Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 29

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Qupperneq 29
Sigrún Ólafsdóttir löggiltur endurskoðandi Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 1 UPPLÝSINGAR UM REIKNINGSSKILAVENJUR („Disclosure Of Accounting Policies") Inngangur 1. í þessum staðli er fjallað um upplýsingar, sem veita þarf um allar mikilvægar reikningsskilavenjur, sem notaðar hafa verið við gerð og framsetningu árs- reiknings. 2. Tilgangur alþjóðlegra reikningsskilastaðla og þær skuldbindingar, sem í þeim eru fólgnar, er framsett- ur í „ Inngangsorðum að alþjóðlegum reikningsskil- astöðlum“. 3. Skilgreining á ársreikningi eins og hún er framsett í „Inngangsorðum að alþjóðlegum reikningsskilast- öðlum“ er hér endurtekin til hagræðis. Hugtakið ársreikningur felur í sér efnahagsreikning, rekstrar- reikning, önnur yfirlit, skýringar og upplýsingar sem álitið er að tilheyri ársreikningnum. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar ná til ársreikninga allra fyrir- tækja á hvaða sviði sem þau eru. 4. Stjórnendur slíkra fyrirtækja geta látið útbúa reikn- ingsskil á marga vegu, allt eftir því sem best þykir henta til notkunar innan viðkomandi fyrirtækja. Þegar reikningsskil eru látin öðrum í té eins og t.d. hluthöfum. lánadrottnum, starfsmönnum og al- menningi, þá eiga þau að vera í samræmi við alþjóð- lega reikningsskilastaðla. 5. Arsreikningur er venjulega lagður fram einu sinni á ári og er hann tilefni áritunar endurskoðanda. Grundvallarforsendur reikningsskila 6. Gerð ársreiknings byggist á ákveðnum grundvallar- forsendum. Venjulega er ekki skýrt sérstaklega frá þeim þar sem gert er ráð fyrir að þær hafi verið teknar upp og farið sé eftir þeim. Sé þeim ekki fram- fylgt er nauðsynlegt að skýra frá því ásamt ástæðum þess. 7. Alþjóðlegareikningsskilanefndin (IASC) hefur sett fram eftirfarandi atriði sem grundvaliarforsendur reikningsskiia: A. Áframhaldandi rekstur.(Going concern) Fyrirtækið er venjulega talið vera í áframhaldandi starfsemi um fyrirsjáanlega framtíð. Gert er ráð fyrir að hvorki sé ætlun né nauðsyn að fyrirtækið hætti rekstri eða minnki verulega umsvif sín. B. Samræmi. ( Consistency) Gert er ráð fyrir að samræmi sé í reikningsskilavenjum frá einu reikningsskilatímabili til annars. C. Lotun. (Accrual) Tekjur og gjöld eru lotuð þ.e. bókfærð um leið og þeirra er aflað og þau falla til ( en ekki þegar greiðsla er móttekin eða innt af hendi) og þau færð í ársreikning viðkomandi tímabils. (í þessum staðli er ekki fjallað um þá reglu að jafna gjöldum við tekjur.) Reikningsskilavenjur 8. Reikningsskilavenjur fela í sér þær meginreglur, grundvallaratriði, venjur, fyrirmæli og aðferðir sem stjórnendur fyrirtækis hafa tekið upp við gerð og framsetningu ársreiknings. Margar mismunandi reikningsskilavenjur eru í notkun, jafnvel varðandi sama atriði og verður dómgreind að ráða vali og notkun þeirra reikningsskilavenja sem best þykja henta hverju fyrirtæki við að sýna glögga mynd af fjárhagsstöðu þess og rekstrarafkomu. 9. Stjórnendur fyrirtækis ættu að hafa þrennt að leiðar- ljósi þegar reikningsskilavenjur eru valdar og notað- ar við gerð ársreiknings: A. Varfærni. (Prudence) Ohjákvæmilegt er að nokkur óvissa ríki um margskonar viðskipti. Varfærni er því nauðsynleg við gerð ársreikn- ings. Samt sem áður réttlætir varfærni ekki myndun dulinna varasjóða. 29

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.