Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Síða 44

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Síða 44
ENDURSKOÐUNARNEFND FLE Að ósk ritstjóra Álits vill Endurskoðunarnefnd Félags löggiltra endurskoðenda gera stuttlega grein fyrir því helsta sem nefndin hefur fengist við að undanförnu. Nefndir félagsins gerðu síðast grein fyrir störfum sínum í 19. árgangi tímaritsins 1989/1990. Leiðbeinandi reglur Eins og áformað hafði verið lagði nefndin tvær tillögur að leiðbeinandi reglum undir atkvæði félagsmanna á aðalfundi félagsins 1989. Voru báðar tillögurnar sam- þykktar, en þær eru þessar: Leiðbeinandi reglur um endurskoðun á viðskipta- kröfum, og Leiðbeinandi reglur um endurskoðun birgða. í framhaldi af þessu tók nefndin til við tvö ný viðfangs- efni á þessu sviði, og hefur í framhaldi af því fullmótað tillögur að leiðbeinandi reglum, sem eru: Tillaga að leiðbeinandi reglum um endurskoðun varanlegra rekstrarfjármuna. Tillaga að leiðbeinandi reglum um endurskoðun þegar vafi leikur á um rekstrarhæfi. Hér er um viðkvæm og viðamikil málefni að ræða, sér- staklega þó það síðarnefnda. íslenskar aðstæður eru að ýmsu leyti sérstakar á þessu sviði, en þó var höfð hlið- sjón af erlendum stöðlum eftir því sem tök voru á. Lagði nefndin umtalsverða vinnu í báðar tillögurnar, og tóku þær miklum breytingum í meðförum nefndarinn- ar. Voru þær síðan kynntar á félagsfundi í tengslum við aðalfund FLE 1990, og stofnað til almennra umræðan um þær. Komu þar fram ýmis sjónarmið félagsmanna. Eftir yfirferð Endurskoðunarnefndar var félagsmönn- um síðan gefinn kostur á að koma að skriflegum at- hugasemdum sínum við tillögurnar, en það er skemmst frá að segja að enginn hefur séð ástæðu til þess. Er nú áformað að leggja þessar tillögur undir atkvæði félags- manna á aðalfundi 1991, sem ekki hefur verið haldinn þegar þetta er ritað. Er það von nefndarmanna að þær fái þar gott brautargengi. Norrænt samstarf Nefndin hefur sem fyrr átt fulltrúa á árlegum fundum Norrænu endurskoðunar-nefndarinnar (NRK), en þeir eru jafnan haldnir í júnímánuði. Fundurinn árið 1990 var haldinn í Osló og sóttu hann af okkar hálfu tveir fulltrúar Endurskoðunarnefndar FLE. Helstu atriði úr dagskrá fundarins voru: Áritanir á óendurskoðuð reikningsskil. Endurskoðun tölvukerfa. Endurskoðun þegar vafi leikur á um rekstrarhæfi. (íslensk framsaga). Ábyrgð endurskoðenda á að uppgötva undanskot og fjárdrætti. Gerð nýrrar endurskoðunaráritunar. Samhengi leiðbeinandi reglna við alþjóðlega staðla. Gæðaeftirlit á vegum samtaka endurskoðenda. Það sem íslensku fulltrúarnir lögðu hér til málanna var hugsað sem liður í undir-búningi áðurnefndrar tillögu um leiðbeinandi reglur um sama efni. I ljós kom að ná- grannar okkar gefa þessu viðfangsefni nú sérstakar gæt- ur. í síðastliðnum júnímánuði var fundur NRK haldinn í Helsinki, og sóttu hann sem fyrr tveir fulltrúar héðan. Helstu umræðuefni voru nú: Heildarskipan leiðbeinandi reglna. Nýtt form endurskoðunaráritunar. Hlutverk endurskoðenda þegar vafi leikur á um rekstrarhæfi. Hlutverk endurskoðenda við skráningu félags á verðbréfaþingi. (ísland). Viðbrögð endurskoðenda við að uppgötva lögbrot. „Analytisk'1 endurskoðun. Báðir þessir fundir voru með hefðbundnu sniði og um- ræður fjörugar. Stéttar-bræður okkar á hinum Norður- löndunum virðast mjög áhugasamir um að vinna að framförum í staðlasetningu og ekki velta þeir síður fyrir sér þeim áhrifum sem staðlarnir hafa á störf einstakra endurskoðenda. Þá eru þeir mjög áhugasamir um að fyrir leita hver í annars smiðju og að miðla af reynslu sinni. íslenskir endurskoðendur geta einnig notið góðs af þessu. Önnur viðfangsefni Á árinu 1990 vísaði Álitsnefnd FLE til Endurskoðunar- nefndar erindi frá Endur-skoðunarmiðstöðinni hf., en þar voru lagðar fyrir spurningar sem vörðuðu starfs- skyldur kjörinna endurskoðenda. Endurskoðunar- nefndin gerði Álitsnefnd grein fyrir skoðunum sínum, en um innihaldið er vísað til svars Álitsnefndar sem birst hefur í Fréttabréfi FLE. Nefndinni hefur borist málaleitan um að taka til um- fjöllunar hvert skuli vera hlutverk endurskoðenda í tengslum við umsókn um skráningu hlutabréfa á verð- bréfaþingi. Nokkur umræða hefur farið fram í nefnd- inni um þetta mál og einnig var það af okkar hálfu bor- ið upp til umræðu á áðurnefndum fundi NRK í Helsinki fyrr á árinu. Ætlunin er að ýta þessu frekar áfram á næstunni. 44

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.