Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 37
Þórir H. Ólafsson löggiltur endurskoðandi
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 16
REIKNINGSSKIL VARANLEGA
REKSTRARFJÁRMUNA
„Accounting for Property, Plant and Equipment"
INNGANGUR
Staðall þessi á við um reikningshald varanlegra rekstr-
arfjármuna, þó ekki þau tilvik sem falla undir eftirfar-
andi fimm liði:
1) Pær aðferðir sem notaðar eru við endurmat vara-
nlegra rekstrarfjármuna við verðbólguaðstæður en
um það fjallar staðall IAS 14.
2) Endurnýjanlegar náttúruauðlindir svo sem skóga o.fl.
3) Óefnislegar eignir svo sem námaréttindi, hönnunar-
kostnað, kostnað við leit og undirbúning við eyðan-
legar náttúruauðlindir o.s. frv.
4) Afskriftarreglur, en um þær fjallar staðall IAS 4.
5) Eignir opinberra stofnana.
Fjárfestingar í einstökum eignum sem lúta að nýtingu
eigna í liðum 2 og 3, en eru aðgreinanlegar frá þeim,
falla þó undir þennan staðal.
Staðalinn má hafa til hliðsjónar við reikningshalds-
lega meðferð leigufjármuna, eignfærslu lántökukostn-
aðar og kaup eigna við samruna fyrirtækja, en þau at-
riði þarfnast þó viðameiri umfjöllunar en fram kemur í
þessum staðli.
SKILGREININGAR ORÐA:
Varanlegir rekstrarfjármunir eru eignir sem:
a) fyrirtæki á og notar við starfsemi sína og, að vissu
marki, varahlutir þeim tilheyrandi,
b) hafa veriðkeyptar eða í þær lagt og eru ætlaðar til
varanlegrar notkunar,
c) eru ekki söluvara fyrirtækis.
Markarðvirði er það verð sem frjálsir og óþvingaðir
aðilar viðhafa í viðskiptum sín í milli.
Dagvirði ( recoverable amount) er sá hluti bókfærða
verðsins sem ætlað er að fáist við framtíðarnotkun eign-
arinnar að viðbættu skrapvirði hennar.
SKÝRINGAR:
Varanlegir rekstrarfjármunir eru oft stærsti hluti
eigna fyrirtækja og hafa því mikla þýðingu þegar verið
er að upplýsa efnahagslega stöðu þeirra. Einnig getur
það haft veruleg áhrif á niðurstöðu rekstrar hvort
kostnaður sem í er lagt er flokkaður sem fjárfesting eða
færður til gjalda.
Áðurgreind skilgreining á varanlegum rekstrarfjár-
munum myndar ramma um hvað flokkað er þar til
eignar, en það er þó alltaf háð mikilvægi liða og að-
stæðum hverju sinni. Þannig gæti eign sem eignfærð er
hjá einu fyrirtæki verið gjaldfærð hjá öðru.
Meiriháttar varahlutir og aukaáhöld og tæki eru
venjulega eignfærð. Smærri varahlutir eru hinsvegar
færðir sem varahlutalager. I tilvikum sem varahluti er
einungis hægt að nota við eina tiltekna eign og notkun
þeirra er óregluleg, gæti verið viðeigandi að dreifa
gjaldfærslu á endingartíma eignarinnar.
Þegar einstakir aðskiljanlegir hlutar eigna hafa misjafn-
an endingartíma væri réttara að eignfæra þá aðskilda.
Sem dæmi hér má nefna flugvélar og hreyfla þeirra. Meta
þarf í þessum tilvikum endingartíma hvers hlutar.
Kostnaðarverð varanlegs rekstrarfjármunar er kaup-
verð hans að frádregnum afslætti, ef er, og að viðbætt-
um tollum og sköttum sem ekki fást endurgreiddir og
öllum beinum kostnaði við að koma honum í stand til
ætlaðrar notkunar. Beinn kostnaður er til dæmis lag-
færing og undirbúningskostnaður lóðar, afhendingar og
flutningskostnaður, uppsetningarkostnaður og sérfræði-
þjónusta. Fjármagnskostnaður sem til fellur á bygging-
artíma og tengist beint framkvæmd, er í sumum tilfell-
um talin til stofnkostnaðar.
Ef afborgunarkjör hafa áhrif á kaupverð eigna er við-
eigandi að eignfæra eignina á staðgreiðsluvirði og
37