Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 24

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 24
Skal nú farið yfir hvern lið fyrir sig. 1. Áunninn kvóta skipa, sem úthlutað er á skip af Sjáv- arútvegsráðuneytinu, skal ekki eignfæra sérstaklega. Þrátt fyrir að sjávarútvegsráðuneytið sé sannanlega að úthluta verðmætum á skip samkvæmt ákveðnum reglum, sem ráðuneytið setur þar um, er að okkar mati ekki rétt samkvæmt meginreglum reikningshalds að uppfæra úthlutunina. Þegar lög og reglugerðir um tak- mörkun á veiðiheimildum skipa gengu í gildi voru tekj- umöguleikar margra skipa skertir, þar sem þau gátu ekki lengur sótt ótakmarkað í fiskistofnana. Ekki hefur komið til álita að meta þessar takmarkanir í reiknings- haldi. Gert er ráð fyrir að tekju eða gjaldfæra slík rétt- indi sem þessi þegar þau eru seld eða gerð upp á annan hátt og raunvirði þeirra kemur fram. Við þetta er að bæta að auðvitað þekkist það að eignir séu uppfærðar án þess að bein viðskipti eigi sér stað, sbr. dæmið sem ég nefndi áðan frá Bandaríkjun- um. Einnig þekkist það frá Bretlandi að vörumerki séu metin upp í bókum fyrirtækja. 1*6113 teljum við hins vegar vera undantekningar því að meginreglan í reikn- ingshaldi er sú að ekkert sé fært til eignar nema það sé keypt. Það að eignfæra úthlutaðan kvóta tel ég því vera andstætt þessari meginreglu, auk þess sem erfitt væri að leggja mat á verðmætin. 2. Aflakvóti, sem keyptur er til frambúðar til viðbótar við úthlutaðan áunninn kvóta skal eignfærður í reikningshaldi og gjaldfærður að fullu á 5 árum. Gert er ráð fyrir að öll kvótaréttindi sem keypt eru og fela í sér réttindi til frambúðar, verði eignfærð sér- staklega. Verið er að kaupa ákveðin réttindi til nýtingar auðlindar, sem er sameign íslensku þjóðarinnar. í 1. gr. laga um stjórnun fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Is- landsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og auk þess „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ f*ar að auki kem- ur fram að aflaheimildum er úthlutað á hverju ári með tilliti til ástands fiskistofna. Þegar kvóti er keyptur til frambúðar er hann verð- lagður og liggur þá fyrir mat á þessum verðmætum. Um er að ræða réttindi til ákveðinna veiða um næstu fram- tíð. Þrátt fyrir að um sé að ræða óviss réttindi sem tengd eru mikilli áhættu vegna takmörkunar laga um fiskveiðiheimildir, endurskoðunarákvæði í lögum um stjórn fiskveiða, stærð fiskistofna auk annarra atriða, verður að telja rétt að eignfæra réttindi þessi þegar þau eru keypt og ætluð til frambúðarnota. í samræmi við meðferð á hliðstæðum keyptum rétt- indum í reikningshaldi hér á landi og erlendis og með hliðsjón af því verði sem almennt hefur verið miðað við í viðskiptum með aflakvóta, er hæfilegur afskriftatími slíkra réttinda talinn vera fimm ár. í þessu sambandi má benda á reikningsskilareglur Evrópubandalagsins um keypt óáþreifanlegar eignir, en þar er gert ráð fyrir að keypt réttindi séu að öllu jöfnu gjaldfærð á fimm árum. í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að allar óáþreifanlegar eignir séu afskrifaðar á nýtingartíma, en þó ekki lengri tíma en 40 árum. Við teljum að það mikil áhætta og óvissa fylgi þessum við- skiptum eins og bent er á í greinagerðinni að ekki sé ráðlegt að gjaldfæra þetta á lengri tíma en fimm árum. Einnig má benda á það að í viðskiptunum sjálfum er gert ráð fyrir að kvótinn nýtist mönnum á fimm árum, þeas. um er að ræða gróflega fimmfaldan árskvóta hvað verðlagningu snertir, að teknu tilliti til vaxta. 3. Ef skip er selt án kvóta fyrir lægra verð en bókfært verð, eða úrelt og kvóti færður á annað skip í eigu sama aðila, skal færa mismuninn á bókfærðu verði og söluverði til eignar sem aflakvóta og gjaldfæra á fimm árum. Segja má að með þessum viðskiptum hafi aflakvótinn verið uppvakinn til verðmætis. Ætíð skal gæta varúðar við mat á kvótaréttindum og hafa í því sambandi til hliðsjónar verð á almennum markaði. Með þessu móti má ætla að nálgast megi nokkuð kostnaðarverð kvótans hjá viðkomandi aðila þar sem upphafleg fjárfesting hefur verið endurmetin og afskrif- uð frá kaupdegi og ætla má að verðmæti skipsins sem slíks hafi ekki breyst mikið. Það skapast að vísu vanda- mál þegar um er að ræða skip sem keypt hefur verið fyrir tíma kvótakerfis þar sem í þeim kaupum var á sín- um tíma ekki innifalin kvóti. Þess ber þó að geta að í gegnum árin hafa verið reyndar ýmsar aðferðir við tak- markanir á sókn í fiskistofna, m.a. höft á innflutningi á fiskiskipum, sem hafði í för með sér óeðlilega hátt verð á notuðum skipum á sínum tíma. Það verður að líta svo á að hér sé um tímabundið vandamál að ræða, enda eru lög um kvótabindingu nú búin að vera í gildi í uþb 7 ár. Hafi skip verið keypt nýlega og það síðan úrelt getur komið upp sú staða að það sem eftir stendur sé hærra en markaðsverð kvóta almennt. Við þannig aðstæður tel ég að gjaldfæra eigi mismuninn, þannig að kvóta- réttindin séu aldrei eignfærð á hærra verði en mark- aðsverði. 4- Ef skip er keypt með fiskveiðiheimildum til áfram- haldandi rekstrar, og veiðiheimildir ekki sérstaklega verðlagðar við kaupin, skal eignfæra skipið og af- skrifa á hefðbundinn hátt. Ekki skal meta og eignfæra aflakvóta sérstaklega þar sem hann er ekki uppvakinn, það er verðlagður sér- staklega. Eins og að framan greinir skal eignfæra aflakvóta við sérstök kaup á honum. Þegar sérstaklega er tekið fram um verðmæti fiskveiðiheimilda við kaup á skipi skal eignfæra þær og gjaldfæra á fimm árum. 24

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.