núgildandi verðlagi. Verðmæti skráðra hlutabréfa almennings- hlutafélaga gæti numið um 120 mrð.kr. sem væri þá um 30% af landsframleiðslu þess tíma. Verðmæti hluta- bréfa sem hlutfall af landsframleiðslu hefði þá hækkað í um 30% úr um 8-9% á árinu 1991 en til samanburðar mætti nefna að sama hlutfall hækkaði úr 7% árið 1981 í 32% árið 1990 í 20 ríkjunum sem tölur eru frá í Töflu 1 hér að framan. í ritinu Arsreikningar fyrirtækja sem Þjóðhagsstofn- un gaf út í desember 1990 er að finna mat á eigin fé ís- lenskra fyrirtækja í árslok 1989 samkvæmt úrtaki nærri 1.200 fyrirtækja. Ut frá þeim niðurstöðum má áætla að eigið fé íslenskra atvinnufyrirtækja í ársbyrjun 1991 geti numið um 250 mrð.kr. og er þá átt við öll fyrirtæki nema opinbera þjónustu. Raunávöxtun þess fjár er afar slök. Meðalarðsemi 50 stærstu fyrirtækja á íslandi árið 1989 var aðeins 4,2% en þess má geta að arðsemi 25 stærstu fyrirtækja í Evrópu árið 1990 var 20,5%. Um 75% af eigin fé 50 stærstu fyrirtækja á íslandi er í eigi ríkis og sveitarfélaga og hagnaður þeirra í hlutfalli af eigin fé var aðeins 2,4% árið 1989. Hagnaður skráðra almenningshlutafélaga var nærri þrefalt hærri eða 7,4% og hagnaður fyrirtækja á íslandi í eigu útlendinga var 25% árið 1989. Tafla 2 Arðsemi fyrirtækja f eigu útlendinga á íslandi 25% Arðsemi 25 stærstu fyrirtækja í Evrópu 20,50% Arðsemi skráðra almenningshlutafél. á íslandi 7,40% Arðsemi 50 stærstu fyrtækja á íslandi 4,20% Arðsemi hluta í eigu ríkisins hjá 50 stærstu fyrirtækjum á íslandi 2,40% Einkavæðing og áhrif erlendrar samkeppni á íslenskan frjármálamarkað I þeirri hugmynd um þróun íslensks hlutabréfamarkaðs sem lýst var hér að framan er gert ráð fyrir því að verð- mæti skráðra hlutabréfa fjórfaldist næstu tíu árin. Allan þennan tíma verða innlend hlutabréf í beinni sam- keppni við hlutabréf í bestu fyrirtækjum í Evrópu, Am- eríku og Asíu. Samkeppni mun því leiða til þess að arð- semi íslenskra fyrirtækja verður að aukast - og við það mun hagvöxtur raunar taka að aukast um leið. Viðskipti á innlendum hlutabréfamarkaði og sam- 13

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.