Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Page 20
Samanburður við erlenda markaði
En hvernig kemur íslenski hlutabréfamarkaðurinn út
að þessu leytinu í samanburði við erlenda markaði? A
mynd 6 má sjá að meðaltals hlutfallið er hæst í Japan
eða um 40 en hafa verður í huga að í Japan er stuðst við
aðrar bókhaldsaðferðir og er því Japansmarkaðurinn
óeðlileg viðmiðun fyrir okkur. Að Japan slepptu, er ís-
land hæst ásamt Bandaríkjunum með V/H hlutfallið 16-
17, en önnur lönd eru yfirleitt á bilinu 9 - 13,5. Astæða
þess að Bandaríkin eru með hátt V/H hlutfall er að
væntingar fjárfesta eru miklar um betri hagnað á næsta
ári. Þá má sjá að langtímameðaltal erlendis er 11-13,5.
Þetta hlutfall er óneitanlega orðið nokkuð hátt hér hjá
okkur og bendir það til að hækkanir á hlutabréfaverði
verði litlar á næstu mánuðum nema til komi meiri hagn-
aður hjá fyrirtækjunum. Þó verður að taka mið af því
að hlutfallið er meðaltal af einungis 22 félögum og ef
þrjú þau hæstu eru tekin út þá lækkar hlutfallið í 11-12.
Frávik frá meðaltölum eru mun minni erlendis en
reikna má með að yfir 80% fyrirtækjanna þar séu á bil-
inu 12-14 en 10% þar fyrir ofan og 10% fyrir neðan. Er-
lendu meðaltölin eru því mun áreiðanlegri og byggja á
fleiri fyrirtækjum. Á móti kemur svo aftur að nokkur
íslensk fyrirtæki komu e.t.v. betur út á árinu 1990 en í
meðalári vegna þess að hluti skulda þeirra er í USD, en
dollar lækkaði mikið á árinu eins og kunnugt er.
Atvinnulíf á íslandi er einhæft og sveiflur geta þar af
leiðandi verið nokkrar. Af þessu er því ljóst að taka
verður samanburði við önnur lönd með ákveðnum fyr-
irvara þegar V/H hlutfall er notað og líklega er Q hlut-
fallið mikilvægari mælikvarði fyrir íslenskan hlutabréfa-
markað en aðra markaði.
Það er ljóst að verð hlutabréfa á íslenskum hluta-
bréfamarkaði er orðið allhátt og sama er hvorn mæli-
kvarðann við notum, Q hlutfallið eða V/H hlutfallið.
Segja má að markaðurinn sé kominn í ákveðið jafn-
vægi, en það þýðir ekki endilega að ávöxtun hlutabréfa
verði ekki góð á næstunni. Hugsanlega verða hækkanir
þó til muna hægari en undanfarin ár, jafnvel verður
stöðnun eða lækkun á verði hlutabréfa í einstökum fé-
lögum. Afkoma fyrirtækjanna mun ráða mestu um
verðþróun í framtíðinni.
Hér að framan hef ég reynt að svara því hvort verð
hlutabréfa sé orðið hátt á íslandi og komist að þeirri
niðurstöðu að það sé ekki óeðlilega hátt miðað við er-
lendis. Hingað til höfum við í langflestum tilfellum séð
breytingar á verði í aðra áttina, þ.e. til hækkunar. Ef
við skoðum breytingar hlutabréfavísitalna á erlendum
mörkuðum þá sjáum við að ávöxtun hefur verið mjög
góð en jafnframt hefur verð sveiflast nokkuð. Mynd 7
sýnir annars vegar Morgan Stanley hlutabréfavísitöluna
og hins vegar Salomon Brother skuldabréfavísitöluna
frá 1982 til ársloka 1990 og myndin sýnir í raun að
ávöxtun hlutabréfa hefur verið töluvert betri en skulda-
bréfa og að verð þeirra sveiflast mun meira. Sá tími er
kominn á íslandi að það getur verið áhættusamt að eiga
hlutabréf í stuttan tíma, en þegar til lengri tíma er litið
má búast við góðri ávöxtun og betri en á skuldabréfum
að því gefnu að áhættudreifing sé nægjanleg.
20