Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Page 34

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Page 34
Sigurþór Charles Guðmundsson löggiltur endurskoðandi Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 13 FRAMSETNING VELTUFJÁRMUNA OG SKAMM- TÍMASKULDA í REIKNINGSHALDI. „Presentation Of Current Assets And Current Liabilities" Inngangur: í þessum staðli er fengist við skilgreiningu og framsetn- ingu veltufjármuna og skammtímaskulda í reiknings- skilum. Staðallinn fjallar ekki um verðmætamat þessara eigna og skulda. Skilgreining: Framsetning veltufjármuna og skammtímaskulda í reikningsskilum hefur verið talin veita lesendum reikn- ingsskila gagnlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrir- tækja. Hreint veltufé er skilgreint sem mismunur veltufjár- muna og skammtímaskulda. Mismunandi sjónarmið um hvað teljist til veltufjármuna og skammtímaskulda: I aðalatriðum eru uppi tvenns konar sjónarmið um hvaða efnahagsliðir teljist til veltufjármuna og skamm- tímaskulda: Annars vegar er um að ræða þá sem telja að flokkun eigna í veltufjármuni og fastafjármuni, og skulda í skammtímaskuldir og langtímaskuldir, sé gerð í þeim tilgangi að gefa til kynna gróft mat á greiðslu- hæfi fyrirtækja. Með þessu er átt við möguleika fyrir- tækja til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur í ná- inni framtíð. Hins vegar eru þeir sem telja að þessi flokkun sé gerð til þess að sýna þá veltufjármuni og skammtímaskuldir sem séu stöðugt í veltu fyrirtækja og endurnýji sig aftur og aftur. Þessi tvö sjónarmið eru að vissu marki ósamrýman- leg. Ástæða þess er, að við mat á greiðsluhæfi er að- ferðin við flokkun eigna í veltufjármuni og fastafjár- muni og skulda í skammtímaskuldir og langtímaskuldir miðuð við það, hvort einstakir efnahagsliðir komi til innlausnar eða eru til greiðslu í náinni framtíð. Hin að- ferðin, þ.e. þegar litið er á efnahagsliði sem eyðast og endurnýja sig aftur og aftur í starfseminni, miðast hins vegar við hvort þeir endurnýji sig á eðlilegum tíma mið- að við eðli þess rekstrar sem fyrirtæki starfar í. Sem dæmi um ólík sjónarmið má nefna liðinn verk í vinnslu, en þau væru í fyrra tilfellinu að mestu talin með fasta- fjármunum, þar sem verk tekur lengri tíma en eitt ár að framkvæma en í seinna tilfellinu væru verk í vinnslu að mestu talin með veltufjármunum. Framkvæmdin í dag: Þessi tvö mismunandi sjónarmið hafa að nokkru verið samrýmd í reikningsskilum í fjölmörgum löndum á þann hátt, að efnahagsliðir teljist meðal veltufjármuna ef þeir eru til ráðstöfunar innan eins árs eða innan eðli- legs tíma miðað við eðli rekstrarins. Til skammtíma- skulda teljast skuldir sem gjaldfalla eða koma til greiðslu innan eins árs. Jafnvel þó þessi aðferð sé hin almenna regla eru fjölmörg atriði sem geta flokkast með veltufjármunum og skammtímaskuldum þó þau uppfylli ekki áðurnefnd skilyrði. Þannig er óhætt að segja að fyrrgreind flokkun byggist fremur á venjum í reikningsskilum en á fastmótuðum reglum. Skilgreining á efnahagsliðum sem flokkast meðal veltu- fjármuna: Sjóður og bankainnstæður teljast meðal veltufjármuna enda sé ráðstöfun þeirra möguleg í náinni framtíð. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur eru tald- ar meðal veltufjármuna að því marki að þær komi til innlausnar innan árs. Viðskiptakröfur eru stundum taldar meðal veltufjármuna jafnvel þó að þær komi ekki til greiðslu innan eins árs, og er þá yfirleitt gerð grein fyrir þeim hluta sem kemur ekki til greiðslu innan eins árs í skýringum með reikningsskilunum. 34

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.