Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 41

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Side 41
stærð og utan ramma reikningsskila sem byggja grunn sinn á sögulegu kostnaðarverði. Lausleg þýðing á alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 23. 21. Fyrirtæki sem ber fjármagnskostnað í tengslum við fjárfestingar ætti að taka afstöðu til þess hvort eign- færa skuli fjármagnskostnað á byggingartíma eða ekki. Um er að ræða fjárfestingar sem eru þess eðl- is að umtalsverður tími líður frá því að fyrst er lagt í kostnað vegna þeirra og þar til þeim telst lokið. Hvor aðferðin sem valin er þá ber að gæta þess að henni sé beitt samfellt. Um breytingar á reiknings- skilaaðferð fer eftir Alþjóðlegum reikningsskila- staðli nr. 8. Málsliðir 22 til 29 gilda um eignfærsl- una ef sú afstaða er tekin að eignfæra fjármagns- kostnað. Eignfærsla fjármagnskostnaðar; 22. Fjármagnskostnað má eignfæra sem hluta af kostn- aðarverði fjárfestinga, ef tiltölulega langur tími líð- ur frá því fyrst er stofnað til útgjalda vegna þeirra, og þar til fjárfestingin er fullgerð eða tilbúin til sölu. Við eignfærsluna eru útgjöld vegna fjárfest- ingar margfölduð með nánar skilgreindum vaxta- stuðli. 23. Vaxtastuðullinn er ákvarðaður með því að tengja þann fjármagnskostnað sem fyrirtæki verður fyrir á ákveðnu tímabili við þær skuldir sem fyrirtækið skuldar á sama tímabili. Þegar kaup, bygging eða framleiðsla eigna kallar á beinar lántökur er heim- ilt að miða vaxtastuðulinn við þann fjármagns- kostnað sem hlýst af viðkomandi lántöku. 24. Eignfærsla fjármagnskostnaðar hefst þegar; a) Lagt er í kostnað vegna fjárfestinga eða öflunar eigna. b) Nauðsynleg vinna er hafin við að koma eign í tekjuöflunarhæft eða söluhæft ástand. c) Fjármagnskostnaður fellur til. 25. Eignfærslu fjármagnskostnaðar lýkur þegar eign er tilbúin til ætlaðrar notkunar eða sölu. Hvað varðar heildarfjárfestingar þá lýkur eignfærslu þegar eig- inleg starfsemi hefst. Ef verulegar tafir verða ætti ekki að eignfæra fjármagnskostnað á meðan verk liggur niðri. 26. Ef framkvæmdir skiptast í verkhluta sem teknir eru í notkun á mismunandi tíma ætti að hætta eign- færslu fjármagnskostnaðar vegna verkhluta um leið og hann er tilbúinn til notkunar. 27. Eignfærður fjármagnskostnaður á ákveðnu tímabili má ekki nema hærri upphæð en sá fjármagnskostn- aður sem fyrirtækið verður fyrir á sama tímabili. I samstæðureikningsskilum er miðað við fjármagns- kostnað samstæðunnar í þessu sambandi. Skýringar; 28. í skýringum með ársreikningi á að upplýsa um heildarfjárhæð eignfærðs fjármagnskostnaðar. Skipt um aðferð; 29. Ef breytt er yfir í þá reikningshaldsaðferð sem stað- allinn gengur út á, þá ber að nota þá aðferð á nú- verandi tímabili og í framtíðinni. Um breytinguna á reikningsskilaaðferð fer eftir alþjóðlegum reikn- ingsskilastaðli nr. 8. Gildistaka; 30. Gildistaka staðalsins miðast við ársreikninga sem taka til tímabilsins frá 1. janúar 1986. Einfalt dæmi um eignfærslu fjármagnskostnaðar; Þann 1. nóvember 1988 gerði Fle hf. verksamning við Vsí sf. um smíði skrifstofuhúsnæðis. Húsið skyldi af- hendast tilbúið til notkunar þann 31. desember árið 1989. Um samdist að Fle hf. greiddi kr. 15.000.000 fyrir verkið, þannig; Hinn 1. mars 1989 .................... Kr. 5.100.000 Hinn 1. maí 1989 ...................... - 5.400.000 Hinn 31. desember 1989, við afhendingu ...................... - 4.500.000 Kaupverð samtals: Kr. 15.000.000 Verkið gekk eins og til stóð og þann 31. des. 1989 voru skuldir Fle hf., eftirfarandi; 1. Skuldabréf til þriggja ára tekið gagngert til að standa straum af kostnaði við nýbyggingu. Skuldabréfið er útgefið 1. mars 1989, ársvextir eru 15% og gjalddagi 1. mars ár hvert. Eftirstöðvar 31. desember 1989 .. Kr. 7.500.000 2. Skuldabréf útgefið 31. desember 1985 til fimm ára. Ársvextir eru 10% og gjalddagi vaxta 31. desember ár hvert. Eftirstöðvar 31. desember 1989 .. Kr. 5.500.000 3. Skuldabréf útgefið 31. desember 1984 til tíu ára. Ár- svextir eru 12% og gjalddagi vaxta 31. desember ár hvert. Eftirstöðvar 31. desember 1989 .. Kr. 6.000.000 Ef forsvarsmenn Fle hf. hafa tekið þá afstöðu að eignfæra þann fjármagnskostnað sem rekja má til bygg- ingarinnar, hver verður eignfærður fjármagnskostnaður í árslok 1989? 41

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.