Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 19

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 19
hlutfallið fyrir Tollvörugeymsluna eða 0,87 en hæst fyr- ir Sjóvá Almennar eða 3,25. Flest félaganna hafa Q hlutfall nálægt 1 og það eru ekki mörg frávik frá meðal- talinu. En lítum því næst á hvert Q hlutfallið er að meðaltali á íslandi og í tveimur öðrum löndum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Á íslandi er þetta hlutfall í dag 1,43 en 1,6 í Bretlandi og 1,8 í Bandaríkjunum. Einnig sést á mynd 4 að langtímameðaltal fyrir þessi lönd er 1,2 og 1,85. Eitt atriði verður þó að hafa í huga við þennan saman- burð og það er að á Islandi er beitt öðrum reiknings- skilaaðferðum en gert er í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Á íslandi eru notuð verðbólgureikningsskil. Pví má reikna með að bókfært verð eigna og þar með eig- infjár sé nær sannvirði, heldur en í hinum löndunum. Eignirnar eru því vanmetnar hjá fyrirtækjum í Banda- ríkjunum og í Bretlandi og Q hlutfallið ætti því í raun að vera lægra þar. Ut frá þessum stærðum má draga þá ályktun að verð á íslenskum hlutabréfum sé hæfilegt. En hversu góður mælikvarði er Q hlutfallið á verðgildi bréfa? Hluthafarnir sjá hvar þeir standa ef hlutafélagið myndi hætta starfsemi og eignir þess yrðu seldar. Hugs- anlegt er þó að eigið fé fyrirtækis gefi ekki rétta mynd vegna þess að söluverð eignanna yrði allt annað en bókfært verð ef fyrirtækið yrði leyst upp. Pannig gæti fengist hærra verð ef búið er að afskrifa eignir sem ann- ars eru í mjög góðu ástandi. Einnig er mögulegt að lægra verð fengist til dæmis ef eignir fyrirtækisins eru mjög sérhæfðar. Eignir fyrirtækja eru ekki bókfærðar á því verði sem fæst ef þær yrðu seldar heldur því verði sem þær eru keyptar fyrir að frádregnum hæfilegum af- skriftum. En vegna þess að hér eru notuð verðbólgur- eikningsskil er bókfært verð eigna nokkuð traustur grundvöllur fyrir eignamati og þá um leið virði eignar hluthafanna eða eiginfénu. Á ófullkomnum og ungum hlutabréfamarkaði eins og þeim íslenska er Q hlutfallið mjög mikilvægur mæli- kvarði. Eftir stendur þó að hlutabréf eru langtíma fjár- festing og rekstur fyrirtækisins kemur til með að vara í langan tíma. Það hvernig fyrirtækinu gengur við að mæta fjárhagsskuldbindingum sínum og greiða hluthöf- um arð ræðst alfarið af því hvernig rekstur þess gengur. Gallinn við Q hlutfallið er að það mælir þetta ekki þar sem það byggir á því hver eign huthafanna er í bókhaldi fyrirtækjanna og söluverði hluta þeirra á markaði. Eðli- legra er því kannski að meta verðgildi hlutabréfanna með hliðsjón af hagnaði heldur en eignum. Er ég þá kominn að hinu svokallaða V/H hlutfalli en það er mik- ilvægasti mælikvarðinn á erlendum mörkuðum. Verð rniðað við hagnað V/H hlutfallið er fengið þannig að hagnaði viðkomandi fyrirtækis er deilt upp í markaðsvirði hlutabréfanna. Ef V/H hlutfall er 10 fyrir eitthvert tiltekið fyrirtæki þá merkir það að fjárfestar eru tilbúnir til að greiða fjár- hæð sem svarar til 10 falds hagnaðar fyrir hlutabréf í fyrirtækinu. Sé árshagnaður fyrirtækis 10 milljónir króna þá kosta öll hutabréfin 100 milljónir króna. V/H hlutfall tekur því ekkert tillit til eiginfjár eða nettóeign- ar. Ef V/H hlutfall er lágt á tilteknu fyrirtæki þá getur það bent til að verð hlutabréfanna sé hagstætt. Einnig getur það þýtt að hagnaður fyrirtækisins hafi verið óvenju mikill eða að fjárfestar álíti að vaxtarmöguleikar séu ekki miklir í þeirri atvinnugrein sem fyrirtækið starfar í og mikill hagnaður verði ekki viðvarandi. Hátt V/H hlutfall getur aftur á móti verið tilkomið vegna þess að hagnaður hafi minnkað. Einnig að hlutabréfin séu há í verði vegna þess að stöðugleiki er mikill í rekstri fyrirtækisins og vaxtarmöguleikar góðir. V/H hlutfall verður því að skoða með hliðsjón af ýmsum þáttum. Eins og sjá má af mynd 5 þá er V/H hlutfallið mjög mismunandi fyrir fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði. Lægst er hlutfallið fyrir Eignar- haldsfélag Alþýðubankans eða 6,9 en hæst fyrir Sjóvá Almennar eða um 55. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er aðeins miðað við eitt ár. Komi rekstur fyrirtækis ekki vel út eitt árið þá hækkar hlutfallið en lækkar svo aftur með betri afkomu. V/H hlutfall ísland Núqildandi 16-17 Lanatíma meöaltal Bretland 10 13 Þýskaland 13,5 13,5 Sviss 9 11 Bandaríkin 17 13 Jaþan 40 45 19

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.