Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 22

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 22
ekki til að neinn sérfróður reikningshaldsmaður hafi komið nálægt samningu bókarinnar. 2. Forsendur tillagnanna. Pegar við leggjum fram tillögur um reglur í reiknings- haldi þá þurfum við að vera innan ramma íslenskra laga og innan þess ramma sem alþjóðlegu reikningsskila- staðlarnir sem við erum bundnir af, setja okkur, þe. staðlarnir frá International Accounting Standards Committee. Einnig er nauðsynlegt fyrir okkur að horfa til annara landa til að sjá hvernig meðferð sambærilegra atriða er háttað hjá öðrum. Einnig verðum við að horfa til meginreglna reikningshalds, sem ætla verður að öll framangreind atriði séu byggð á. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: a. Staðlar alþjóða reikningsskilanefndarinnar. Þegar staðlar alþjóða reikningsskilanefndarinnar eru skoðaðir kemur í ljós að hvergi er gerð tilraun til að taka á meðferð óáþreifanlegra eigna í reikningshaldi nema hvað varðar hinar almennu reglur reikningshaldsins. Staðall alþjóða nefndarinnar nr. 4 fjallar um afskrift- ir, en undanskilur réttindi til nýtingar auðlinda, bæði eyðanlegra og óeyðanlegra, svo og langtímakostnað og viðskiptavild. Staðall nr. 9 fjallar um rannsóknar og þróunarkostn- að. Þar er rannsóknar og þróunarkostnaður vegna nátt- úrulegra auðlinda undanskilinn. Staðall nr. 17 fjallar um leigusamninga. Þar eru samningar um nýtingu náttúrulegra auðlinda undan- skildir. Staðall nr. 16 fjallar um varanlega rekstrarfjármuni. Þar eru einnig undanskilin réttindi til nýtingar auð- linda, bæði eyðanlegra og óeyðanlegra. Af einhverjum ástæðum hefur alþjóða reikningsskilan- efndin kosið að taka ekki á vandamálum varðandi óáþreifanlegar eignir. Hluti af skýringunni gæti verið sá að menn hafi átt erfitt að komast að niðurstöðu. Önnur skýring gæti verið sú að þetta er yfirleitt svo lítill hluti af eignum fyrirtækja að mörg önnur vandamál í reikn- ingshaldi séu brýnni að leysa úr. í athugun sem gerð var á vegum Efnahagsbandalagsins þar sem m.a. var reynt að meta hvort óáþreifanlegar eignir væru mikil- vægur hluti efnahagsreiknings, kom fram að aðeins í um 16% tilfella var álitið að þessar eignir skiptu máli hjá fyrirtækjunum. Þau atriði sem aðallega var um að ræða hjá fyrirtækjum voru viðskiptavild í samstæðuupp- gjöri, keypt viðskiptavild, rannsóknar og þróunarkostn- aður og ýmiskonar réttindi og sérleyfi. b. Bandarískir reikningsskilastaðlar. í Bandaríkjunum virðist hafa verið tekið á þessum vandamálum að einhverju leyti en þó aðallega hvað varðar viðskiptavild. Bandaríska nefndin FASB virðist ekki hafa gefið út staðal varðandi þetta, en árið 1976 gaf nefndin út svokallað „Discussion Memorandum“ um viðskiptavild og aðrar óáþreifanlegar eignir. Eldri nefndin APB gaf árið 1970 út álit nr. 16 og 17 sem fjalla um viðskiptavild og aðrar óáþreifanlegar eignir. Bandaríska nefndin hefur skilgreint hugtakið eignir þar sem m.a. kemur fram eign þarf að hafa möguleika á að skapa fyrirtækinu beint eða óbeint, ein sér eða saman með öðrum eignum, framtíðar peningaflæði. Einnig þurfa að hafa átt sér stað viðskipti eða annað sem gefur fyrirtæki yfirráðarétt yfir eigninni. Sam- kvæmt þessu er ekki nauðsynlegt endilega að tvíhliða viðskipti hafi átt sér stað, heldur getur verið um gjöf að ræða. Ef t.d. sveitarfélag gefur land og jafnvel bygging- ar undir verksmiðjurekstur í þeim tilgangi að laða til sín atvinnutækifæri þá er mælt með því í Bandaríkjunnum að slíkt sé uppfært og farið með það í gegnum eigið fé. Telja verður ljóst að keyptar fiskveiðiheimildir til framtíðar uppfylla þessi skilyrði og því ætti ekki að vera nokkur vafi á að þær ber að eignfæra. Samkvæmt APB áliti nr. 17 frá 1970 á að færa þá óáþreifanlegu fastafjármuni sem keyptir eru af þriðja aðila sem eign. Óáþreifanlegar eignir sem verða til inn- an fyrirtækisins á að gjaldfæra jafnóðum og kostnaður- inn verður til. Þetta á m.a. við um auglýsingakostnað, sem gæti verið grundvöllur að framtíðar viðskiptavild og í flestum tilfellum útlagðan kostnað vegna þróunnar og rannsókna. í þessu felst ákveðin tvöfeldni þar sem óáþreifanlegar eignir sem eru keyptar eru eignfærðar en þær sem verða til innan fyrirtækisins eru gjaldfærðar. Ef sú skilgreining liggur fyrir að ákveðin óáþreifan- legur hlutur sé eign og mat á verðmætunum liggur fyrir þá er viðkomandi hlutur færður til eignar í reiknings- haldi félagsins. Þá vaknar önnur grundvallar spurning um reikningsskilaaðferðir. A að færa niður eignina með gjaldfærslu á ákveðnu tímabili eða á hún að standa í bókum félagsins endalaust (og þá væntanlega sam- kvæmt íslenskum reikningsskilavenjum á endurmetnu kostnaðarverði)? í bandarískum staðli frá 1953 kom fram að eignir sem hafa ótakmarkað notkunargildi hvað varðar tíma og efnahagslegar forsendur ætti ekki að afskrifa. Breyting varð á þessu í áliti APB nefndar- innar nr. 17 frá 1970 og hélt nefndin því fram að verð- gildi óáþreifanlegra eigna rýrnaði fyrr eða síðar og allar óáþreifanlegar eignir ætti því að færa niður árlega. Þannig er ætlast til að allar óáþreifanlegar eignir séu færðar niður árlega með gjaldfærslu yfir rekstrarreikn- ing á svipaðan hátt og varanlegir rekstrarfjármunir eru afskrifaðir á áætluðum endingartíma. Hámarksafskrift- artími samkvæmt þessu bandaríska áliti er 40 ár. Eign getur því samkvæmt þessu verið óeyðanleg í skilningi hagfræðinnar þótt skilyrði séu til að afskrifa hana í skilningi reikningshaldsins. Samkvæmt framansögðu virðist ekki grundvöllur fyrir öðru en að gjaldfæra á ákveðnum árafjölda keyptar fiskveiðiheimildir í bók- haldi íslenskra fyrirtækja. Sumar óáþreifanlegar eignir hafa ákveðinn líftíma samkvæmt lögum. Þannig er einkaleyfi veitt til 17 ára 22

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.